Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 18
16
VALSBLAÐIÐ
Þetta átti nokkurn aðdraganda, eða
meira en ár, svo ekki verður sagt að
flanað hafi verið að neinu. Félagið
sem hér um ræðir var Körfuknatt-
leiksfélag Reykjavíkur (K. F. R.),
sem á næsta ári hefði átt 20 ára af-
mæli, ef þessi breyting hefði ekki
orðið.
Okkur í blaðstjórninni þótti rétt að
kynna þetta félag örlítið fyrir félags-
mönnum, þar sem það hefur „bland-
að blóði“ við Valsmenn.
Félagið var stofnað 25. desember,
eða á sjálfan jóladaginn 1951. Stofn-
endur voru 9, allir úr Menntaskólan-
um í Reykjavík nema einn, og hlaut
nafnið „Gosi“. Um tilgang félagsins
segir m. a. í 10 ára afmælisriti þeirra:
„Þá fýsti að halda hópinn, er skóla-
veru lyki, og í því skyni stofnuðu þeir
félagið. Háleitara var markmiðið ekki
í fyrstu, enda vart við því að búast,að
svo alvörulitlir piltar, sem völdu fé-
lagi sínu þetta skrítna heiti, væru
upptendraðir hugsjónaeldmóði eða
ætluðu að betrumbæta æskuna í heild
með því að útbreiða þennan undar-
lega knattleik".
Sumir stofnendanna hafa komið
mjög við sögu annarra íþróttagreina,
en þeir voru: Ari Guðmundsson, Guð-
mundur Árnason, Guðmundur
Georgsson, Gylfi Guðmundsson,
Gunnar Torfason, Ingi Þorsteinsson,
Ingólfur Örnólfsson, Ólafur Thord-
arson og Steinn Steinsson.
Fljótlega byrjar félagið að taka
þátt í mótum og hefur gert það æ síð-
an, og hefur alltaf verið í fyrstu-
Beztu árnaðaróskir
fœrir „Valur“ þessum
Vals-hjónum
Sigríður Hlíðar og Karl Jeppesen
deildarkeppninni, stundum sigurveg-
ari og oftast nokkuð framarlega .
Nafni sínu breyttu þeir 1957, og
við höfum það fyrir satt að um það
leyti hafi þeir verið með hugrenn-
ingar um að færa út kvíarnar og
stofna kvennadeild innan félagsins,
en varkárari mönnum hafi ekki þótt
nafnið henta þegar konur væru
komnar í hópinn. Vildu þeir kenna
félagið við Reykjavík, þar sem það
var eina félagið sem hafði þá
íþróttagrein á stefnuskrá sinni.
Hrafnhildur Ingólfsdóttir og
Magnús Magnússon
Sigríður Kristinsdóttir og
Hilmar Kagnarsson.
Það virðist sem ekki hafi verið
eins mikið „fjör“ í hjónavígslum í
ár og í fyrra, en við vonum, að hjú-
skaparfréttaritara blaðsins hafi tek-
izt að ná öllum með — öllum virkum
Valsmönnum, sem gengið hafa í
„það heilaga" á árinu.
Sigurður Ólafsson.
Úlfar l>órðarson.
Tveir Valsmenn
heiðraðir
Á s.l. ári og í ár voru tveir Vals-
menn heiðraðir fyrir mikilvæg störf
að íþróttamálum um langan tíma.
í fyrra var það Sigurður Ólafsson,
sem hlaut stjörnu, sem íþróttabanda-
lag Reykjavíkur veitir fyrir frábær
störf að íþróttamálum á bandalags-
svæðinu, og vildi svo til að það var
hátíðlega afhent í hófi þar sem
bandalagið minntist 25 ára afmælis
síns.
I ár var það Úlfar Þórðarson sem
var sæmdur Heiðurskrossi sem
íþróttasamband íslands veitti í sam-
bandi við hin miklu hátíðahöld, sem
sambandið gekkst fyrir á s.l. sumri.
Aðeins þeir, sem unnið höfðu frá-
bær störf í þágu íþróttanna í land-
inu hlutu slíka heiðursviðurkenn-
ingu.
Þessa ágætu menn þarf ekki að
kynna fyrir Valsmönnum, við þekkj-
um þá öll, og þekkjum störf þeirra
fyrir Val og íþróttirnar í landinu.
Öll erum við daglega að njóta verka
þeirra, hvar í aldursstiganum sem
við stöndum.