Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 24
22 VALSBLAÐIÐ Ég man það þegar ég var að vinna við húsið hans Einars í Garðhúsum við Grindavík sumarið 1914, að Valur lék það ár nokkra leiki við hin félög- in. Þá fór ég til þess að taka þátt i kappleikjunum, þó ekki væri búið að leggja veg yfir hraunið. Fór ég þá gangandi með hjólið mér við hönd yf- ir hraunið og yfir á Suðurnesja-veg- inn, hjólaði svo til Reykjavíkur og kom beint á völlinn rétt áður en leik- urinn átti að byrja. Gangan yfir hraunið tók rúma tvo tíma og eftir að ég kom á veginn, tók það álíka tíma að komast á áfanga- stað, eða milli fjóra og fimm tíma að komast í keppnina. Ég fann ekkert fyrir þessu, og það undarlega er að ég hef aldrei fengið harðsperrur, og veit ekki hvernig þær eru. Eins og ég gat um áðan hafði ég ákaflega gaman af að taka þátt í kapp- leikjum og æfingum, en þrátt fyrir það eru mér fáir leikir sérlega minn- isstæðir, þetta var bara allt skemmti- legt. Þó minnist ég leiks við Fram, en þá lék þar maður sem hét Viðar Vik, kunnur knattspyrnumaður í þá daga, var framherji. Eitt sinn þegar Fram var í sókn kemur Viðar og sækir fast að þar sem ég var til varnar, ég var alltaf vinstri bakvörður. Ég var ekki viðbúinn þessu áhlaupi Viðars og steinlá á vellinum. Vafalaust hefur heldur þykknað í mér og segi við hann: Varaðu þig þegar þú kemur næst! Nú svo kom hann aftur, en þá var það hann sem rúllaði en ekki ég, þá var ég viðbúinn. Það var líka svolítið eftirminnilegt að taka þátt i fyrsta leiknum, sem ís- lendingar hafa leikið við erlent knatt- spyrnulið, en ég var með í úrvali úr Val og Víking, sem léku fyrsta leikinn við Akademisk Boldklub 1919, en sú heimsókn var stórviðburður í þá daga. Við töpuðum með 7 mörkum gegn engu. Mér fannst strákarnir alltof linir og feimnir að taka á móti Dön- unum, og ef þeir hefðu verið ákveðn- ari, hefði ekki farið svona illa. Þrátt fyrir þetta var þetta skemmti- legur leikur. Við vorum fjórir úr Val, sem kepptum í þessu liði: Stefán Ól- afsson, Magnús Guðbrandsson, Guð- mundur Jósefsson og ég. — — Við í blaðstjórninni höfum í fórum okkar blaðaumsagnir um þenn- an leik frá 1919, og svona til gamans skjótum við hér inn smáköflum úr grein, sem undirrituð er: „Old boy“. Er svolítið gaman að heyra tóninn í greininni, hve spaugsamur hann er: — Fékk liðið sér til styrktar Tryggva litla hjá Fram, en Clausen- back fékk ekki að „skandalisjera". Leikurinn hefst. Ekkert sögulegt ger- ist fyrst framan af, nema báðir leit- ast við að kanna veiku hliðina á hin- um, þar til eftir ca. 15 mínútur, að Filippus Guðmundsson eins og hann var sem stoí'nandi og liarðskeyttur keppnis- maður. annar bakvörðurinn hjá A. B., Fred- riksen „kiksar“ og Doddi Alberts kemst innfyrir hann og ætlar auðvit- að að skutla knettinum í markið hjá danskinum, en athugaði ekki, að stóra- táin á fætinum, sem hann sparkaði með vísaði of mikið upp, svo knöttur- inn þaut fyrir ofan garð og neðan. Áhorfendur ætluðu alveg að verða vit- lausir af gremju, enda er slíkt með öllu ófyrirgefanlegt á milliríkjakapp- leik að hitta ekki markið á fárra metra færi. Doddi auminginn varð ákaflega niðurlútur og mætti ég hon- um í morgun, þegar hann var að fara á skrifstofuna, hálfgrátandi, með svart band um handlegginn. — Hugs- um okkur Dodda borinn út af vellinum af meðmönnum sínum