Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 46
44 VALSBLAÐIÐ I'riííji flokkiir, sem vígði völlinn við Haukaland 1936: F. v. Rasrnar Kristjánsson, Gissur GuSmundsson, Gísli Ingábergrsson, Páll GuSnason, Jón Jónsson, Gústaf Ófeigrs- son, Sigrfús Halldórsson — afmælisbarniS —, Óskar Halldórsson, Björn Ólafsson, Snorri Jónsson ogr Arnar Sturluson. hve langt hann hefði náð þar, ef hann hefði með sömu elju haldið áfram á þeirri braut. Af persónulegum kynnum við hann á þeim árum sem hann æfði knattspyrnu, er ekki vafi á því að Sigfús hefði orðið mjög góður knatt- spyrnumaður, ef hann hefði lagt á það áherzlu. En það skal játað að vafasamt er, að honum hefði tekizt að ná eins til hjarta fólksins sem knattspyrnumaður og hann hefur gert sem tónskáld. Þessi ljúfu lög, sem leikið hafa um varir fjöldans, bera höfundi sínum vitni um geð- þekkt viðmót og elskulega fram- komu hvar sem hann sést. Við Valsmenn getum því verið stoltir af því að eiga Sigfús sem okkar mann, manninn, sem á vissan hátt hefur með lögum sínum orðið þjóðareign. Það leynir sér ekki að í lögum hans er mikil leikgleði, og þau hræra aðra menn til að njóta gleðinnar með honum. Sigfús er alltaf glaður á góðri stund, einlægur félagi og vinur, og þannig þekkjum við hann og raunar allir sem honum mæta og lög hans heyra. Með litum á lérefti hefur honum og tekizt að tjá gleði sína, mörgum til mikillar ánægju. Þar sem Sigfús átti 50 ára af- mæli á þessu ári, þótti blaðstjórn- inni rétt að fá hann til að segja svo- lítið frá knattspyrnuferli sínum, og fleiru, og fer það hér á eftir: Gleði og sorgir Vals voru einnig mínar. Ég held, að ég hafi gerzt félagi í Val 1929, eða um það bil, annars er það með Val, eins og gamla reyk- víska kunningja, að maður veit ekki, hvenær maður hefur kynnzt þeim. En ég man hvar það gerðist og hver skrifaði mig inn. Þessi atburður gerðist á Gamla vellinum, og það var Frímann Helgason sem það gerði. Guðjón bróðir minn hafði nú for- ustuna um þetta, þekkti hann eitt- hvað frá Vestmannaeyjum, og gekk auðvitað inn líka. Þá var ég víst 9 ára, og upp úr því fór ég að æfa með Val. Þremur árum síðar fór ég að keppa með þriðja flokki og var þá bakvörður. Á þeim árum var ég alltaf á vellinum alla daga, en tíndi svo maðka á kvöldin, því þá hafði ég enga vinnu. Ég komst í það að af- greiða pólóið hjá Torfa vallarverði og þess á milli alltaf sparkandi. Upp úr þessum æfingum komst ég svo í liðið. Mér er alltaf minnistæður f yrsti leik- ur minn —leikurinn við KR. Þeir áttu geysilega gott lið í þriðja flokki og voru búnir að vinna tvö, þrjú ár í röð. Þá áttu þeir í því liði þrenn- ingu sem kölluð var litla KR-tríóið“ sem var hliðstæða við KR-tríóið í meistaraflokknum, ágætir strákar. Við áttum líka okkar „tríó“, Magn- ús Wíum í markinu og bakverðina Gísla Ingibergsson, og svo auðvitað mig! Við vorum mjög samstilltir. f þá daga var ég dálítið þybbinn og feitur, og þótti ekki sérlega líklegur, og var spaugað með mig fyrir þetta, en ég lét mér það í léttu rúmi liggja. í upphafi leiks gera KR-ingarnir sókn, og ég næ boltanum af einum úr „tríóinu", sem þótti með ólík- indum, og spyrni eitthvað, bara nógu langt, og það munaði litlu að það yrði mark. Þá fóru þeir nú að taka mig dálítið alvarlega! Það fór líka svo og við unnum þennan leik með einu merki gegn engu. En hvernig hann Dengsi eða Jósteinn gat klúðrað boltanum í hornið hjá þeim, hef ég ekki skilið ennþá! Þessi sigur gerði feikna lukku. Við unnum svo þetta mót, og fyrir það fengum við að fara til ísafjarðar í keppnisför. Það var elskulegt og skemmtilegt ferðalag, en við töpuð- um þar. Við kenndum því um, að Magnús Wíum varð fyrir bíl rétt áð- ur en við fórum og komst því ekki með. Jósteinn var kominn yfir ald- urstakmörkin og var samið um að hann mætti vera með en í staðinn fengu ísfirðingar að nota Bolla Gunnarsson, sem líka var orðinn aðeins of gamall, en hann lék sér að því að skora langt utanaf velli og skjóta yfir hinn stutta varamark- mann okkar, og skoraði að mig minnir þrjú mörk í hvorum leik. Ég var svo óheppinn að fá hita, er vestur kom og gat því ekki leikið með, svo mér leið ekki vel á meðan á þessu stóð, sat dúðaður úti í bíl og horfði á. Síðar komu svo ísfirðingarnir sameinaðir í heimsókn til Reykja- víkur, og sigruðu þá bæði Val og KR. Svo var efnt til leiks með úrvali úr Val og KR, en þeim leik töpuðu þeir með eins marks mun. Þetta var dálítið merkilegur leikur, vegna þess að þá þekktist það nánast ekki að valið væri úrval úr félögunum i yngri flokkunum, og þá ef til vill sízt úr Val og KR, sem alltaf voru keppinautarnir. Þetta var mikill og elskulegur tími, og ég held, að það hafi skapazt mikil vinátta milli Vals og ísfirðinga eftir þetta, og hvað mig snertir hef ég enn haldið nánu sambandi við suma af þessum pilt- um, sem við lékum við þá. Ég á margar dásamlegar endur- minningar frá þessum árum mínum í þriðja flokki, sem urðu til þess að binda mig æfilangt við Val. Ég minnist t. d. æfinganna á Valsvell- inum við Haukaland, þegar við vor- um að tína grjótið af vellinum og stækka hann, það voru oft eftir- minnilegar og elskulegar stundir, á sunnudagsmorgnum. Mér er það líka eftirminnilegt, þegar völlurinn var vígður, því það var þriðji flokkur Vals og Hauka í Hafnarfirði, sem léku vígsluleikinn. Ég man líka eftir því að það lenti á mér að færa fyrirliðabókina fyrir þriðja flokk, þar sem ég hafði verið tilnefndur fyrirliði flokksins, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.