Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 56
54
VALSBLAÐIÐ
p . •
pllg m§... f
:'í-: ÉÉf •. •*-nÉI
VALL'Ii sigrar í firma-
koppni.— Frá v.: Criinn-
steinn Skúlason, Jón B.
Ólafsson, Stefán Gunn-
arsson, Finnbogi Kristj-
ánsson, Ájpist Ögmunds-
son, Hermann Gunnars-
son, Jón Karlsson, Berg;-
ur Guðnason, Bjarni
Jónsson. Jakob Bene-
diktsson og Ólafur Jóns-
son.
sambandi við lyftingarnar í framtíð-
inni?
— Við Páll höfum rætt þessi mál og
erum sammála um það, að betra sé að
hafa þyngdirnar léttari en lyfta oftar,
og á hraða þar sem tími er tekinn. Það
þýðir að það verður maður að standa
við mann og taka tímann og skrá hann,
þetta krefst samvinnu milli manna, þar
sem þjálfarinn kemst ekki yfir þetta
einn. Ég er sannfærður um að við finn-
um réttu leiðina í þessu, eða þá sem
bezt hentar.
Og ég vil endurtaka, að ég er mjög
ánægður með framlag Páls til lyfting-
anna.
— Hafið þið hugsað að fella lyftingar
inn í vetraræfingarnar í vetur?
— Ég held að það sé Ijóst, að þetta
verður að halda áfram með öðrum æf-
ingum, hvort sem það eru boltaæfingar,
þrekæfingar eða aðrar æfingar, til þess
að piltarnir fái sem allra bezta þjálfun.
— Á hvaða sviði álítur þú að þessar
æfingar komi að mestu gagni í þjálf-
uninni?
Hvað handknattleikinn varðar, kemur
þetta að mestu gagni í sambandi við
varnarleikinn. Það á að vera erfiðara
að komast í gegnum vörn, sem er skipuð
svo líkamlega sterkum mönnum sem
Valsmennirnir eru, og það segir sína
sögu að Vaisliðið fær mun færri mörk
á sig en önnur lið.
— Mundir þú telja heppilegt og hyggi-
legt að keppnisdeildir Vals sameinuðust
í þessum lyftingum?
Ég er þeirrar skoðunar, að ef þeir ná
samstöðu um það að vinna að þeim mál-
um, muni þeir ekki sjá eftir því. Það
er sama hvaða íþrótt er, það er alger
undirstaða undir getu hvers og eins.
Við fórum á æfingu til handknatt-
leiksmanna og náðum tali af nokkrum
þeirra og báðum þá að segja álit sitt
á lyftingum sem þætti í þrekþjálfun
undir keppnistímabil, og árangur af
þessari fyrstu tilraun, á þá persónu-
lega og liðið í heild:
ÍAÚUntenn segja frá áliti
sínn á Igftinguin
Stefán Gunnarsson:
Ég álít, að það sé mjög áríðandi að
vera með þessar æfingar yfir sumartím-
ann og halda þessu við yfir veturinn
meðan keppnistímabilið stendur. Ég legg
eindregið til að þessu verði haldið áfram
í framtíðinni. Við sáum bezt árangurinn
af þessu í íslandsmótinu utanhúss, eftir
þessa aðeins tvo mánuði, hvernig við
stóðum okkur þá. Við vorum miklu lík-
amssterkari en hin liðin og höfðu þau
orð á því við okkur. Ég vil nú ekki full-
yrða að það hafi verið þessum æfing-
um að þakka að við unnum mótið, en það
hafði mikið að segja. Ýmsar ástæður
voru vafalaust til þess, að við iögðum
þessar æfingar niður, menn fóru í sum-
arleyfi, nú og svo hefur mönnum ef til
vill fundizt þeir vera orðnir svo góðir,
og þeir þyrftu þess ekki með. En maður
fann það á sjálfum sér, að það þarf að
halda lyftingunum við, annars glatast
það, sem áður hefur á unnizt.
Gunnsteinn Skúlason:
Ég tel, að þessar æfingar séu mjög
gagnlegar og mjög góður undirbúning-
ur undir keppnistímabilið, þær efla og
styrkja vöðvana. Úthaldsæfingarnar
þurfa að vera líka, því þær eru mjög
þýðingarmiklar. Hinsvegar álít ég að
lyftingar eigi ekki að nota eftir að
keppnistímabilið er hafið.
Hlaupum, og ieikfimisæfingum vil ég-
halda áfram, þó að keppnistímabilið
standi yfir.
Ég held því fram að sigurinn í Is-
landsmótinu í sumar sé tvímælalaust
þessum æfingum að þakka. Ég held
að við höfum aldrei verið eins líkam-
lega sterkir og þá.
Ég álít að næsta sumar ættum við að
halda þessu áfram, eins og gert var á
s.l. sumri.
Ágúst Ögmundsson:
Ég fullyrði, að lyftingarnar höfðu
mjög góð áhrif á mig persónulega, og
minn líkama, því ég hef aldrei verið
mikið „vöðvabunt“. Það er nauðsynlegt
að hafa kraft í það að berjast heilan
leik, án þess að gefa að ráði eftir.
Ég held, að svona æfingar ættu að
vera mjög stífar áður en keppnistíma-
bilið hefst, og svo að draga heldur úr
því, en þó að það haldi manni við. í
íslandsmótinu úti held ég að þetta hafi
haft sín áhrif, og að þau hafi verið
meira sálræn, við héldum að við værum
sterkir, þó að við værum það ekki. Við
höfðum það á tilfinningunni, að lyfting-
arnar hefðu gert okkur svona sterka, og
börðumst því alls ófeimnir. Ég er því
þeirrar skoðunar að þessu eigi að halda
áfram og þá sérstaklega í undirbún-
ingnum undir keppnistimabilið.
Geirarður Geirarðsson:
Ég held, að þessar æfingar hafi gefið
mönnum meira traust. þeir halda að
þeir séu miklu sterkari en þeir ef til vill
eru. Ég sá mikla breytingu á mönnum,
og sjálfur fann ég, ef ég sleppti æfing-
um, þá kom það fram að maður átti
erfitt með sömu æfingu sem maður lék
sér að áður. Á veturna finnst mér, að
það sé ekki tími til lyftinga, það verði
að vera meira bolti. Mér finnst það væri
athugandi að gera meira að því að
hlaupa úti, og meira þrekæfingar með
bolta og þá um leið að samræma þrek
og boltatækni.
Ég álít, að skilyrðislaust verði að taka
þessar æfingar upp næsta sumar til und-
irbúnings keppnistímabilsins næsta vet-
ur.
Bjarni Jónsson:
Ég vil halda því fram, að lyftingar
séu undirstaðan fyrir allar íþróttir, við
sjáum það bezt á okkar liði, að ég tel
að íslandsmeistaratitillinn í sumar hafi
unnizt á lyftingunum. Við þurfum að
koma þessu inn í allar okkar íþróttir-