Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 47

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 47
VALSBLAÐIÐ 45 fannst mér það nú heldur ábyrgðar- mikið starf. Ég álít að sú tilbreytni að skrá leikina hafi verið mikils virði fyrir félagið að eiga þegar fram liðu stundir, og eftir því sem ég bezt veit, var það Frímann Helgason, sem kom því í verk. I öðrum flokki var ég ekki lengi, varla lengur en eitt ár. í þriðja flokki hafði ég leikið sem bakvörður, en þegar ég kom í annan flokk var ég settur sem miðherji. Síðasti leikur minn í öðrum flokki var í úrslitaleik við Fram að mig minnir. Þetta var nokkuð góður flokkur. Það var nú ýmislegt sem var þess valdandi, að ég hætti. Ég hafði verið í leikfimi í ÍR allmikið og var svo óheppinn, að ég tognaði á báðum úlnliðum, og háði þetta mér nokkuð þó í knattspyrnu væri. Annað atvik var líka, sem ef til vill hefur haft sín áhrif á mig, en það var í leiknum við Fram. Ég var orðinn miðherji, og hafði í leiknum þá aðstöðu að jafna úr ágætu tæki- færi, en leikar stóðu þá 2:1 Fram í vil. Þá elti mig •— við skulum kalla það óheppni — ég misnota tækifær- ið hrapallega. Þetta var meira en ég í rauninni þoldi og kenndi mér um þetta, og skammaðist mín mikið, og ég held að þetta hafi rekið mikið á eftir mér að hætta, en í andanum hélt ég alltaf áfram, og gleði og sorgir Vals voru einnig mínar og það fram á þennan dag. Um þetta leyti var farið að kræla á einhverri tilhneigingu til annarra áhugamála, eins og hljómlist og myndlist og varð það alltaf sterkara og sterkara, og hafði það yfirhönd- ina. Hinsvegar hef ég verið svo mikill Valsmaður, að ég fer helzt ekki á völlinn, ef það eru þýðingar- miklir leikir, sem Valur leikur, því þá finnst mér að Valur tapi alltaf þegar ég kem á Völlinn, og líkist að því leyti Erlendi Ó. Péturssyni, en hann var sagður ófús að horfa á leiki, sem útlit var fyrir að KR tapaði. Þegar ég lít nú til baka yfir feril Vals, síðan ég hætti að leika með, er skemmtilegt að vera þess var, að engin leiðinleg atvik koma fram í hugann. Hinsvegar man ég mörg skemmtileg og elskuleg atvik. Er þar fyrst að segja að ég gleymi aldrei þegar ég gekk í Val. Á þeim árum vorum við Guðjón bróðir minn þeir einu, sem voru í rauðu peysunum á þeim slóðum, sem við áttum heima. Það var mikið þar af Víkingsmönn- um, og þar voru og tveir úr KR, og var haft svolítið horn í síðu þeirra. Þá fundum við upp það ráð, til þess að allt félli nú saman, að stofna strákafélag. Hlaut það nafnið Garp- ur! Þetta var ágætt félag, sem inn- heimti gjöld til að kaupa bolta fyrir. I 1‘anniff skreytti Sifffús Halldórsson fyrstu fyrirliðabókina í þriðja flokki. Við vorum nú ekki vel séðir af öllum þarna í nágrenninu, því bolt- inn vildi fara á staði, þar sem hann gat valdið tjóni. Ég minnist þess að þarna var kona, sem okkur þótti heldur grimm, og ef við misstum boltann inn í garðinn hennar, þá fengum við hann venjulega skorinn í sundur. Ég veit nú ekki hvort það er ein- hver lýsing á mér, að eitt sinn, þeg- ar við misstum boltann inn fyrir til hennar, að ég fór að dyrunum til hennar og hringdi dyrabjöllunni, og kom hún til dyra. Ég spurði hana ákaflega kurteislega, hvort hún vildi nú ekki vera svo góð að lofa mér að sækja boltann, sem hefði farið í garðinn hennar. Hún svarar: „Alveg sjálfsagt, þegar svona kurteis