Valsblaðið - 24.12.1966, Side 67
VALUR
65
Draumur hvers fyrirliða: A'ð vinna leik, að vinna mót. Hér rættist draumur Árna Njálssonar, fyrirliða Vals, form. KSÍ
hefur afhent honum íslandsbilcarinn 1966.
Arni Njálsson lék 200
Á þessu hausti, eða nánar til-
tekið í leiknum við Akureyri í Bik-
arkeppninni, lék Árni Njálsson
200. leik sinn í meistaraflokki.
Ekki þarf að kynna Árna fyrir
Valsmönnum, hann er öllum sem
hann sjá í leik, eftirminnilegur
fyrir kraft sinn, hraða og hörku-
vilja, eiginleikar sem sá verður að
hafa sem ætlar að ná árangri í
knattspyrnu.
1 tilefni af þessu atviki hittum
við Árna að máli og lögðum fyrir
hann nokkrar spurningar:
Skemmtilegasti leikur sem þú
hefur leikið?
Ég held það sé leikur tilrauna-
landsliðs við Dynamó Kiev 1957.
Við unnum þann leik 4:3. Lið okk-
ar sýndi mjög góða knattspyrnu,
nú og svo var það leikurinn við
Dani þegar við gerðum jafntefli
við þá 1:1, það var 1959.
Átakanlegustu og leiðinlegustu
leikir?
Æ, þeir voru svartir leikirnir
við KR um 1960 þegar við vorum
að tapa með 6:0 og 7:1, það var
óskapleg hörmung að vera með í
því.
leik sinn í haust
Eftirminnilegustu leikir ?
Þeir eru í rauninni margir, en
ég held að einna eftirminnilegasti
leikurinn sem ég hefi verið með í
sé þegar við lékum gegn Nieder-
Saksen frá Þýzkalandi, en Albert
Guðmundsson var þar með, og
mörkin sem hann skoraði í þeim
leik verða mér ógleymanleg. Ég
man líka eftir öðrum leik þar sem
Albert var með og var það móti
Fram, það er aðeins ein mínúta til
leikhlés, og það er dæmd víta-
spyrna á Val, en sá sem tekur
spyrnuna skaut í stólpann og
hrökk knötturinn til Alberts, sem
var kominn aftur í vörnina. Flestir
hefðu, svona til að „bjarga" spark-
að allt hvað af tók langt í burt, og
það gerði Albert einnig, en hann
gerði meira. Hann vissi að flestir
Framaranna voru komnir inná
vallarhelming Vals, og með leiftur-
hraða athugar hann leikstöðuna,
og öskrar til Björgvins Daníels-
sonar að fara af stað, og það skipt-
ir engum togum, hann spyrnir
knettinum á eftir honum, og það
skeikaði ekki, knötturinn kom nið-
ur þar sem Björgvin var, kominn
innfyrir alla, þetta var varla minna
en 50 m spyrna, og hann skorar!
Hvenær lékst þú fyrst með
meistaraf lokki ?
Það var 1953 og þá lék ég sem
útherji, og var heppinn, skoraði
mark, var þá aðeins 16 ára gamall.
Hugrenningar um að hætta eða
bæta 100 við?
Hef engar hugrenningar um það,
hætti þegar minn tími er kominn,
og engar áætlanir, hef gaman af
þessu enn. F.H.
VALSMENIM!
Þegar þið þurfið að minnast látinna
vina ykkar, þá munið Minningarsjóð
Kristjáns Helg’asonar. Minningarspjöld-
in fást í Bókabúð Braga í Hafnarstræti.
VEIZTU ?
að í upphafi hét Fram Fótboltafélagið
Kári, það var stofnað 1. maí 1908,
en ári síðar var því breytt í Knatt-
spyrnufélagið Fram (Framblaðið).