Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 11
VALSBLAÐIÐ
9
Sumarstarfið.
Sumarstarfið hjá deildinni hófst í
M.fl. karla og kvenna, en í þessum flokk
var varla um nokkurt sumarfrí að ræða,
aðeins hálfs mánaðar frí. 2. flokkur
kvenna byrjaði nokkru seinna. I M.fl.
karla var mikið rætt um að koma á lyft-
ingaæfingum, en vandamálið var að fá
mann, sem kunni með slík tæki að fara.
Kom þá upp úr kafinu, að Páll Eiríks-
son læknir, sem þá nýlega hafði gengið
í félagið, var vel að sér í lyftingaþjálf-
un, frá þvi er hann var við nám í
Bandaríkjunum. Farið var þess á leit
við Pál að hann útbyggi lyftingaprógram
fyrir M.fl. karla og varð hann fúslega
við þeirri beiðni. Hafizt var strax
handa við æfingarnar og var mikil þátt-
taka í þessum æfingum bæði af meist-
araflokksmönnum, svo og ungum mönn-
um úr 2. og 3. flokki, Reynir stjórnaði
æfingunum í samráði við Pál og Jón
Kristjánsson, sem fylgdist mjög vel með
framgangi þessa máls. Miklar vonir voru
bundnar við þessar æfihgar, þar sem
Valur er fyrsta félagið sem tekur lyft-
ingar í æfingaprógram sitt í handknatt-
leik. í um það bil einn mánuð voru
eingöngu æfðar lyftingar, en um miðjan
júni var svo bætt við einni boltaæfingu.
Lyftingaæfingarnar voru þrisvar í viku
og boltaæfingin sú fjórða í viku hjá M.fl.
karla.
I M.fl. kvenna hófust æfingar um
svipað leyti og M.fl. karla. Bjarni Jóns-
son tók að sér þjálfunina, þar sem Þór-
arinn Eyþórsson var farinn til
Danmerkur. Bjarni tók það fram að
hann mundi ekki geta þjálfað hjá deild-
inni næsta vetur. Bjarni hóf æfingarnar
strax af fullum krafti og var mikill hug-
ui' í stúlkunum. Stúlkurnar æfðu tvisvar
í viku.
2. flokkur kvenna æfði tvisvai' í viku
undir handleiðslu þeirra Stefáns Gunn-
arssonar og Geirarðs Geirarðssonar.
Telpur, byrjendur, æfðu einnig tvisv-
ar í viku. Þjálfarar þeirra voru Sigur-
jóna Sigurðardóttir og Soffia Guð-
mundsdóttir. Æfingar voru fremur illa
sóttai', en þess ber að gæta að margar
stúlkur voru utanbæjar og gátu þar af
leiðandi ekki mætt á æfingar í sumar.
3. Þjálfarar veturinn 1970—1971.
Eins og svo oft áður fannst þeirri
stjórn, sem nú lætur af störfum, ekki
annað koma til greina, en vísir þjálfarar
væru fyrir flokkana i vetur. Þjálfara-
vandamálið verður æ meira og meira
með hverju ári, og virðast peningar vera
farnir að spila meiri rullu, en oft áður.
T. d. greiðir deildin nú i vetur meiri
þjálfaralaun fyrir 3 flokka nú, en aðeins
einn i fyrra, og er þar mikil breyting á,
og um helmings hækkun í þjálfaralaun-
um hjá deildinni.
Stefnt er nú meir og meir að þvi að
tveir menn séu með hverjum flokki, þ. e.
a. s. einn þjálfari og svo einn honum til
aðstoðar og er það alrnenn skoðun að
svo eigi að vera. Þetta hefur einnig þann
kost í för með sér, að eldri félagar, sem
ekki treysta sér til að þjálfa, koma frek-
ar til starfa í deildinni og miðla þeim
yngri af sinni reynslu og fer vel á því.
Meistara- og 1. flokkur karla halda
enn sínum gamla þjálfara, Reyni Ólafs-
syni og sannar það enn betur hvað
strákarnir meta hann, sem góðan þjálf-
ara. Honum til aðstoðar er gamall leik-
maður úr M.fl. Stefán Arnason.
2. flokkur karla fær nú hinn víðsiglda
og gamalkunna þjálfara, Þórarinn Ey-
þórsson, en Hákon Guðmundsson mun
aðstoða hann við þjálfunina.
3. flokkur karla heldur þeim Stefáni
Gunnarssyni og Geirarði Geirarðssyni
áfram.
