Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 25
VALSBLAÐIÐ
23
ótuktarlega í næsta áhorfanda, og
fékk þá miður hlýtt augnatillit. Mér
þótti það miður að verða til þess að
meiða fólk á áhorfendapöllunum og
hætti að koma þar.
Ef ég renni huganum til þess tíma
sem ég lék með Val og dreg fram þá,
sem mér eru minnisstæðastir af Vals-
mönnum, sem ég lék með, þá má
nefna: Stefán Ólafsson, ágætur mark-
maður. Árni B. Björnsson, Hallur Þor-
leifsson, Magnús Guðbrandsson, Guð-
mundur Guðjónsson, Loftur Guð-
mundsson, var hann snillingur í með-
ferð á knettinum og vöktu tiltæki
hans oft mikla kátínu, þegar hann var
að leika á menn.
Ég var aldrei neitt hjátrúarfullur
fyrir leiki, og hafði yfirleitt engin
hugboð um þá.
Hins vegar kom fátt fyrir, sem ég
ekki vissi fyrirfram, og lá það í því
hve berdreyminn ég var.
Getur þú sagt okkur nokkra slíka
drauma Filippus, þó þeir séu ekki
beinlínis minningar frá Val eða íþrótt-
um?
Ég vann að því á sínum tíma að
byggja svokallaða grútarstöð á Köll-
unarkletti, og var henni að kalla lokið
þegar þetta gerðist. Það var byrjað
að bræða, og næsta morgun ætluðum
við að fara þangað og ganga frá ýmsu.
Um morguninn segir faðir minn, að
nú sé tími kominn til að fara inneftir
og ljúka þessu sem eftir var. Þá segi
ég við hann: Við þurfum ekki að fara
inneftir, því þetta brann í nótt. Mig
dreymdi þá að ég fór þangað, og þegar
ég kem þar að er húsið í björtu báli,
og þetta hafði gerzt, við komum að
því sem brunarúst.
Árið 1928 ætluðu tveir Bandaríkja-
menn að fljúga hingað heim, og ætl-
uðu þeir að koma hingað á sunnudags-
morgni.
Jón Fjeldsted og ég ætluðum að
taka á móti þeim. Hafði Jón orð á því
að við þyrftum að vera komnir á
flugvöllinn kl. 7—8 um morguninn.
Þegar ég hitti svo Jón um morguninn
segi ég við hann að við þurfum ekkert
að fara til að taka á móti þessum
mönnum, þeir lentu á Grænlandsjökli
í nótt.
Þá dreymdi mig að ég gekk til
þeirra þar sem þeir voru á jöklinum,
og taka þeir þá upp vínpela, og bjóða
mér að bragða á. Þeir voru ekkert
meiddir, og hinir glöðustu. Þetta stóð
heima, þeir nauðlentu á jöklinum, en
ekkert varð að þeim, og þeir björguð-
ust.
Þegar ég og nokkrir aðrir meistarar
buðum í byggingu Landsspítalans á
sínum tíma, gerðum við að sjálfsögðu
útreikninga um byggingarkostnað, og
höfðum við lokið þessu daginn áður en
tilboðið átti að sendast. Um nóttina
áður en tilboðið skyldi sent, dreymir
mig að ég er kominn inn í mjög stóra
lækningastofu, og eru þar inni margir
læknar, húsateiknarar og margir aðr-
ir, og eru þar með teikningar af spít-
alanum, og eru að gera áætlanir um
kostnað. Að því loknu segja þeir: 196
þúsund er hóflegt tilboð.
Okkar tilboð hljóðaði upp á 10 þús-
und kr. meira, en með tilliti til þessa
draums míns var slegið af tilboðinu
og það haft 196 þúsund, og við feng-
um verkið.
í annað skipti hafði ég boðið í hús-
byggingu, og ákveðið upphæðina. Rétt
áður en ég sendi tilboðið dreymir mig
að til mín kemur maður, sem ég bar
engin kennsl á, og segir hann við mig:
Lækkaðu tilboðið um 500 kr., þá færðu
það, og það stóð.
