Valsblaðið - 24.12.1966, Side 72

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 72
70 VALUR HELLAS SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 - SÍMI 15196 var í þá daga ágætur markmaður. Ég man nú ekki mikið úr þessu móti þegar við unnum, en ég man að það var mikil gleði í hópnum, og þegar á eftir var haldið til ljós- myndarans til þess að festa við- burðinn á mynd, og er sú mynd til, og farið var til kaffidrykkju í KFUM á eftir. Ég man þó eftir leik við Víking, vegna þess að völlurinn var svo blautur og forarleðjan svo mikil að það tók okkur næstum í ökla, og að við komum ekki knettinum nema fáa metra, þótt við legðum alla orku í spyrnuna. Um þetta leyti var ég farinn að leika með í fyrsta flokki, og varð að fá undanþágu fyrir mig, þar sem ég var of ungur. Annars haml- aði mannfæð mjög æfingum og getu í leikjum á þessum árum, þeg- ar hinir eldri voru að hætta og þeir yngri að taka við. Annars held ég að sigur annars flokks hafi haft töluverð örvandi áhrif á fé- lagslífið í Val, þó miklir sigrar kæmu ekki strax. Ég lék með fyrsta flokki næstu tvö árin, og ég verð að segja það að það var dá- lítið skrýtið með Val hvað mér fannst ólánið elta liðið hvað eftir annað. Það var eins og það vant- aði aðeins herslumuninn. Á það má líka benda að Valur hafði ekki eins góða aðstöðu og t.d. KR og Fram. Þau félög notuðu gamla völlinn, en þar var búningsskúr, en við urðum að notast við steina til að leggja fötin okkar á. Á það má líka benda að æfingartíminn var ákaflega stuttur, en þá var byrjað að æfa í maí, og endað í ágúst, svo það var ekki von á miklum árangri. Ég er ekki frá því að Valur hafi misst nokkra ágæta menn einmitt fyrir þennan aðstöðumun, því sem kunnugt er fóru nokkrir úr Val, sem síðar urðu stór nöfn í öðrum félögum. Þá er vert að geta þess að ég tel að það hafi verið Guðmundur H. Pétursson, sem byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hjá Val, og hann tók að afla sér haldgóðrar þekkingar á knattspyrnuíþrótt- inni og miðla henni til félags- manna yfirleitt. Eftir það skapað- ist meiri festa í æfingarnar og leikina, og piltarnir fengu fljót- lega meiri festu, bæði í æfingum og leik, sem svo smámsaman þroskaðist í leik hinna yngri, sér- staklega, sem leiddi síðar til mun betri knattspyrnu og skilnings á henni, sem síðar færði Val svo marga sigra. Alltaf þótti okkur strákunum það dálítið undarlegt að séra Frið- rik Friðriksson, sem alltaf var með okkur annað slagið, þótti það ekkert miður þó Valur tapaði við og við, og kom þar fram hugsjóna- maðurinn, sem við skildum ekki þá. Hann leit á sigur og töp sem meðal til þroska og manndóms, og það veganesti var séra Friðrik alltaf að afla drengjunum sínum, eftir ýmsum leiðum, í leik, viðræð- um og ýmsu öðru úti og inni. Ég minnist með ánægju þessara ára, sem ég var í Val, sem voru að vísu ekki mörg, því ég fór til náms erlendis 1922, og var þar í nokkur ár, og þegar heim kom, ílentist ég ekki í knattspyrnunni aftur. Þá voru það önnur hugðarefni, sem tóku hugann, en það er nú önnur saga. F. H.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.