4. flokkur karla er eiginlega þjálf-
aralaus ennþá, en ungur piltur úr 2.
flokki karla, Kristján Þorvalds, hefur
tekið þá að sér nú, en nauðsynlegt er
að tveir menn séu með 4. flokk, þar sem
um 30—40 drengir eru á æfingu í einu.
5. flokkur karla heldur sínum gamla
þjálfara Þórði Sigurðssyni, en þar vant-
ar einnig nauðsynlega aðstoðarmann,
og spurningin er: Hver og hver vill?
Meistara- og 1. floklcur kvenna. í þess-
um flokki hafa orðið örari skiptingar á
þjálfurum, en nokkru sinni fyrr. Bjarni
Jónsson treysti sér ekki til að þjálfa
þær áfram vegna anna við námið, og tók
gamall leikmaðui' úr M.fl. karla og fyrr-
verandi þjálfari hjá deildinni, Stefán
Sandholt við af Bjarna.
2. flokkur kvenna fær einnig leik-
mann úr M.fl. karla, Jón H. Karlsson.
3. flokkur kvenna heldur sínum gömlu
þjálfurum frá því í fyrra, þeim Sigur-
jónu Sigurðardóttur og Soffíu Guð-
mundsdóttur.
Það er eins og svo oft áður að miklar
sviptingar verða í starfsliði okkar. Þetta
er miður, og það hlýtur að vakna sú
spurning, hvort deildin eigi ekki að auka
sendingar manna á þjálfunarnámskeið
erlendis. Þessar miklu sviptingar hljóta
að hafa það í för með sér, að deildin er
ávallt með ómenntaða þjálfara í störfum,
sem miðla aðeins af sinni reynslu, sem
leikmenn, en það er tvennt ólíkt að vera
leikmaður eða leiðbeinandi, eins og menn
vita.
Þeir sem nú hverfa úr þjálfuninni eru
Gunnsteinn Skúlason, Stefán Bergsson,
Stefán Jóhannsson, Jakob Benediktsson,
Guðmundur Frímannsson og Bjarni
Jónsson. Deildin færir þessu fólki beztu
þakkir fyrir það starf sem það hefur
lagt henni til handa og vonar að hún
megi einhverntíma seinna kalla á það
til starfa á ný.
Nýja þjálfara, Stefán Sandholt og
Jón H. Karlsson, aðstoðarmenn Stefán
Árnason og Hákon Guðmundsson bjóðum
við velkomna til starfa og vonum að
þeim megi auðnast mikil ánægja og gleði
við hið framandi starf þjálfarans.
4. Mót og leikir.
Á síðastliðnu ári voru eins og áður
Reykjavikur- og íslandsmót innanhúss
aðalmót ársins, svo íslandsmeistaramót
utan húss. Einnig voru haldin aukamót,
H. K. R. R. mót, afmælismót K. R.
vegna 70 ára afmælis félagsins og firma-
keppni H. S. í. vegna HM keppninnar i
Frakklandi. 2. flokkur kvenna tók svo
þátt í móti er F. H. hélt í Hafnarfirði
í ágúst s.l.
Valur sendi flokka i öll þessi mót, og
verður nú rakinn árangur flokkanna í
stuttu máli.
Meistaraflokkur karla.
I Reykjavíkurmótinu urðu þeir nr. 1,
skoruðu 95 mörk gegn 66 og hlutu 10
stig.
I Islandsmótinu innanhúss 1. deild
urðu þeir nr. 4 eins og árið áður, skor-
uðu 165 mörk gegn 158 og hlutu 9 stig.
I Islandsmeistaramótinu utanhúss léku
þeir í A riðli og urðu nr. 1 skoruðu 74
mörk gegn 42. í úrslitaleik mótsins gegn
F. H. sigraði Valur með 16 mörkum gegn
10 og urðu þar með íslandsmeistarar.
í aukamóti H. K. R. R. tapaði Valur
fyrir Haukum með 11 mörkum gegn 7, og
Reykjavíkurmeistarar í I. flokki Vals 1969.
Aftari röð frá vinstri: Helga Ágústsdóttir, Elín Kristinsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir,
Guðm. Frímannsson formaður Hkd. Vals, Kristjana Magnúsdóttir, Þórdís Kristjáns-
dóttir, Guðrún Eiríksdóttir. Fremri röð frá vinstri: Soffía Guðmundsdóttir, Erla
Ágústsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir fyrirliði, Oddgerður Oddgeirsdóttir og Hildur Sig-
urðardóttir. A myndina vantar Hrefnu Bjarnadóttur.