Valsblaðið - 24.12.1966, Page 58
56
VALUR
Hann kom, sá 02 srnraði
Kabbuit) riéf Björn Carlnnon, pídnálina í lenaíispyrnunni í Val
hann né Þjóðverjar gátu komið
nokkurri vörn við og skoraði Hurst
þar þriðja mark sitt í leiknum, og
áhorfendurnir á ódýru stæðunum
tóku gleði sína aftur, og nú sungu
þeir svo um munaði.
England varð heimsmeistari í
knattspyrnu, og brezkir knatt-
spyrnuáhorfendur hafa glaðst af
minna tilefni!
MEST Á ÓVART.
Það sem kom mest á óvart í þess-
ari lokakeppni, var frammistaða
Norður-Kóreu, fyrst og fremst sig-
ur þeirra yfir Italíu, og leikur
þeirra við Portúgal.
Þegar sá leikur fór fram var ég
staddur á Wembley, og komu þá
tilkynningar þar á töflu um stöð-
una í honum og öðrum leikjum,
sem fóru fram samtímis.
Ég varð allt í einu var við svo-
lítinn klið og hlátur hér og þar um
völinn, og veitti því ekki sérstaka
athygli. Eftir nokkra stund endur-
tekur þetta sig. Augu manna
beindust að töflunni, og nú fór ég
að verða forvitinn, og komst þá að
raun um að verið var að tilkynna
leikstöðuna í leik Portúgals og
Norður-Kóreu. Þegar hér var kom-
ið, stóðu leikar 2:0 fyrir Norður-
Kóreu, og var nú hlegið og klapp-
að sínu meir en í hið fyrra skipti.
Enn líða 10 mín. og er nú hlegið
og klappað sínu mest af því nú
stóðu leikar 3:0. Vakti þetta ákaf-
an fögnuð og hrifningu, en svo
snéru Portúgalar þessu við, eða
réttara sagt Eusebio tók til sinna
ráða og skoraði 4 mörk með frá-
bærum leik, en leiknum lauk sem
kunnugt er 5:3 fyrir Portúgal.
Aðalveila Norður-Kóreu var sú,
að þá skorti nokkuð á að ráða yfir
góðu leikskipulagi, en leikni, hraða
og góða þjálfun höfðu þeir.
Þessi ferð mín var ævintýri lík-
ust. Þarna sá ég beztu knattspyrnu-
menn heimsins, beztu lið heimsins,
og ef til vill beztu áhorfendur að
knattspyrnu, — áhorfendur, sem
kunna skil á hvað vel er gert og
hvað illa, og láta það í ljós hvernig
þeim líkar. Einmitt þetta verður
mér ekki síður eftirminnilegt en
sjálfir leikirnir og einstaklingar
þeirra, sagði Sigurður að lokum.
F.H.
Eins og getið er á öðrum stað í
blaðinu lét Björn Carlsson af störf-
um sem formaður knattspyrnu-
deildarinnar nú á síðasta aðalfundi
deildarinnar, eftir tveggja ára
starf. Þetta voru mörgum Vals-
mönnum ill tíðindi, svo vel hefur
Björn starfað og haldið á spilun-
um þetta tímabil, að vanskipað
yrði sæti hans. Hann sjálfur og við
hin verðum þó að trúa því að mað-
Björn Carlsson, „herforinginn“ sigursæli.
ur komi manns í stað, og engu er
að vantreysta þar sem við tekur
Elías Hergeirsson.
Þótt Björn hafi komið til félags-
ins fátækur af félagslegri reynslu
í knattspyrnufélagi, hefur hann
samt unnið upp það sem kann að
hafa á skort um félagsmálareynslu,
með slíkum eldlegum áhuga að
þess munu fá dæmi. Ekkert var
honum óviðkomandi er snerti
knattspyrnumenn Vals. Hann
vissi allt sem vitað varð um Knatt-
spyrnudeildina og það líf sem þar
iðaði, einfaldlega af því að hann
fylgdist með öllu sem var að ger-
ast, hann var alltaf til staðar þeg-
ar eitthvað var um að vera. Með
þessu vann hann sér traust allra
í deildinni ekki aðeins þeirra sem
voru með honum í stjórninni, en
einnig leikmanna eldri sem yngri.
Það verður heldur ekki annað sagt
en að þessi tvö síðustu ár hafi ver-
ið mikil sigurganga hvað knatt-
spyrnuna snertir. Lengi mun þess
minnst þegar hann kallaði menn
sína saman í fyrrahaust og eggj-
aði þá lögeggjan fyrir bikarkeppn-
ina, kannaði síðan lið sitt, og menn
vita árangurinn. Því var haldið
fram hér í blaðinu í fyrra að með
þrumuræðu sinni hafi Björn raun-
verulega unnið bikarkeppnina!
Það er því hægt að segja að Björn
hafi „komið, séð og sigrað" þetta
tímabil sem hann hafði forustu í
knattspyrnudeildinni.
I tilefni af því að Björn lé af
störfum í deildinni — í bili — þótti
Valsblaðinu rétt að rabba svolítið
við hann um þessi 2 ár.
Hvernig vildi það til að þú tókst
að þér formennskuna?
Það voru víst einhver vandræði
með formann, og Páll Guðnason og
Úlfar Þórðarson nefndu þetta við
mig, en ég vildi ekki. Þá er það að
Úlfar biður mig að tala við sig á
lækningastofunni, sem ég og geri.
Talaði Úlfar þá svo fyrir þessari
stöðu að það var eins og ég mætti
þakka fyrir að fá svona luxus-
stöðu. Þetta væri dásamlegt starf,
bara að vera formaður og ekkert
annað. Þetta liggur allt hreint og
klárt fyrir, það vantar bara þjálf-
ara í alla flokka, en þú hefur
frjálsar hendur með það, að sjálf-
sögðu.
Það þurfti svo ekki að tala meira
um þetta, það væri afráðið.
Ég var orðinn eins og í leiðslu,
þarna inni hjá honum. Viðskipta-
vinirnir biðu eftir afgreiðslu, á
meðan Úlfar var í óða önn að
hamra til nýjan formanninn, og
hafandi samúð með fólkinu sem
beið, og svo hinu að vera ekki að
slá af mér þessu kostaboði, sem
sennilega biðist ekki á næstunni,