Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 30

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 30
28 VALSBLAÐIÐ Vt'ímann Hvltfttstnt: Björn Carlsson í byrjun þessa árs, eða 19. janúar, átti Björn Carlsson sextugsafmæli. Það fór lítið fyrir því, og honum hafði næstum tekizt að fela það fyr- ir okkur, en fyrir einstæða tilviljun komst þetta upp í tæka tíð, svo hægt var að minnast hans örlítið, og skýra lesendum blaðsins frá þess- um tímamótum í ævi Björns. Þó knattspyrnumenn Vals hafi fyrst og fremst notið starfskrafta hans, mun hann þó kunnur öllum þeim, sem koma suður á Hlíðarenda, fyrir áhuga sinn og elju fyrir félags- málunum. Við höfum á mörgum und- anförnum árum séð hann þar nær daglega meðan æfingar standa og keppnistímabilið stendur yfir. Ekki mun þessi áhugi hans þó stafa af því að hann á yngri árum hafi ver- ið keppandi og „stjarna" í knatt- spyrnunni. Þó mun það staðreynd, að hann eignaðist knattspyrnuskó og mun hafa notað þá á blettum og túnum á árunum, þegar slíkir staðir voru um allan bæ. Sjálfur þrætir hann fyrir, að hafa nokkurn tíma verið íþróttamaður. Þegar betur er að gáð hefur Björn alla sína ævi ver- ið ákafur áhugamaður um íþróttir, og stundað völlinn sem áhugamaður bæði fyrir knattspyrnu og öðrum íþróttum, sem áhorfandi. Við enn nánari athugun hjá mönn- um, sem hafa gott minni, kemur það í ljós, að hann hafi tekið þátt í frjálsum íþróttum á unglingsárum sínum og þá hjá ÍR, og er þess minnzt, að á einu innanfélagsmóti hjá ÍR vann hann langflest fyrstu og önnur verðlaun í mótinu. Ennfremur má geta þess, að hann var einn af fyrstu tennisleikurum hér í borg, og víðar kom hann við sögu. Hann var um alllangt skeið mikill áhugamaður í skátahreyfing- unni og foringi þar. Allt betta bendir til þess, að Björn hafi alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir og vafalaust gott efni, ef hann hefði snúið sér að slíku, hefði hann eflaust orðið afreksmaður. AU- ur ákafi hans og kraftur sem fram kemur í dag við þau verkefni, sem hann tekur sér fyrir hendur, nánast sanna þetta. Við í Val þekkjum hann ekki öðruvísi, og hvernig skyldi hann hafa verið á yngri árum, fyrst hann er svona núna. Hann kom því sem sannarlega góð sending inn í Val, á erfiðum tímum, þegar góðs manns var þörf, og hann brást ekki loforði, þó að hann hefði ekki skyldur við félagið á þeim árum. í tilefni af þessu afmæli Björns sextíu ára Björn Carlsson, á sínum stað. báðum við hann að segja svolítið frá íþróttaáhuga sínum í æsku, hvernig á því stóð, að hann ílentist í Val, og hafði hann m. a. þetta að segja: — Ég hef nú ekki frá miklu að segja, en þó var það svo, að 11 ára gamall fór ég í Skátahreyfinguna. Sú hreyfing var í þá daga mikið nær KFUM, en hún er núna, að mér finnst. í þessu félagi vorum við á fundum í KFUM, í búningum, og kynntist ég þá mjög náið séra Frið- riki P’riðrikssyni, enda var skáta- hreyfingin stofnuð upp úr því fé- lagi. í þessu var ég nokkuð langan tíma, og hafði mikið gott af því og gaman. Um skeið fékk ég áhuga á frjáls- um íþróttum, og það stafaði efiaust af því, að vinur minn Jón Kaldal, sem ég dáði alltaf ákaflega mikið sem hinn mikla íþróttamann sem hann og var. Hann lærði ljósmynda- smíði hjá föður mínum, og þá var ég ekki nema smá patti. Ég man eftir því, að áður en hann hætti hjá föður mínum tók hann þátt í víða- vangshlaupi og sigraði. Þá strax fannst mér þetta svo mikið, að ég varð hrifinn af þessum manni, og þetta hefur haldizt æ síðan. Þegar ég var 16 ára að mig minn- ir, fór ég í ÍR og var þá svo heppinn að Jón Kaldal var einmitt leiðbein- andi þar þá, og fékk ég að njóta til- sagnar og kennslu hans í tvo vetur og sumur. Ég var ákaflega „spennt- ur“ fyrir þessu. Voru það helzt spretthlaup, sem ég iðkaði, og svo fékk Jón mig til þess að æfa fyrir drengjahlaup. Ég tók þátt í innan- húss mótum hjá ÍR. En ég verð að segja þá sögu sem þó er erfitt að kyngja, að ég hætti of snemma. Það kom fyrir mig smá- atvik, þar sem ég var að hlaupa í drengjahlaup, og mér gengur vel, er kominn ansi langt á undan hinum keppendunum. Jón Kaldal stendur á Tjarnarbrúnni og á að segja mér til um það, hvort ég skuli hægja á eða halda hraðanum, því það var ekki lengra eftir en að Barnaskólanum gamla, þar sem markið var. 1 þess- um svifum skeður það, að það er eins og tekið sé um hjartað í mér og ég verð að snarstanza, einmitt þegar sigurinn blasti við. Útaf þessu varð ég svo eyðilagður og eitthvað ómögulegur, að Kaldal fékk mig ekki út í þetta aftur. Þarna hætti ég fyrr en skyldi, og ég sé eftir því alla ævi, að ég skyldi ekki halda áfram íþrótt- um. Hvað varðar knattspyrnuna er það að segja, að ég hef alltaf verið áhugamaður um þá íþrótt. Þau voru ekki fá sporin, sem ég átti á Gamla völlinn og Melavöllinn núverandi gegnum árin. Á þeim árum sparkaði ég mikið á svokölluðu Geirstúni og víðar með öðrum strákum, og eins var það meðan ég var enn yngri, var séra Friðrik með okkur uppi á Skólavörðuholtinu, þar sem við spörkuðum bolta. Ég dáðist að knattspyrnustjörn- unum í þá daga, og setti mig aldrei úr færi að horfa á þá. Eignaðist ég þar marga góða vini vegna þessara vallarferða minna. Nú var það ekkert ólíklegt, að ég hafi fljótt hallazt að Val, því ég var alinn upp og átti heima um árabdl á uppvaxtarárum mínum á Laugarveg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.