Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 68

Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 68
66 VALUR Benedikt G. Waage. Heiðursforseti íþróttasambands íslands, Benedikt G. Waage, andað- ist þ. 8. nóv. sl. Með Benedikt er genginn einn þeirra brautryðjenda sem af ást og áhuga fórnuðu í- þróttunum ótrúlega stóran hluta af ævi sinni, og enginn mun hafa komizt lengra í því en einmitt Benedikt. Hann var 78. aldursári þegar hann lézt, og var virkur í samtökum íþróttamanna í meira en 60 ár. Á yngri árum var Bene- dikt góður íþróttamaður, og kom víða við um iðkun íþrótta. Fljót- lega voru honum falin forustu- störf í íþróttasamtökum, og um skeið var hann formaður ÍR (5 ár) og KR (3 ár). Mest kom hann þó við sögu heildarsamtakanna: Iþróttasambands Islands, en í stjórn þess var hann kjörinn 1915, og var fyrstu árin sem gjaldkeri og varaforseti, en 1926 var hann kjörinn forseti ISI og var það ó- slitið til ársins 1962. Þegar hann lét af því starfi var hann kjörinn fyrsti heiðursforseti ÍSÍ. Það lætur að líkum að hann hafi á þessu langa tímabili komið víða við, og lagt mörgum málum lið, sem þegar hafa séð dagsins ljós. Mörg þeirra þó fyrir harða bar- áttu og langa, þó þau nú þyki sjálf- sögð. En þannig er það með for- ustumanninn, hann verður að berjast lengi fyrir því „sjálf- FALLNIR ÍÞRÓTTA- Erlingur Pálsson. Erlingur Pálsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, andaðist hér í Reykjavík 22. okt. s.l. Hann hefur verið um langt skeið einn af for- ustumönnum íþróttahreyfingar- innar snjall sundmaður á sínum tíma. Sund varð honum Hka hug- leiknust allra íþrótta, enda varð hann fyrir áhrifum frá föður sín- um Páli Erlingssyni, sem kalla má föður nútíma sundíþróttar á ís- landi. Hann stundaði sundnám í Lon- don 1914 og tók þar sundkennara- próf og prófdómarapróf. Hann var um langt skeið aðstoðarmaður föð- ur síns, eða á árunum 1909 til 1918. Árið 1915 fékk hann styrk frá ríkinu til að kenna skólanemendum í Reykjavík, sjómönnum og sund- kennurum sund- og lífgunartil- raunir. Erlingur var einn þeirra, sem fóru í sjó á vetrum og syntu þar og hann tók oft þátt í Nýárssund- inu. I kappsundum var hann á ár- unum 1911 til 1926 mjög sigursæll, og hann vann sér það til ágætis að synda úr Drangey og til lands, og ef svo má segja sanna sögu Grettis. Erlingur kom mjög við sögu fé- lagsmála í íþróttum, og hafði þar forustu víða. Hann var um skeið formaður Sundfélags Reykjavíkur, formaður Sundráðs Reykjavíkur í fjölda ára, forseti Sundsambands- ins frá stofnun þess. Varaforseti Iþróttasambands Islands var hann í 18 ár. Hann tók þátt í mörgum nefnd- arstörfum fyrir Iþróttahreyfing- una, var tíðum fararstjóri flokka, sem ferðuðust til annarra landa, þ.á.m. aðalfararstjóri íslending- inganna á Olympíuleikunum í Lundúnum 1948. Erlingur varð lögreglumaður rösklega tvítugur að aldri, stund- aði nám við lögregluskóla í Kaup- mannahöfn, og sótti oft námskeið í ýmsum greinum lögreglumála er- lendis. Erlingur Pálsson var fæddur í Áshrauni á Skeiðum 3. nóv. 1895 og var því nær 71 árs er hann lézt. Hér er Erlingi þakkað samstarf um langan tíma í stjórn íþrótta- sambands Islands og víðar. F. H. sagða.“ Hér er ekki rúm til að drepa á öll þau málefni, sem hann beitti sér fyrir. Þáttur Benedikts í sögu íþróttanna á Islandi er merkur og ber áhugamanninum fagurt vitni. Um 20 ára bil hefur Benedikt átt sæti í alþjóða-Olympíunefnd- inni, sem hefur yfirumsjón með Olympíuleikunum. — Á árunum 1951—’61 var hann íþróttaráðu- nautur Reykjavíkurborgar. Bene- dikt vann mikið að útgáfu íþrótta- bóka, þó til þess væri sjaldnast veittur sá styrkur, sem nauðsyn- legur var. Má þar nefna heilsu- fræði íþróttamanna, fyrstu knatt- spyrnulög ÍSl, sundbókar ISÍ o.fl. bóka og reglna. Hann ritstýrði íþróttablaðinu Þrótti um 5 ára skeið, og fór orð af því blaði, og margar greinar skrifaði hann í blöð og tímarit. Allir Valsmenn þakka þessum látna forustumanni fórnfúst starf fyrir æsku Islands, og votta hon- um dýpstu virðingu. F. H.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.