Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 6
4
VALSBLAÐIÐ
Reykjavíkurmeistarar
1970. 5. fl. C. — Fremri
röð frá vinstri: Stefán
Unnarsson, Leifur
Benediktsson, Kristján
Jónsson, Brynjar Guð-
mundsson, Arnar
Hilmarsson, Jón Ein-
arsson, Daniel Björns-
son. Aftari röð frá
vinstri: Róbert Jóns-
son þjálfari, Guðsteinn
Eyjólfsson, Gústaf
Gústafsson fyrirliði,
Sigurður Sveinbjörns-
son, Jón Kristjánsson,
Ómar Kristjánsson,
Atli Björnsson, Ásgeir
Reynisson, Jörundur
Jóhann Möller,
Brynjar Harðarson og
Björn Hafsteinsson
þjálfari.
■ • ■„
ára og Páll Guðnason 50 ára, var
hann sæmdur gullhnöppum Vals, og
Sigfús Halldórsson.
I tilefni af 50. þingi í. S. í. var
efnt til almennrar íþróttahátíðar,
þeirrar mestu, sem hér á landi hefur
verið háð. Lét Valur ekki sinn hlut
eftir liggja að svara kalli heildar-
samtakanna af þessu tilefni. Var
þátttaka Vals í hátíð þessari félag-
inu til hins mesta sóma.
Eins og undanfarin sumur vann
unglingaflokkur á vegum borgarinn-
ar á félagssvæðinu að ýmiskonar lag-
færingu og snyrtingu. Ber vissulega
að þakka borgaryfirvöldunum fyrir
slíkt framlag. Auk þess var og unnið
að ýmsum öðrum framkvæmdum á
félagssvæðinu.
Eins og að líkum lætur er hér að-
eins drepið á það helzta, sem gerzt
hefur í félagsstarfinu og snýr eink-
um að stjórn félagsins. Umsvifin eru
ærin í svo miklu og margþættu fé-
lagsstarfi, sem innan Vals, umsvif
sem verða æ meiri og meiri með
hverju ári og að sama skapi eykst
vandi þeirra og vinna, sem í stafni
standa, hverju sinni. En nánar um
störfin í skýrslum deilda og aðal-
stjórnar er á aðalfundina kemur. En
minna má á það að lokum að næsta
ár hefur Valur starfað í 60 ár. Nefnd
hefur þegar verið skipuð af því mikla
tilefni, þannig: Ægir Ferdinandsson
formaður, Frímann Helgason, Þórar-
inn Eyþórsson, Friðjón Friðjónsson
og Einar Björnsson.
Vítaspyrna,
var fyrst tekin upp hjá írska Knatt-
spyrnusambandinu á keppnistímabilinu
1891—1892.
Núverandi regla um að markmaður
skuli standa kyrr á marklínu kom á
árinu 1929.
Úr skýrslu
knattspyrnudeildar
Stjórnin:
Stjórnin, sem nú skilar af sér störfum,
var kosin á aðalfundi deildarinnar í
febrúar sl.
Formaður var kjörinn Karl Jeppe-
sen. Aðrir stjórnarmeðlimir skiptu þann-
ig með sér verkum: Björn Carlsson,
varaformaður, Gísli Sigurðsson, ritari,
Elías Hergeirsson, gjaldkeri, Torfi
Magnússon, spjaldskrárritari.
Varastjórn: Sigurður Marelsson,
Svanur Gestsson og Þorsteinn Frið-
þjófsson.
Gísli var fjarverandi yfir sumartím-
ann vegna atvinnu úti á landi. Sigurður
gegndi ritarastörfum á meðan. Torfi var
einnig fjarverandi í sumar og tók Svan-
ur hans sæti í stjórninni. Haldnir voru
24 bókaðir fundir. Varamenn voru boð-
aðir á alla fundi.
Fulltrúar K. R. R.
Aðalfulltrúi: Einar Björnsson.
Varafulltrúi: Friðjón B. Friðjónsson.
Æfingar og þjálfun:
Þjálfarar voru Árni Njálsson fyrir
mfl. og 1. flokk. Þorsteinn Friðþjófsson
og honum til aðstoðar Geir Guðmunds-
son með 2. flokk. Lárus Loftsson og
honum til aðstoðar Guðlaugur Björgvins-
son með 3. fl. Helgi Loftsson og honum
til aðstoðar Lárus Loftsson með 4. flokk.
Og loks Róbert Jónsson og honum til
aðstoðar Björn Hafsteinsson með 5.
flokk.
Æfingasókn var góð í öllum flokkum
og margir æfingaleikir bæði úti og inni.
Ferðalög innanlands:
Vegna þátttöku í iandsmótum var far-
ið á eftirtalda staði:
2. flokkur á Akranes og Selfoss.
3. flokkur í Keflavík og Hafnarfjörð.
4. flokkur á Selfoss og Vestm.eyjar.
5. flokkur í Sandgerði, Keflavík og
V estmannaeyj ar.
Vegna þátttöku í bikarkeppni:
Meistaraflokkur til Norðfjarðar.
1. flokkur til Keflavíkur.
Meistaraflokkur fór til Isafjarðar um
hvítasunnuna og lék þar tvo leiki við
Í.B.Í. í tilefni 10 ára afmælis banda-
lagsins.
Valur sigraði í báðum leikjunum, 3-1
og 3-2.
3. flokkur fór einnig til ísafjarðar í
sumar og lék þar tvo leiki og sigraði
í báðum.
Þessar ísaf jarðarferðir báðar voru
félaginu til sóma og væri æskilegt að
þær héldu áfram næsta sumar.
1 landsleikjum og úrvalsleikjum léku
eftirtaldir menn:
Landsleikir: Þorsteinn Friðþjófsson og
Þórir Jónsson.
Unglingalandsliðsleikir: Árni Geirs-
son, Róbert Eyjólfsson, Ingi Björn Al-
bertsson og Helgi Björgvinsson.
Úrvalslið: Þorsteinn Friðþjófsson.
Iþróttahátíð I. S. I
Piltar úr öllum yngri flokkum Vals
léku með úrvalsliði frá Reykjavík í
knattspyrnumóti hátíðarinnar.
Jónsbikarinn:
Jónsbikarinn var afhentur í 7. sinn
nú og hlaut 4. flokkur hann að þessu
sinni.
Fundir:
Nokki'ir fundir voru haldnir með
flokkunum, sýndar myndir og rætt við
piltana.
V erðlaunavei tingar
Eins og sl. ár veitti stjórn deildarinn-
ar verðlaunapeninga og verðlaunaskjöl
til handa keppendum Vals, sem unnu
mót í hinum ýmsu flokkum, þannig að