Valsblaðið - 24.12.1966, Page 71
VALUR
69
DANIEL ÞORKELSSON:
— „Skrýtið, sr. Friðrik
þótti það ekkert miður
hó Vaiur tapaði við og við((.
Daníel Þorkelsson, núverandi
málarameistari hér í borg, var mið-
herji í liði því, sem vann fyrsta
mótið fyrir Val, en það var 2. fl.
1919, og báðum við hann að rifja
upp, ef hann myndi eitthvað frá
því móti eða þeim dögum. Daníel
varð vel við þessari beiðni, og fer
það hér á eftir:
Ég er nú því miður búinn að
gleyma miklu frá þessum árum,
því ég hef ekkert skrifað hjá mér
af því, sem þá gerðist í knattspyrn-
unni.
Þetta var meira í þá daga þátt-
ur í daglegum leikjum okkar strák-
anna en að um skipulagða íþrótt
væri að ræða. Eigi að síður var
alltaf gaman að taka þátt í þess-
um leik að vera með.
Það merkilega var að ég átti
heima á æskuárum mínum við
Bræðraborgarstíginn inni í miðju
áhrifa-svæði KR-inganna, og það
var aldrei um annað að ræða en að
vera Valsmaður, þrátt fyrir það.
an, og varð af mikil þröng og læti
og ýtti hver sem betur gat, KR-
ingar frá marki sínu, en Valsmenn
inn í markið og það þótt ekki væri
vitað hvar knötturinn væri í þess-
ari iðandi kös. Þegar svo úr þessu
greiddist kom í ljós, að knöttur-
inn var kominn inn fyrir mark-
línuna og dæmdi þessi enski sjó-
liðsforingi mark. Það var varla
tími til að byrja aftur leikinn, svo
lítið var eftir ,og vann Valur þvi
í þessum þriðja úrslitaleik með 3 :2.
Hófust nú upp mikil gleðióp við
austanverðan völlin og heyrðist
ekki mannsins mál í þessum látum.
Að vestanverðu kváðu við reiði-
og óánægjuóp yfir þessum úrslit-
um, en við sjóliðsforingjann úr
sjóher brezka heimsveldisins þýddi
Við vorum mikið saman, Viggo
heitinn Þorsteinsson, og stofnuð-
um við sitt hvort félagið þarna
vesturfrá, og hét mitt félag Bald-
ur, en hans Bragi. Var aðaltil-
gangurinn með þessari félagsstofn-
un að fá meiri tilbreytni í lífið og
efna til keppni milli þeirra, það
var meira varið í það en að sparka,
eða skipta liði á einhverju svæð-
inu. Það var mikið að gera þegar
leikirnir áttu að fara fram, sem
venjulega var á sunnudögum.
Um morguninn var haldinn
fundur til þess að raða niður í lið-
ið og safna því saman, og ákveða
leikstað, sem oftast var á leikvelli
við Túngötuna.
Ég man alltaf eftir því þegar
mitt lið kom til leiks með hvítan
borða yfir þvert brjóstið með á-
letruðu nafni félagsins, Baldur, og
þótti okkur mikið til borðanna
koma, og þeir vöktu athygli þeirra
sem á horfðu.
Ég fór aldrei í sveit á sumrum,
ekkert að sakast, hann hafði dæmt
sinn dóm.
Eftir leikinn urðu nokkur blaða-
skrif um leikinn, þar sem því var
haldið fram, að tíminn hefði verið
búinn, þegar síðasta markið kom,
en ekkert varð meira úr því. Við
fórum svo norður með piltana,
sem þarna léku og liðtækir voru í
fyrsta flokkinn. Sú för var ævin-
týri líkust, en um hana hefur Öl-
afur Sigurðsson skrifað í eitt af
afmælisblöðum Vals, ég held 25
ára ritið.
En þessi leikur annars flokks
milli KR og Vals verður mér alltaf
einn minnisstæðasti leikur Vals,
sem ég hef séð.
F. H.
Daníel Þorkelsson. Einn þeirra, sem
braut isinn og gaf Val trú á tilveru sina
aftur.
og því var þetta aðalskemmtunin,
og í þetta hlaupið milli þess að við
vorum að breiða fisk á stakkstæð-
um, sem víða voru í þá daga, og
til þess viðraði.
Ég var félagi í U.D. í KFUM og
tók þátt í því sem þar var að ger-
ast, og æfði því með Val á svæði
þeirra, þar sem nú er Melavöllur.
Æfingarnar í þá daga voru held-
ur skipulagslausar, og það sem
mest vantaði var stjórnandi, sem
hélt uppi lögum og reglum og ein-
hvern, sem sagði til hvernig leika
ætti og hvernig ætti að fara með
knöttinn. Þetta þekktist eiginlega
ekki. Æfingarnar einkenndust af
því að allir vildu gera mark, og
allir vildu vera þar sem knöttur-
inn var, til þess að geta náð í hann
og komið við hann. Menn skildu
ekki þetta ,,manntafl/‘ Dugnaður
var nógur og áhugi, en árangur
varð ekki að sama skapi vegna
þess að fræðsluna vantaði. Við
Valsstrákarnir litum alltaf upp til
Framara, sem okkur fannst leika
langbezt af félögunum hér.
Þetta ár sem við unnum mótið
mun Magnús Guðbrandsson hafa
helst verið með okkur og stjórnað
æfingum. Stefán Ólafsson var okk-
ur líka mjög hjálplegur, en hann