Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 51

Valsblaðið - 24.12.1970, Qupperneq 51
VALSBLAÐIÐ 49 Hvað er að? Fyrst og fremst aö boltinn er í netinu. í annan stað dettur manni í hug:: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. í þriðja lagi: Fetta er ekki tekið út með sitjandi (ligffjandi) sældinni. margir ungir menn komu inn í liðið. Þeim tekst ekki að ná samstöðu við þá eldri, og kom það greinilega fram í Reykjavíkurmótinu. Sama sagan var með fyrri hluta Islandsmótsins, en þegar • það var hálfnað fór að koma fram árangur, og allan síðari hluta mótsins var liðið í stöðugri framför, eins og úrslit leikja sýndu. Félagsandinn batnaði líka er á leið, og þá sérstaklega eftir Laugarvatns- ferðina. Ég hef trú á þessu liði, og ég held að það eigi eftir að vinna mörg mót, ef það heldur saman og breyting- ar á því verða ekki of ákafar. Helgi Björgvinsson: Menn náðu ekki saman, þegar út á völlinn kom. Framlínan var ekki nógu hreifanleg til þess að skapa opnur í varnir mótherjanna. Tengiliðirnir gerðu of mikið að því að einleika fram allan völlinn í stað þess að ná samleik við aðra leikmenn. Liðið varð ekki nógu ákveðið og samstillt í heild. Ég held líka að leikmenn hafi ekki verið nógu mikið saman utan leikvallar, og því ekki kynnzt nóg. En þetta gjör- breyttist eftir Laugarvatnsferðina í sumar. Ingvar Elísson: Það sem að var voru fyrst og fremst mannabreytingar í liðinu. Liðið hafði haldið saman í 3—4 ár og það með góðum árangri, en svo hætta fjórir beztu mennirnir, og hverfa. Ungir menn koma inn í stað- inn, menn sem eru í öðrum flokki, og það tekur sinn tíma að skóla þá upp, og fella svo allt saman í sterka heild. Ég álít líka að það hafi ekki verið byrjað nógu snemma að æfa, og þeir sem gerðu ráð fyrir að vera öruggir í liðinu, sýndu ekki nógu mikinn áhuga. Samstillingin og sameiginlegt átak var ekki eins og það hefði þurft að vera, en það lagaðist þegar það fór að ganga betur. Ferðin austur til Laugar- vatns og dvölin þar hafði góð og heilla- vænleg áhrif, og nauðsynlegt að hafa það sem fastan lið á hverju sumri. Það var að vísu, að mínu áliti, farið of seint á stað að þessu sinni, en ég álít að það ætti að vera í byrjun ís- landsmóts. Ingibjörn Albertsson: Okkur gekk illa að finna rétta liðið, og á meðan verið var að leita að því, gekk þetta illa hjá okkur. Svo fannst það að lokum, og síðan höfum við ekki tapað leik. Það var líka einhvei’n- veginn svo að við náðum ekki nógu vel saman hvorki innan vallar eða utan, og það lofar ekki góðu fyrir knattspyrnu- lið. Ég verð að segja það, að ég hef trú á liðinu eins og það er nú. Jóhannes Eðvaldsson: Mér fannst liðið sem valið var fyrst í vor of ungt. Við vorum ekki búnir að kynnast nóg til þess að vel gæti farið, við náðum því ekki að finna hvern annan, leika saman. Þó vantað'i oft rétt herzlumun, töpuðum með eins marks mun eða svo. Okkur tókst ekki að skora mörk. Loks kom að því að við fórum að ná árangri, og vil ég halda því fram að Laugarvatnsferðin hafi átt sinn mikla þátt í því. Svo fór þetta að ganga betur, og þá fundu menn að það var ekki nóg að standa á vellinum, þeir fóru að hreifa sig, leita að stöð- um, og rugla mótherjana. Við það opnaðist leiðin að markinu, og við fór- um að skora. Páll Ragnarsson: Liðið var í nokkurskonar millibils- ástandi eftir að margir góðir leik- menn höfðu farið, og horfið, og marg- ir ungir annarsflokksmenn óharðnað- ir voru reyndir í þeirra stað. Það hlaut að taka sinn tíma að bræða þetta saman. Liðið var því hikandi, og meira að segja Sigurður Dagsson, sem alltaf hefur verið okkar traust og hald, smit- aðist af þessu í byrjun keppnistíma- bilsins, en náði sér er á leið og átti frábæra leiki er á leið Islandsmótið. Með komu Jóhannesar Eðvaldssonar gjörbreyttist miðju-leikurinn hjá lið- inu. Yfirleitt gerðu menn sér grein fyr- ir ástandinu eins og það var, þó þeir ættu ekki nein töfraorð til að laga það. Víst var um það að innan liðs- ins var enginn ágreiningur, eða sund- urþykkja. Sigurður Dagsson: Ég tel að það sem háði liðinu til að byrja með, hafi verið að menn gerðu sér ekki grein fyrir því hvað það er að vera keppandi í meistaraflokki. Það var eins og menn gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir yrðu að berjast með þeirri hörku, sem þeir eiga yfir að ráða í hverjum leik. Við misstum marga ágæta leik- menn, sem voru með árið áður og ungir menn komu í staðinn, en það var eins og þeir samlöguðust ekki, og vera má líka að þeir eldri hafi ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.