á gullstóli, fyrir að gera fyrsta markið, hefði það ekki verið glæsilegt fyrir hann, félagið hans og ríkið? Eftir 25 mínútur gerði A. B. fyrsta markið, 10 mín. síðar gerði Samuel (íslendingur, sem lék með Dönum) mark no. 2, var það vel gert. 5 mín. seinna fékk A. B. mark no. 3 og var það eingöngu klaufaskap Stefáns að kenna, því það dugar ekki að láta taugarnar hlaupa með sig í gönur þegar á á að herða, því það virðast þær gera með Stefán, því í flest skipt- in, þegar knötturinn fer í mark hjá honum, fer hann á milli fóta hans, og sýnist hann þá ekki muna eftir því, að hann hefur líka tvær hendur, sem hann á að nota meira en fæturna. Ráð- legg ég honum að fá sér fyrir næsta kappleik 1 flösku af Vald. Petersen egta „Kina“, hann hressir segir Tage M._ í þessu augnabliki fékk Helgi líkt tækifæri og Doddi, og notaði það á sama hátt. Heyrðust þá margir áhorf- endur kalla: „Svei þér“. — Um dómarann segir Old boy: Dóm- ari var Friðþjófur Thorsteinsson (Fram), var hann ágætur samanborið við veðrið. — Þeir knattspyrnumenn, sem ég minnist helzt úr hinum félögunum, frá þessum tíma, heldur Filippus áfram, voru Arboe Clausen úr Fram (faðir Clausenbræðra), Jón Þor- steinsson — Jón á gullskónum — eins og hann var oft kallaður, og Bene- dikt Waage var líka góður. Síðustu afskipti mín af Val og störfum þar var þegar konungurinn kom hingað í heimsókn 1921. Þá var það einn þátturinn í hátíðahöldunum við þá heimsókn að íþróttafélögin í Reykjavík gengu fylktu liði fyrir kon- ung, og var ég fenginn til að bera fána fyrir sveitum Vals við þetta tækifæri. Var þetta mikil fylking, þegar öll félögin komu inná svæðið, og gengu fyrir hina tignu gesti. Síðan hef ég raunar fylgzt með Val, fyrst mikið, og fór á flesta leiki, en síðar gegnum frásagnir og blöð. Mér er alltaf minnisstæður leikur sem ég sá milli annars flokks Vals og KR rétt fyrir 1930. Ég var að vinna þá við byggingu á húsi uppi á Laufásvegi, og heyri þá ákaflega mikil læti suður á íþróttavelli, hróp og köll, minnist ég þess þá að nú séu Valur og KR að keppa í öðrum flokki, þar sem úrslit ætluðu aldrei að fást. Við vorum þá saman að vinna í húsinu Helgi Bjarna- son (einn af stofnendum Vals). Þá segi ég við Helga: Nú förum við suð- ur á völl, mér er forvitni á að vita hvernig þetta gengur. Þegar við kom- um svo suður eftir, eru allir að hrópa með KR. Ég sé að strákarnir eru eitthvað miður sín, þeir eru komnir undir eitt eða tvö mörk. Ég býð ekki boðanna, fer að annarri hliðarlínunni, tek að hvetja þá og eggja sem mest ég má. Hleyp ég þarna fram og aftur eftir því sem leikurinn gekk. Það skiptir engum togum, þeir sækja í sig veðrið, og fara nú að sækja á mark KR-inganna. Ég reyndi að leiðbeina þeim um sendingar, eftir því sem ég gat. Þetta þótti KR-ingunum miður og þar kom að Erlendur Pétursson gat ekki orða bundizt og kallar: Er mað- urinn miður sín? Þetta snerist við, Valur vann! Þetta er eftirminnilegasti leikurinn, sem ég hef verið áhorfandi að. Eins og ég sagði horfði ég oft á leiki Vals eftir að ég hætti, en ég varð að leggja það niður, mest fyrir það að ég var svo spenntur að ég átti það til að sparka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað: 29. Tölublað (24.12.1970)
https://timarit.is/issue/306750

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. Tölublað (24.12.1970)

Aðgerðir: