Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 43

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 43
VALSBLAÐIÐ 41 VALSFJÖLSKYLDAN: Fremri röð frá vinstri: Elínborg: Kristjánsdóttir, Halldóra Pálniarsdóttir, Ögrmundur Guðmundsson, Geir Guðmundsson og Hekla Árnadóttir. Aftari röð frá vinstri: Ágúst Ögmundsson, Lárus Öginundsson, Guðmundur Ögrmunds- son, Sverrir Ögrmundsson, Jóhann Ögmundsson og Árni Geirsson. Fremstur situr frumburðurinn í karllegg í þriðja ættliðnum, Kristjáu Ágrústsson. gera, en ég spyr þá alltaf hvernig leikar hafi farið, án þess að vera haldin mikilli „spennu" og finnst mér gaman að fylgjast þannig með því sem er að gerast hjá þeim. Fylgdist þú með bónda þínum í sundinu, eða þótti þér nóg um úthald hans? — Þetta kom allt af sjálfu sér, hann var fullur af áhuga og fór þeg- ar æfingar voru, og ég sat heima með börnin, en svo hætti hann þessu og hefur varla komið í vatn í 12—13 ár. Og þegar ég lít til baka er það síð- ur en svo að ég sjái eftir þeim tíma, sem í þetta hefur farið að sinna strákunum í sambandi við æfingar og leiki. Það hefur bara verið gaman að þessu; verst að það skyldi ekki verða heilt lið! sagði þessi hressi- lega kona að lokum. Fimm synir þessara hjóna hafa meira og minna æft og leikið með Val, mest í knattspyrnunni, en einn- ig nokkuð í handknattleiknum. Sumir þeirra eru flognir að heiman en aðrir eru enn í föðurhúsum. Ctuðmundur Ögmundsson, 27 ára. — Ég byrjaði að iðka knattspyrnu 1957 og gerði það í yngri flokkum Vals, meðan mér entist aldur til. í meistaraflokki fór ég svo að keppa 1961, og lék þar með öðru hvoru allt til 1965. Eftirminnilegasti leikur- inn, sem ég lék með meistaraflokki, var úrslitaleikurinn 1962 að mig minnir, í íslandsmótinu gegn Fram, rokleikurinn sem hann er svo oft kallaður, og töpuðum við honum með einu marki. Það fannst mér sorg- legur leikur, og erfitt að labba heim eftir þann leik. Annars hafa allir leikir verið skemmtilegir, þegar mað- ur lítur til baka. Ég held, að ég hafi aldrei verið með í að vinna mót, gæti þó verið í öðrum B. Jú annars, ég held að ég hafi komið í hálftíma inn í leik í Reykjavíkurmótinu 1963, en þá varð Valur meistari! — Af hverju hættir þú svona snemma ? — Ég hætti nú eiginlega ekki, en vegna atvinnu fluttist ég úr borg- inni og vestur á Snæfellsnes og vann við Lóran-stöðina þar um fimm ára skeið. Þar hélt ég áfram og var með í að koma upp keppnisliði þarna á Nesinu, með þátttöku úr þorpunum þar í kring. Þetta var sæmilegasta lið, og fórum að keppa í þriðju deild og komumst upp í aðra deild, en svo féllum við niður árið eftir. Þetta var mjög skemmtilegur tími og lær- dómsríkur. Nú er þarna mikið og vaxandi starf í íþróttum og ég hef trú á því, að það hafi sprottið upp úr þessu að iangmestu leyti. Nú koma þangað í heimsókn lið frá hin- um landshlutunum sem ekki komu áður. Nú er ég fluttur hingað suður aftur og hef hug á því að byrja hér aftur upp úr áramótunum og þá hjá Val, hann stendur manni næst- ur. Ágúst Ögmundsson, 24 ára. — Ég byrjaði á bví að æfa knatt- spyrnu í Val, þegar ég var 12—13 ára. Guðmundur var byrjaður og hef- ur það haft sín áhrif, nú og svo var Geir í Val. Ég var nú ekkert fastur í þessu til að byrja með fór úr bæn- um t. d. eitt sumarið, en síðara árið mitt í þriðja flokki, þegar ég komst í A-liðið tók ég þetta alvarlega og lék svo bæði árin í öðrum flokki, lengra fór ég ekki í knattspyrnunni, nema hvað ég var sóttur í nokkur skipti til að leika í fyrsta flokki, og þá þegar ég átti heima vestur á Hringbraut og var hættur að æfa! Svo fór ég að æfa handknattleik- inn og byrjaði á honum raunar þeg- ar ég var 15 ára. Mér fannst að handknattleikurinn ætti betur við mig, og að ég mundi fremur eiga framtíð í honum. Nú, þetta hefur gengið sæmilega, og ég held, að ég sé búinn að leika um 150 leiki með Val til þessa. Einna skemmtilegustu leikirnir, sem ég hef leikið, eru úrslitaleikur- inn í Reykjavíkurmótinu í fyrra, það var harður og skemmtilegur leikur, og slíkan leik er gaman að vinna. Sama var að segja um úrslitaleik- inn í mótinu í sumar, sem var sér- staklega skemmtilegur. F.H.-ingarn- ir höfðu verið ósigrandi í fjölda ára, og okkur tókst að vinna með tölu- verðum mun. Ég hef leikið 15 landsleiki, að ég held, en það er mikill munur að leika í landsliði eða félagsliði. Mað- ur er hræddari við mótherjann, þekk- ir hann ekki eins, og er því ragari. Einn stærsti sigur, sem ég hef ver- ið með í að vinna, var í leiknum við Dani, 15:10. Það er nú svo með áhugann, að hann gengur í bylgjum, og fer það eftir bví, hvernig manni gengur sjálf- um. Stundum langar mann til að hætta þessu, en stundum finnst manni ákaflega gaman. Elínborg Kristjánsdóttir: — Á tímabili fór mjög að bera á því að Ágúst Ögmundsson hafði al- veg sérstakan áhuga á handknatt- leik kvenna. Hávært hljóðskraf var manna á meðal um þennan áhuga hans Gústa. Þetta lýsti sér helzt i því, að hann þurfti að horfa á æf- ingarnar, og það var eins og hann langaði ekkert heim að sofa fyrr er. æfingar stúlknanna væru búnar. Var um skeið lagður ýmiskonar skilning- ur í þennan áhuga mannsins á hand- knattleik kvennanna, þó ekki væri það mikiö í hámælum haft. Þar kom þó að línurnar fóru að skýrast í þessu, og menn fóru að hvísla sín í milli, að það væri hæpið að það væri allur flokkurinn og afrek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.