Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 62

Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 62
60 VALUR Siguröur Sigurðsson: Komið þið sæl. (Fyrsta myndin, sem tekin er af Sigurði beint af skerminum. úrslitaleik heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, sé vonlaust um sig- ur, þessvegna létti hinum fjöl- mörgu ensku áhorfendum á Wembleyleikvanginum nokkuð, þegar Þjóðverjar skoruðu, en á- horfendur voru eins margir á Wembley, og þar rúmast, eða 100.000. Sjö mínútum síðar tókst Englendingum að jafna, og var það Hurst sem skoraði, og þannig var staðan í hálfleik, þrátt fyrir ákafan sóknarleik af beggja hálfu. Er síðari hálfleikur hafði stað- ið í 32 mínútur tókst Englending- um loks að skora. Peters innherji skoraði laglegt mark, og ætlaði þá allt um koll að keyra á áhorfenda- pöllunum. Tíminn leið, og þrátt fyrir góðan sóknarleik af hálfu Þjóðverja hélzt staðan þannig, og fólk taldi mínúturnar, 10 mínútur til leiksloka, 5, 3, 2 og 1, aðeins hálf mínúta til leiksloka, og Eng- lendingar vissir um sigur, en þá gerist það óvænta. Dienst dómari frá Svisslandi dæmir aukaspy-rnu á Englendinga nálægt vítateigs- línu og var þetta talinn strangur dómur. Skipti það engum togum, að Weber, framvörður Þjóðverja, skorar og jafnar metin, 2 mörk gegn 2. I sama mund flautar dóm- arinn til leiksloka. Var nú framlengt í 2x15 mínút- ur, og er leikið hafði verið í 11 mínútur á Hurst hörkuskot í þver- slá, knötturinn hrekkur með ofsa- hraða niður á marklínu, dómari leitar álits línuvarðar, og taldi hann að mark hafi verið löglega skorað. Margir eru á þeirri skoð- un, að sovéski línuvörðurinn hafi haft rangt fyrir sér og að hann hafi engan veginn getað verið viss um að boltinn hafi farið allur inn fyrir línu, en dómarinn tók úr- skurðinn gildan, og Englendingar náðu enn forystu. Englendingar bættu svo fjórða markinu við í síð- ari hálfleik framlengingar, og enn var það Hurst sem skoraði. Fögn- uður leikmanna og áhorfenda var geysilegur, og ekki sáust þreytu- merki á sigurvegurunum, sigur- gleðin var öllu yfirsterkari. Knattspyrna hefur nú verið iðkuð skipulega í Englandi í 103 ár, en Englendingar hlutu nú í fyrsta skipti heimsmeistaratitil í knattspyrnu, og er gleði ensku leikmannanna og áhorfendanna því vel skiljanleg. Strax að leik loknum afhenti Elísabet Bretlandsdrottning fyrir- liða enska liðsins, Bobby Moore, gullstyttuna frægu, sem kennd er við Julet Rimet. Lokakeppni heimsmeistara- keppninnar stóð í þjár vikur, fyrsti leikurinn var leikinn á sama stað 30. sama mánaðar. Leik- ið var á sex völlum öðrum, í Birm- ingham, Sheffield, Liverpool, Man- chester, Middlesbrough og Sunder- land. Alls seldust 1.459.033 aðgöngu- miðar að leikjunum, og er það meiri aðsókn en var að Olympíu- leikunum, sem haldnir voru í Lundúnum árið 1948. Alls voru 89 mörk skoruð í loka- keppninni. Af einstaklingum skor- aði Eusebio frá Portúgal flest mörk eða 9, þar af 4 úr vítaspyrn- um, Haller, Þýzkalandi, skoraði 5 mörk, Beckenbauer, Þýzkalandi, Bene, Ungverjalandi, Hurst, Eng- landi og Porkuyan frá Rússlandi fjögur mörk hver. Lið Portúgala skoraði flest mörk einstakra flokka, eða 17, Þjóðverjar skoruðu 15, Englendingar 11, Sovétmenn 10 og Ungverjar 8 mörk. Sigurður Sigurðsson. | VEIZTU ? að Björn Júlíusson miðvörðurímeistara- flokki Vals, lék 150. leik sinn í sama leiknum og- Árni Njálsson lék sinn 200. * að um árið 100 var knattleikurinn þekkt- ur undir nafninu Futebale (football), og var vinsælli í Englandi en nokkur önnur íþróttagrein. Hinrik 2. sem sat að völdum þar 1154-1189 varð alvar- lega hugsandi yfir því að þegnar hans spörkuðu fremur knetti en að æfa hina hemaðarlega þýðingar- miklu list, bog-fimina, og bannaði al- gjörlega leikinn. Undirstrikaði hann svo bannið að tilkynna að fangelsi biði þeirra sem brytu það og þeirra sem lánuðu land fyrir leikinn. * að fjögur hundruð árum síðar, sendu knattspyrnuáhugamenn skjal til Jakobs I. Stuarts, ríkti 1566-1625, þar sem hann mildilegast er beðinn að fella niður bannið á knattspyrn- unni frá dögum Hinriks konungs annars. Hann varð við þessari beiðni og gaf knattspymunni blessun sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.