drengur kemur og biður, er það alveg sjálfsagt, ég skal koma með þér“. Og ég fékk boltann óskertan, og næpu! Eftir þetta var litið á mig sem mikla hetju í hverfinu! Þetta hafði þau áhrif, að við fórum að skilja, að boltinn gat eyðilagt plöntur, og eftir þetta var friður og spekt þarna. Einhvernveginn var það svo að Framarar gátu ekki fengið að vera með og var ástæðan sú, að þeir voru suður í Pólum. Síðar, þegar ég fór að kynnast þeim, urðu þeir góðir vinir mínir, og kom það stundum fyrir, að þeir vörðu mig, lítinn snáð- ann, ef á mig var ráðizt, því þeir voru orðnir mín lífvarðarsveit. Það var gaman að vera Valsmað- ur á þessum föstu sigurárum Vals frá 1930—1945, og þá þorði maður alltaf á völlinn. Frá þeim árum er mér sérstaklega minnistætt, þegar Valur gerði jafn- tefli við þýzkt úrvalslið hér 1938. Ég tel það mesta sigur, sem unninn var til þess tíma og jafnvel síðar. Mörg fleiri atvik og sigrar hjá félaginu eru mér minnistæðir. Hvað mig per- sónulega snertir er það skemmtileg- asta atvikið innan Vals, þegar mér var tilkynnt, að ég hefði verið kjör- inn í „Fulltrúaráð Vals“. Það var einhver sú bezta gjöf, sem ég hef fengið í langan tíma. Það er eins og maður sé kominn heim til sín, þegar maður kemur á fundi þar, sér og hittir þessa gömlu félaga, sem mað- ur sér nú ekki lengur daglega. Það- an fer ég endurnærður hverju sinni, og þar finnst mér afskaplega gaman og gott að vera. Ég kem þar raunar oft í annan tíma og að standa á þessari lóð er þó alltaf nokkurs virði fyrir Vals- mann. Mér eru margir Valsmenn minni- stæðir, og þetta lið, sem átti sína miklu sigurgöngu, og einstaklingar þess voru mér kærir, og mér þótti vænt um þá alla og þar get ég engan sérstaklega dregið fram. Frá þessum árum minnist ég einn- ig góðra knattspyrnumanna frá öðr- um félögum, og vil ég þar fyrst nefna Þorstein Einarsson úr KR, ég hafði alltaf gaman að horfa á hann. Hann var alltaf hressilegur, og svo hafði maður skömm og gaman af að sjá hvað hann gat notað hendurnar snilldarlega, eins og hann drap svolít- ið á í viðtali hér í blaðinu, fyrir fáum árum. Þá var gaman að horfa á Björgvin Schram úr KR og einnig Brand Brynjólfsson úr Víking. Úr Fram er mér einna minnistæðastur Jón Sigurðsson, sem var ágætur út- herji og hættulegur. Ég man alltaf eftir atviki, sem var dálítið spaugilegt og jafnframt svolítið leiðinlegt, en það var í sam- bandi við Agnar Breiðfjörð. Hann var geisilega hraður á sprettinum, og var í þessum leik búinn að leika á tvo, þrjá menn, er kominn innfyrir alla og í dauðafæri, og sparkar þá beint upp í loftið, og himinhátt yfir slána. Ég þekkti Agnar, og hann var einn af þeim, sem við strákarn- ir vorum ákaflega hrifnir af. Eftir leikinn spurði ég hann: Hvers vegna skauzt þú svona beint upp í loftið maður? Og hann svarar: „Ég skal segja þér það, ég var nefnilega bú- inn að horfa svo mikið á boltann alla leið fram völlinn, og þegar ég leit upp hef ég sjálfsagt villzt á loft- skeytastöngunum! Ýmsir forustumenn Vals eru mér minnistæðir og kærir, og vil ég nefna Ólaf Sigurðsson, sem var góð- ur forustumaður og Valsmaður. Þá vil ég minnast á Frímann Helgason, því hann var einn af þeim mönnum, sem við yngri strákarnir litum upp til, sérstaklega hvað þeir voru dug- legir í öllum kappleikjum, og ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.