Föðurbróðir minn hafði eitt sinn
lánað mér ,,spíss“-hamar, og mörgum
árum síðar spurði hann mig hvort
hann hefði ekki lánað mér ,,spíss“-
hamar. Ég sagðist ekkert muna það,
ég hefði ekki handleikið slíkt verkfæri
í mörg ái’, svaraði ég. Jú, ég lánaði þér
hamarinn, sagði föðurbróðir minn og
sat hinn fastasti við sinn keip, ég þarf
að nota hann nú bráðlega. Um nóttina
dreymir mig það að ég er á leiðinni að
sækja ,,spíss“-hamarinn, og fer suður
Bergstaðastíg til manns, sem hét
Kristján Teitsson, og segi við hann,
heyrðu Kristján, á ég ekki alltaf hjá
þér „spíss“-hamar? „Spíss“-hamar, —
það hefur ekki komið hingað ,,spíss“-
hamar í fleiri ár, segir Kristján. Það
er skrýtið, hann er nú samt alltaf
hérna hjá þér, og sannaðu til að hann
er þarna í ruslinu í horninu.
Þegar ég svo vakna um morguninn
fer ég beina leið á Bergstaðastíginn
til Kristjáns og leita í ruslinu í horn-
inu, og þar var hann.
— Þetta er örlítið sýnishorn af öll-
um þeim draumum, sem Filippus hafði
frá að segja, og gekk sem rauður
þráður í gegnum líf hans, allt frá
unga aldri.
Nú varst þú einn af þeim, sem ýtti
þessu „fyrirtæki" af stað, sem þú
gafst nafnið „Valur“, og það var nú
ekki svo lítið í fang færzt, en ert þú
sáttur við þá sem við tóku, og hafa
haldið því gangandi fram á þennan
dag?
— Ég er mjög ánægður með það.
Þeir hafa sýnt framúrskarandi dugn-
að og gert mikið meira en hægt var
að ætlast til. Þeir hafa komið upp leik-
völlum, félagsheimili, íþróttahúsi, og
reynt á margan hátt að byggja fyrir
framtíðina.
Ég vildi svo að lokum óska Val allr-
ar blessunar í framtíðinni, og að fé-
lagsstarfið megi stöðugt sækja fram á
við. Ég bið guð að blessa félagið og
halda sinni verndarhendi yfir því. —
Bergur Gnðnason nieð „fangið fullt".
Bergur Guðnason hefur
leikið 200 leíki með m.fl.
í handknattleik
Bergur Guðnason, „the grand old
man“ í meistaraliði Vals í hand-
knattleik, lék 200. leik sinn í októ-
ber síðastliðnum í leik við KR. Er
þetta vel af sér vikið, og í annála
færandi. Kunnugir segja, að Bergur
sé í stöðugri framför, og hafi aldrei
verið harðari í horn að taka en um
þessar mundir. Getur verið að járn-
„klifjarnar" hans Páls og hans Reyn-
is hafi hert Berg verulega, og var þó
nokkuð fyrir.
En Bergur hefur komið víðar við
sögu í Val. Hann hefur leikið í Meist-
araflokki í knattspyrnu um 30 leiki,
og í þeim leikjum hefur hann skorað
um 20 mörk. Geri aðrir betur!
I tilefni af þessu afreki, var Bergi
færður veglegur blómvöndur og
þakkir við hátíðlega athöfn og fór
vel á því. Hér er honum óskað til
hamingju með þennan árangur, og
því spáð að langt verði þangað til
hann hefur sagt sitt síðasta orð í
handknattleiknum. F. H.
Flest mörk
sem skoruð liafa verið í knattspyrnu-
landsleik, var í leik milli Ástralíu og
Englands 1951. Þar vann England með
17:0.
Við Valsmenn árnum Filippusi allra
heilla, þótt síðbúin kveðja sé, með 75
ára afmælið, og vonum að eiga eftir
að sjá hann oft meðal okkar á gleði- og
hátíðastundum.