Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 69
VALSBLAÐIÐ
67
Frímann ticlgason:
Þess skal getið, sem gert er
Valsntcnn hcítíu gciað unnt ttirgi ttjörnssgni að hantlf jatla
nicistarabihurinn í útihanilhnattlcih í fiinintúnila
shiptið, unilir öðruin hringuinsticðiiin
Það er alkunn saga, að þátttaka í
íþróttum, og þeirri keppni, sem þar
fer fram í hinum ýmsu greinum, býð-
ur upp á gleði og sorgir. Ungi mað-
urinn, sem gengur til keppninnar sig-
urreifur og fullur af áhuga getur átt
það á hættu að vonir hans bregðist.
Skrefin út af leikvanginum eftir við-
ureignina geta orðið hin þungu spor
þess sigraða. Hinn góði íþróttamað-
ur getur þó alltaf huggað sig við
það, að hann hefur alltaf gert sitt
bezta, bæði á æfingum og í keppn-
inni. Reynsla liðins tíma hefur sann-
að að í flestöllum tilvikum komi að
því að sá maður eða hópur manna,
sem myndar keppnislið, og alltaf
gera sitt bezta, hljóti sigurlaunin
fyrr eða síðar, og njóti þeirrar
ánægju, sem sigurinn veitir, ein-
staklingum og félögum. Sigurinn
verður undantekningarlítið fyrir at-
beina þeirra, sem gera sitt bezta,
bæði innan keppnissvæðisins og utan
þess.
Þessi atvik eru alltaf að ske í
hverjum leik, hverju móti þar sem
tveir eða fleiri eigast við.
Eitt af þessum óumflýjanlegu at-
vikum, þar sem einn tapar en annar
vinnur, átti sér stað á íþróttahátíð-
inni í Laugardal í sumar á íslands-
mótinu í handknattleik úti. Ekki er
að efa að Valsmenn hafa glaðzt
óvenjulega yfir þessum sigri, að hafa
hafa farið beint inn í A-landsliðið
eftir að hafa keppt með u-landslið-
inu í NM og ekki farið út úr lands-
liðinu aftur, má þar nefna Björgvin
Björgvinsson sem dæmi. Nú, ég veit
fyrir mig, að ég fór beint inn í mfl.
Vals, þegar ég kom heim, en hafði
verið svona við að komast í hann
áður og mér fannst ég miklu örugg-
ari en áður.
— Og að lokum Stefán, viltu
segja eitthvað um handknattleikinn
í Val?
— Lið okkar er ótvírætt á upp-
leið og ég held, að það sem menn
hafa verið að vonast eftir út úr
þessu liði, komi í vetur. íslands-
meistaratitillinn í útimótinu í sumar
rennir stoðum undir þessa skoðun, og
þótt okkur hafi gengið misjafnlega
í Reykjavíkurmótinu (sem stendur
yfir, þegar þetta er skrifað) þá eru
það aðeins fæðingarhríðirnar að
öðru meiru.
Ég er Stefáni alveg sammála, hann
talar af reynslu, en ég af óskhyggju,
og ef þetta fer saman, þá er vel.
tekizt að sækja bikarinn í hendur
Hafnfirðinga, sem tóku hann af
Val fyrir 14 árum síðan, og verið
hafa nær ósigrandi stórveldi í hand-
knattleiknum, ekki tapað útimóti á
þessum árum, þar til í sumar, og má
gera ráð fyrir að langt verði þar til
það met verður slegið. Gera má fylli-
lega ráð fyrir, að FH-ingar hafi átt
sínar einlægu vonir um að takast
mætti að bæta einum sigrinum enn
við, svo þeir yrðu 15 talsins í röð.
Að það tókst ekki hafa án efa orðið
vonbrigði hinum sigursælu Hafn-
firðingum. En svona er þetta, keppnin
býður upp á gleði og vonbrigði. Það
mætti ef til vill orða það svolítið
öðruvísi: Hún býður upp á varan-
lega gleði og stundarvonbrigði, því
það dásamlega við þetta allt er það,
að tíminn breiðir yfirleitt yfir allar
sorgir, og 1 minningunni verður þetta
samfelld skemmtun, sem yljar, þegar
árin líða.
Á íslandsmótinu í sumar kom
meira til en töp og sigrar, og átti það
að vera aðalinntak þessa greinar-
korns.
í liði F. H. lék maður, sem leikið
hefur í öllum þessum mótum, sem
FH hefur unnið svo glæsilega, og er
nær öruggt að það met verður varla
slegið á næstu áratugum. Maður
þessi er Birgir Björnsson, kunnur
öllum þeim, sem fylgzt hafa með
handknattleiknum s.l. 15—20 ár. Og
margir munu þeir hafa verið sem
hefðu unnt Birgi þess að verða ís-
landsmeistari í 15. sinn í Útimótinu
í handknattleik í röð.
Það mun ekki á aðra hallað þó
sagt sé, að Birgir hafi verið einn
virkasti handknattleiksmaður þessa
lands í öll þessi ár. Hann hefur ver-
ið stoð og stytta félags síns á leik-
velli. Utan vallar hefur hann ekki
verið síðri, og á hann vafalaust einn
ríkasta þáttinn í samheldni þeirra
FH-inga, en FH hefur sem kunnugt
er verið forustufélag í handknatt-
leiknum í fjölda ára.
Þessi starfstími Birgis og sá
leikjafjöldi sem hann hefur að baki
fyrir FH eða nær 400, talar sínu
máli um viljastyrk og elju fyrir fé-
lag sitt. En þó að Birgir hafi verið
virkur þar, er þar með ekki sögð öll
sagan. Hann hefur verið valinn til
að leika í landsliði íslands 29 leiki
og oft kjörinn sem fyrirliði í þeim
leikjum. Segir þetta nokkuð til um
getu hans sem handknattleiksmanns.
Birffir Björnsson, með sijfurkrans seni fer
honum vel.
Vegna reynslu sinnar og þekkingar
á handknattleiknum hefur hann ver-
ið um árabil landsliðsþjálfari Hand-
knattleikssambandsins.
Þó að Birgir hafi haft meira en
nóg að gera í sambandi við félag sitt
og eigin þjálfun, sem hann hefur
sannarlega ekki vanrækt, hefur hann
rétt einstökum félögum hjálparhönd,
þegar illa hefur staðið á. Þannig
minnumst við Valsmenn hans með
þakklátum huga, þegar hann hljóp
undir bagga hjá Meistaraflokki einn
veturinn, og gerði það af sínum al-
kunna áhuga.
Og enn er Birgir fullur áhuga og
í fullu starfi fyrir handknattleikinn,
og á vafalaust eftir að vera það enn
um áraraðir.
Það eru einmitt svona menn, sem
íþróttahreyfinguna vantar, menn
sem gefa fordæmi með áhuga sínum,
krafti og elju. Ef til vill sjáum við
þetta ekki nema með öðru auganu,
sem verður til þess að við veitum
þeim ekki þá viðurkenningu, sem
þeir eiga á meðan þeir eru og heita.
Það gæti þó verið þeim örvun og
hvatning í starfi að finna að sá vilji
og sú orka, sem í þetta er lögð, sé
metin um leið og verkið er unnið. En
hvað um það, Birgir hefur skrifað
merkilegt blað í sögu handknatt-
leiksins á íslandi, og hafi hann þökk
fyrir.