Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 17
VALSBLAÐIÐ 15 Unglingarnir stóðu sig mun betur, eins og áður og voru þátttakendur frá Val margir í Unglingameistara- móti Islands sem haldið var í K. R. heimilinu. Jón Gíslason komst í úrslit í ung- lingaflokki í öllum greinum mótsins, en tapaði öllum leikjunum. Jóhann Möller komst í úrslit í einhliða og tvíliðaleik, en tapaði báð- um leikjunum. En til að bæta upp hrakfarir pilt- anna, þá komu tvær blómarósir úr meyjaflokki, þær Gyða Úlfarsdóttir og Ólöf Björnsdóttir og færðu félag- inu meistaratitil í tvíliðaleik. Stjórn deildarinnar lýsir ánægju sinni yfir þátttöku eldri Valsmanna í Badmintondeildinni, og sannar það, að stofnun Badmintondeildar innan Vals var tímabær. Gaman er að sjá gömlu andlitin aftur, ekki endilega við störf heldur líka í leik, nöfn eins og Frímann Helgason, Sigurð Ólafsson, Úlfar Þórðarson, Andrés Bergmann og marga fleiri mætti nefna. Jafnframt saknar maður virkra fé- laga úr eldlínu dagsins í dag. Ætla mætti til dæmis að knattspyrnumenn- irnir hefðu gott af að iðka badmin- ton yfir vetrarmánuðina og spurning er, hvort stjórn knattspyrnudeildar- innar ætti ekki að hvetja þá til þátt- töku. Urðu nokkrar umræður um skýrsl- una. Fyrirspurn kom fram um það hversvegna Valur gæti ekki fengið tíma í öðrum íþróttahúsum, eins og önnur félög, og var talið eðlilegt að þetta væri athugað og málinu vísað til aðalstjórnar Vals. Fyrirspurn kom fram um erlend- an þjálfara sem Badmintonsam- bandið vinnur að nú, og er mikill áhugi á því, og þá kemur Valur til með að njóta þar góðs af. Stjórnarkjör fór þannig, að Örn Ingólfsson var kosinn formaður, Gylfi Felixson varaformaður, Hilmar Pietsch gjaldkeri, Ormar Skeggja- son ritari, og meðstjórnandi Helgi Benediktsson. Fundarstjóri var Þórður Þorkels- son. Bannað að standa á tá Árið 1862 gaf Enska knattspyrnu- sambandið út fyrstu reglur sínar, og má sjá þar m. a. þessi ákvæði: 2. grein: Það er aðeins leyfilegt að nota hendurnar til að stöðva knött- inn og leggja hann á völlinn fyrir framan sig. 4. grein: Leikmaður má ekki sparka í knöttinn, þegar hann svífur í loftinu. 5. grein: Að standa á tá eða að sparka með hælnum er bannað. Skíðaskáli Vals á snjóa- árunum, )>(‘fíar líf og fjör iðaði þar í hverjum krók. Úr skýrslu skíðadeildar Stvfiín Haltgrínisson vndnvhosinn forniaiiur. Yonhrigffi innð skíðalgftu. Skíðadeild Vals hélt aðalfund sinn 17. nóv. s.l. og flutti Stefán Hall- grímsson skýrslu stjórnarinnar, og sagði m. a.: „Þegar síðasti aðal- fundur var haldinn var búið að skipu- leggja skíðaferðir, en sama og ekk- ert varð úr þeim, þar sem enginn áhugi virtist vera fyrir því að nota okkar ágæta skála. Má því segja að við séum illa staddir fjárhagslega, þar sem ekkert kemur inn fyrir skálagjöld. — Ýmislegt liggur fyr- ir að gera, í sambandi við skálann. Vonum við að skálinn verði vel sótt- ur í vetur. Stjórnin fór fram á að fá skíða- lyftu, samskonar og hin félögin í samráði við K. K. í., sem sendi mann til Sviss til þess að kynna sér hent- ugar lyftur fyrir okkar aðstæður, og eru þessar lyftur færanlegar, þannig að ef ekki er snjór í þessari brekku, þá má færa hana í þá næstu. Við vorum bjartsýnir á að það yrði til þess að lyfta undir almennan áhuga á skíðaferðum í félagi okkar. Var búið að fá lán hjá seðlabankan- um fyrir þessum lyftum, og gengur Reykjavíkurborg í ábyrgð. En svo kom reiðarslagið, okkur var synjað um þetta, sem enginn skilur og eng- in skýring hefur fengizt á þessari ráðstöfun forráðamanna íþróttamála borgarinnar. Erum við mjög óánægð- ir með þessi málalok. Á síðasta aðalfundi, sem haldinn var 1 marz s.l. voru þessir menn kosnir í stjórn deildarinnar: Stefán Hallgrímsson formaður, aðrir í stjórn: Guðmundur Ingi- mundarson, Þórður Guðmundsson, Birgir Stefánsson og Gústaf Níels- son. Til vara: Finnbogi Guðmunds- son og Sigurbjörn Valdimarsson. í Skíðaráð Reykjavíkur var valinn Guðmundur Árnason og til vara Stefán Hallgrímsson. Fundurinn var heldur fámennur, og fátt sem gerðist. Fram kom áhugi á því að skíða- deildin gerði eitthvað í sambandi við 60 ára afmæli félagsins á næsta ári, og þá rætt um að koma á innan- félags-afmælismóti. Var um það rætt að byrja þegar að vekja athygli á því, það mundi geta skapað áhuga á skíðaferðum í skálann. Einnig var mikið rætt um skíðalyftuna, og hún talin lífsnauðsyn til þess að auka skíðaferðir almennings og félags- manna í skálann og þar með að skapa honum starfsgrundvöll, og gera skálann eins og hann áður var, þegar alltaf var fullt hús. Á fundinum kom það fram, að það virtist vera meiri áhugi hjá fólki almennt á því að nota skál- ann en verið hefur undanfarið. Þá var upplýst að búið er að und- irbúa veturinn, t. d. að koma olíu til upphitunar o. fl. á staðinn. í stjórn Skíðadeildarinnar voru kjörnir: Stefán Hallgrímsson formaður, Guðmundur Árnason varaform. Birgir Stefánsson gjaldkeri, Gústaf Nielsson ritari, Þórður Guðmundsson meðstj. Fundarstjóri var Þórður Þorkels- son. Körfuknattleiksdeild stofnuð K. F. il. saineinast Val. 1 byrjun október sl., eða nánar til tekið 3. dag mánaðarins var haldinn að Hlíðarenda á Félagsheimili Vals stofnfundur fyrir Körfuknattleiks- deild innan félagsins. Þetta var ekki venjulegur stofnfundur, þar sem nokkrir ungir áhugamenn fullir bjartsýni vildu reyna þessa grein í félaginu, hér var um að ræða heilt körfuknattleiksfélag með öllum sín- um flokkum, sem nú var að gerast deild í Val.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.