Valsblaðið - 24.12.1966, Side 62
60
VALUR
Siguröur Sigurðsson: Komið þið sæl. (Fyrsta myndin, sem tekin er af Sigurði beint
af skerminum.
úrslitaleik heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu, sé vonlaust um sig-
ur, þessvegna létti hinum fjöl-
mörgu ensku áhorfendum á
Wembleyleikvanginum nokkuð,
þegar Þjóðverjar skoruðu, en á-
horfendur voru eins margir á
Wembley, og þar rúmast, eða
100.000. Sjö mínútum síðar tókst
Englendingum að jafna, og var
það Hurst sem skoraði, og þannig
var staðan í hálfleik, þrátt fyrir
ákafan sóknarleik af beggja hálfu.
Er síðari hálfleikur hafði stað-
ið í 32 mínútur tókst Englending-
um loks að skora. Peters innherji
skoraði laglegt mark, og ætlaði þá
allt um koll að keyra á áhorfenda-
pöllunum. Tíminn leið, og þrátt
fyrir góðan sóknarleik af hálfu
Þjóðverja hélzt staðan þannig, og
fólk taldi mínúturnar, 10 mínútur
til leiksloka, 5, 3, 2 og 1, aðeins
hálf mínúta til leiksloka, og Eng-
lendingar vissir um sigur, en þá
gerist það óvænta. Dienst dómari
frá Svisslandi dæmir aukaspy-rnu
á Englendinga nálægt vítateigs-
línu og var þetta talinn strangur
dómur. Skipti það engum togum,
að Weber, framvörður Þjóðverja,
skorar og jafnar metin, 2 mörk
gegn 2. I sama mund flautar dóm-
arinn til leiksloka.
Var nú framlengt í 2x15 mínút-
ur, og er leikið hafði verið í 11
mínútur á Hurst hörkuskot í þver-
slá, knötturinn hrekkur með ofsa-
hraða niður á marklínu, dómari
leitar álits línuvarðar, og taldi
hann að mark hafi verið löglega
skorað. Margir eru á þeirri skoð-
un, að sovéski línuvörðurinn hafi
haft rangt fyrir sér og að hann
hafi engan veginn getað verið viss
um að boltinn hafi farið allur inn
fyrir línu, en dómarinn tók úr-
skurðinn gildan, og Englendingar
náðu enn forystu. Englendingar
bættu svo fjórða markinu við í síð-
ari hálfleik framlengingar, og enn
var það Hurst sem skoraði. Fögn-
uður leikmanna og áhorfenda var
geysilegur, og ekki sáust þreytu-
merki á sigurvegurunum, sigur-
gleðin var öllu yfirsterkari.
Knattspyrna hefur nú verið
iðkuð skipulega í Englandi í 103
ár, en Englendingar hlutu nú í
fyrsta skipti heimsmeistaratitil í
knattspyrnu, og er gleði ensku
leikmannanna og áhorfendanna
því vel skiljanleg.
Strax að leik loknum afhenti
Elísabet Bretlandsdrottning fyrir-
liða enska liðsins, Bobby Moore,
gullstyttuna frægu, sem kennd er
við Julet Rimet.
Lokakeppni heimsmeistara-
keppninnar stóð í þjár vikur,
fyrsti leikurinn var leikinn á
sama stað 30. sama mánaðar. Leik-
ið var á sex völlum öðrum, í Birm-
ingham, Sheffield, Liverpool, Man-
chester, Middlesbrough og Sunder-
land.
Alls seldust 1.459.033 aðgöngu-
miðar að leikjunum, og er það
meiri aðsókn en var að Olympíu-
leikunum, sem haldnir voru í
Lundúnum árið 1948.
Alls voru 89 mörk skoruð í loka-
keppninni. Af einstaklingum skor-
aði Eusebio frá Portúgal flest
mörk eða 9, þar af 4 úr vítaspyrn-
um, Haller, Þýzkalandi, skoraði 5
mörk, Beckenbauer, Þýzkalandi,
Bene, Ungverjalandi, Hurst, Eng-
landi og Porkuyan frá Rússlandi
fjögur mörk hver. Lið Portúgala
skoraði flest mörk einstakra
flokka, eða 17, Þjóðverjar skoruðu
15, Englendingar 11, Sovétmenn
10 og Ungverjar 8 mörk.
Sigurður Sigurðsson.
| VEIZTU ?
að Björn Júlíusson miðvörðurímeistara-
flokki Vals, lék 150. leik sinn í sama
leiknum og- Árni Njálsson lék sinn
200.
*
að um árið 100 var knattleikurinn þekkt-
ur undir nafninu Futebale (football),
og var vinsælli í Englandi en nokkur
önnur íþróttagrein. Hinrik 2. sem sat
að völdum þar 1154-1189 varð alvar-
lega hugsandi yfir því að þegnar
hans spörkuðu fremur knetti en að
æfa hina hemaðarlega þýðingar-
miklu list, bog-fimina, og bannaði al-
gjörlega leikinn. Undirstrikaði hann
svo bannið að tilkynna að fangelsi
biði þeirra sem brytu það og þeirra
sem lánuðu land fyrir leikinn.
*
að fjögur hundruð árum síðar, sendu
knattspyrnuáhugamenn skjal til
Jakobs I. Stuarts, ríkti 1566-1625,
þar sem hann mildilegast er beðinn
að fella niður bannið á knattspyrn-
unni frá dögum Hinriks konungs
annars. Hann varð við þessari beiðni
og gaf knattspymunni blessun sína.