Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 41
VALSBLAÐIÐ 39 að láta knöttinn líða rétt yfir mark- manninn og inn í markið. Þetta var dásamlegt, og að sjálfsögðu förum við okkur ekki að neinu óðslega. Svo hefst leikurinn á ný og nú hamast allir í báðum liðum. Það er leikið „maður á mann“ og mikil læti bæði á velli og utan vallar, og stendur þetta þar til blístra dómarans kvað við, leik var lokið. Við stóðum við það, sem við lofuðum, að sigra og sýna hvaða lið væri bezt! Mér finnst gaman að vera bæði í handknattleik og knattspyrnu, mér falla boltaleikir vel yfirleitt. Þó finnst mér að knattspyrnan eigi mest í mér. Ég er þó ekki búinn að gera það upp við mig hvar ég hafna, þeg- ar ég verð að velja á milli greinanna. Mér finnst félagslífið mjög batn- andi, menn eru að skilja, að það er nauðsynlegt að koma meira saman, efna til fleiri kaffifunda, og ég styð það fullkomlega. Mér finnst, að það ætti að gera meira að því að efna til ferða út um landið með flokkinn og keppa þar við heimamenn, það þjappar strákun- um meira saman. Þá vil ég segja frá því, að mér fannst dvölin á Laugarvatni ákaf- lega skemmtileg, og mætti vera lengri, en þetta voru aðeins tveir dag- ar. Ég vil svo að lokum óska Val alls hins bezta á komandi tímum og þá ekki sízt á afmælisárinu, sem nú fer í hönd. Hörður Hilmarsson, fyrirliði í 2. fl. karla, handkn.l. Ég er nú mjög bjartsýnn með framtíðina, við höfum leikið núna í haust 3 leiki og unnið alla, og í gær- kveldi unnum við leik, sem var fyrir- fram talið ómögulegt að vinna. Það er mikið af efnilegum strák- um, sem æfa vel. Nú er svo komið, að menn eru farnir að gera upp við sig, hvort þeir eigi að leika með í handknattleiknum eða knattspyrn- unni, svo nú er þetta að jafnast. Við höfum fengið úrvalsþjálfara, sem er Bjarni Jónsson, nú hef ég trú á liðinu og Bjarna, aldrei haft eins mikla trú á því og nú. Ég var ekki ánægður með liðið í fyrra, það byrjaði illa og félagsand- inn var ekki nógu góður. Strákarnir Noregsmeistarar Bru- munddalen I. L. í 2. fl. Fremri röð frá vinstri: Steinar Hestveen, Odd- var Dalby, Harald Berg, Fred Koar Han- sen, Tor Erik Jonsdal. Aftari röð frá vinstri: Knut Skar, Björn Olav Kristiansen, Knut Simensen, Björn Vidar Jonsdal, Siffurd Brandanger og Age Amundsen. Noregsmeistarar í öörum flokki i knattspyrnu heimsœkja Val í sumar Þessa dagana standa yfir samningar milli Vals og norska félagsins Brumund- dal IL. að það sendi annan flokk sinn í heimsókn til Vals á komandi sumri, og er svo ætlunin að annar flokkur Vals fari í heimsókn til Brumunddalen árið 1972. Þessi félög hafa áður unnið sam- an, og þá fyrir milligöngu okkar gamla og kæra Reidars Sörensen, sem þá var þjálfari liðsins og kom með því hingað, er það var hér 1956, en árið eftir fór svo annar flokkur Vals í heimsókn til þeirra og mun sú ferð öllum þeim er í henni tóku þátt ógleymanleg. Nú hefur Reidar enn haft forgöngu um samskipti félaga þessara, þó hann sé nú hættur þjálfun þar og er ekki annað vitað, þegar þetta er skrifað, en að af þessu verði. Þetta lið frá hinum litla bæ Brumund- dalen sem er í Hedmarken 130 km norð- austur af Oslo, er ekki af lakara taginu, því það vann sér það til ágætis að verða Noregsmeistarar í knattspyrnu nú í voru ekkert saman utan vallarins. Fundir voru allt of fáir eða aðeins einn og það í lokin. Ég held að það væri skemmtilegt og líklegt til árangurs, að flokkurinn færi keppnisferðir út á landið og keppti þar við heimamenn, og legg eg til og vona, að unnið verði að því á þessu nýbyrjaða keppnistímabili. Eins og ég sagði, var andinn held- ur lélegur og enginn baráttuvilji í liðinu. Það var því oftast þannig, að ýmist vorum við búnir að vinna fyrir- fram eða þá öruggir með að tapa. Nú er þessi hugsunarháttur gjörbreytt- ur, eins og leikirnir undanfarið hafa sýnt, sem sagt að það ómögulega er mögulegt. Ég var líka í öðrum flokki í knatt- spyrnunni í sumar og finnst mér, að þar hafi svolítið hliðstætt gerzt. haust, sigraði Víking með 2:1 eftir fram- lengdan leik. Til þess að ná til úrslitanna urðu þeir að leika 6 leiki og var marka- talan 26 gegn 1. Liðið fékk mjög góða dóma í blöðum, og í bréfi sem, Sörensen hefur sent hingað lætur hann þau orð falla að þetta lið leiki alveg sérstaklega góða knattspyrnu, og við sem þekkjum hann, vitum að hann er kröfuharður og gagn- rýninn á allt það er að knattspyrnu lýt- ur, svo þessi orð lians segja okkur meira en blaðaummæli og sögusagnir. Það er því ekkert smáverkefni, sem annar flokkur Vals á fyrir hendi að taka mannlega á móti þessum norsku meisturum, bæði utan vallar sem innan. Hann segir ennfremur, að þessir ungu norsku piltar reyki yfirleitt ekki, og að samheldni þeirra og öll framkoma sé al- veg óvenjuleg. — F. H. VX.I VALSMEMN! Vriu) )iid kiirleÍNÍr hvrr vi<) aim- aii á æfingum. í ka]i|ileikjum og livar srni ]iii) koinii) frani? Forilizf |ii<) hlótsyrdi eða Ij ót t ordlirag<) ■ saniski|ituni vid adra? Ef svo rr, þá crui) þii) g'ódir fulltrúar Vals. í byrjun var annar flokkur Vals talinn beztur hér í borg, en það fór þó svo, að A-lið flokksins vann ekk- ert einasta mót. Liðið var meira 11 einstaklingar, sem ekki náðu saman í leik nema á Akranesi og á Selfossi. Mér finnst, að eldri leikmenn ættu að gera meira að því að taka að sér þjálfun yngri flokkanna, þegar þeir hætta keppni í meistaraflokki. Það eru of fáir, sem taka að sér að þjálfa og leiðbeina. Þeir ættu að bæta við reynslu sína og taka þátt í nám- skeiðum erlendis, og miðla því svo til æskumanna félagsins. Ég vil svo að lokum hvetja til þess að félagslífið sé eflt á alla lund með skemmtikvöldum, kaffikvöldum, og ferðalögum. Við höfum aðstöðu til æfinga og félagslífs, og ég tel nauð- synlegt að nýta það til hins ýtrasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.