Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 67

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 67
VALSBLAÐIÐ 65 með tárin í augunum fyrir glæsilega unninn sigur. En meðan þessu fór fram, tók Matti spjótið í síðasta sinn í blóðuga hönd sér. Hann sveið í sárið, umbúðirnar voru alblóðugar, sólarhitinn var lam- andi, Matta leið bölvanlega. Hann tók sér stöðu á enda atrennubrautarinn- ar, spretti síðan hraðar úr spori en nokkru sinni áður, stakk við á fullri ferð og kastaði spjótinu af öllu því afli og fjaðurmagni, sem hann bjó yfir. Hann gerði það vegna Finnlands. Spjótið flaug hátt til lofts, hærra og lengra en það hafði nokkru sinni áður gert í þessari keppni. Og með þessu kasti, sem mældist 68,25 metrar, bar Matti óvæntan, en verðskuldaðan sig- ur úr býtum, þrátt fyrir meiðsli og lamandi hita. Þetta var stórkostleg keppni og lýsir vel ágætu keppnisskapi Matta Járvinens. En við skulum nú heyra hvað Matti hefur sjálfur að segja al- mennt um keppni í íþróttum: „Keppni hefur ávallt verið lífs- reynsla i mínum augum, þar hef ég fundið bezt æðaslátt lífsins. Það er ekki eðlilegt, ef íþróttamenn skortir sigurviljann, en jafn óeðlilegt er að taka þátt í keppni með sigurinn einan í huga. Ég álít að þráin eftir sigri sé samt mikilvæg; að reyna að gera sitt bezta og undirbúa sig rétt og sam- vizkusamlega. íþróttirnar hafa bæði veitt mér heiður og sæmd, langt um- fram það, sem ég hef átt skilið. íþróttamaður, sem iðkar íþróttir með frægðina eina í huga er alls ekki sannur íþróttamaður.-------- Fyrsta heimsmet sitt setti Matti Járvinen 1930, hann kastaði þá 72,38 metra og alls bætti hann heimsmetið tíu sinnum. Bezti árangur hans í spjót- kasti var 77,23 metrar. Matti varð Olympíumeistari í spjótkasti á Olymp- íuleikunum i Los Angeles 1932 og kastaði þá 72,71 metra og Evrópu- meistari 1934 og 1938 og kastaði 76,66 metra og 76,87 metra. Hann varð finnskur meistari í sex ár í röð 1929 til 1935. Nikkanen vann síðan fimm sinnum í röð, en Matti kom aftur og vann 1940 og 1942. Hann sigraði 16 sinnum í landskeppni fyrir Finnland eða oftar en nokkur Finni. Finnar hafa alla tíð átt frábæra spjótkastara og í dag á Finninn Jorma Kinnunen heimsmetið i þessari grein, hann kastaði 92,70 metra í fyrra, vissulega mun betri árangur en Matti náði, en margt hefur breytzt í 35 ár, bæði tækni, þjálfun og kastáhöldin. Hvað sem um einstök afrek verður sagt, var Matti Járvinen einstæður íþróttamaður og einvaldur í sinni í- þrótt, eins og landi hans Paavo Nurmi var á sínum tíma. Matti Járvinen dró sig ekki í hlé frá íþróttastarfi, þegar hann hætti keppni. Hann starfar mikið að félags- málum enn þann dag í dag. Hann nýt- ur þess að starfa með ungu fólki. Ungt fólk kann einnig vel að meta nærveru þessa frábæra afreksmanns, og prófessor Lauri Pihkala, hinn kunni finnski íþróttasérfræðingur segir um Matta Járvinen, að hann sé manneskja í þess orðs bezta skiln- ingi og góður þjóðfélagsþegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.