Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 37

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 37
VALSBLAÐIÐ 35 sparkar Þróttarinn, en markmaður okkar hálfver, og boltinn hrekkur til Þróttarans aftur, þá hlaupum við til og ætlum að verja og truflum hann og skaut hann yfir. Dómaranum lík- aði þetta víst ekki, það var á móti lögunum, og lét endurtaka spyrn- una og þá jafna þeir 2:2. Það var eins og þetta hefði hleypt krafti í okkur því síðari hálfleikinn unnum við með fjórum mörkum, en Þrótti tókst ekki að skora neitt, og endaði því leikurinn með sigri okkar 6:2, og unnum við þar með mótið. Mér finnst gaman að æfa í Val, en mér finnst að það ætti að hafa fleiri fundi með strákunum en gert er og tala þar um knattspyrnu og sýna knattspyrnukvikmyndir, þær eru svo skemmtilegar. Ég var ekki ánægður með það að sumir strákanna komu aðeins á æf- ingar rétt fyrir leikina, en það finnst mér ekki gott hjá þeim. Ég vona því að strákarnir æfi betur næsta ár. Róbert er ágætur þjálfari, strang- ur ef því er að skipta. Gunnar Friðgeirsson, fyrirliði 4. fl. A. Líklega hef ég verið 10 ára, þegar ég byrjaði að leika mér hjá Val, en í Val fór ég vegna þess að ég átti heima í Hlíðunum, og stutt að fara á æfingar. Ég man vel eftir fyrsta leiknum, sem ég lék með Val, ég var svo ákaf- lega taugaóstyrkur, eiginlega í „rusli“ eins og það er kallað. Var þetta í leik við KR, og mig minnir að það hafi orðið jafntefli, og lék ég þá með 5. C. Næsta vor fer ég svo í B-sveitina. Gekk okkur ekki vel það sumarið, komumst þó í úrslit í Haustmótinu, að mig minnir, og töp- uðum þar með miklum mun, eða 5:0. Næsta ár er ég einnig í 4. B. Þar komumst við í úrslit í Miðsumars- móti, og varð jafntefli milli Vals og KR 2:2, en KR vann síðari leikinn 2:1. Leikurinn var harður, liðin ákaf- lega jöfn og áttum við alveg eins að sigra, en þeir höfðu heppnina með sér, en ekki við. Við fórum skemmtilega ferð til Vestmannaeyja, og vorum nærri bún- ir að sigra þar, en leikurinn endaði 1:1. Þeir voru sterklega byggðir og harðir. Mér fannst við leika betri knattspyrnu í þessum leik, en það dugði ekki á móti kröftum heima- manna. Við unnum eitt mót, Reykjavíkur- mótið. Annars vantaði oft herzlu- muninn, við náðum ekki nógu góð- um samleik. í leik við KR vildi það til í miklu roki að einu sinni þegar tekið var horn að boltinn fauk inn í markið! Ég er ekki nógu ánægður með fé- lagslífið, mér finnst að það mætti halda fleiri fundi, sýna kvikmyndir og spjalla við okkur um knattspyrnu. Mér finnst líka að það ætti að vera fastur liður hjá fjórða flokki að far- ið sé á Laugarvatn og dvalizt þar nokkra daga, eða lengur en síðast, það var skemmtilegt. Þjálfarinn var góður og hafði góð áhrif á okkur, en hann mætti vera svolítið harðari við strákana. Við stóðum okkur illa í Haust- mótinu, margir strákanna fóru í sveit, og vorum við því oft í manna- hraki, og við það bættist að þeir sem gátu æfðu ekki nógu vel, þetta eru þó allt efnilegir strákar, ef þeir æfa vel. Ég geng upp núna en er ákveðinn í að halda áfram, annars er heldur dræm aðsókn að inniæfingunum, handboltinn dregur strákana meira að sér. Birgir Gunnarsson fyrirliSi 4. fi. B. Ég hef líklega verið 11 ára, þegar ég gekk í Val, en þegar ég var enn yngri hélt ég með KR. Pabbi minn var í KR, þegar hann var ungur, og æfði sund. Hann var ekkert ákafur í það að ég færi í KR, svo átti ég líka heima á Lokastígnum, en það voru margir Valsstrákar þar í kring. Ég byrjaði að keppa í C-liðinu, og seinna um sumarið var ég látinn leika með B-liðinu, og tvo leiki átti ég með A-liðinu þetta sama ár. Fyrsti leikurinn sem ég lék var við Fram og unnum við 5:0. Þá var ég vinstri útherji. Næsta ár lék ég svo í 5. fl. A. Ég man eftir skemmti- legum leik þetta sumar móti KR. Það var langt liðið á leikinn eða að- eins 10 mínútur til leiksloka, og KR- ingar höfðu skorað 1 mark en við ekkert. Leikurinn var jafn og skemmtilegur, en við vorum víst orðnir vondaufir með að jafna, hvað þá að sigra. En þá er það að mér tekst að skora og jafna. Við urðum voða kátir við þetta og hertum okk- ur, og litlu síðar skorum við annað mark — og sigruðum, og þá vorum við ánægðir. Það var skrítið, að bolt- inn fór í bæði skiptin á sama stað í markið. 1 sumar hefur þetta gengið vel fyrir okkur, við höfum unnið 2 mót, og vorum í úrslitum við Víking í Haustmótinu. Mér fannst félagslífið í fjórða flokki ekki nógu gott, það hefði átt að halda fleiri fundi, og þá held ég að það hefði lagazt. Mér fannst líka að það væri ekki mætt nógu vel á æf- ingar. Ég vil því skora á strákana að halda betur saman, og mæta betur á æfingar í vetur og næsta sumar, þá held ég að árangur yrði enn betri en hann var í sumar. Helgi er góður þjálfari, og fellur mér vel við hann, en hann mætti vera svolítið harðari við okkur en hann er. Birgir kemur víðar við en í knatt- spyrnunni því á s.l. keppnistímabili hefur hann verið fyrirliði í 4. flokki í handknattleik, og um það segir hann m. a.: Á s.l. vetri byrjaði ég að leika handknattleik og þótti strax gaman að því og byrjaði þá strax að keppa. Fyrsti leikurinn, sem ég lék í hand- bolta, var móti Fram í íslandsmót- inu í fyrra, og var jafnt 4:4. Vorum við ánægðir með það, því þeir höfðu verið í öðru sæti í Reykjavíkurmót- inu. Þetta var jafn leikur, ég held, að við höfum skorað fyrsta markið, svo jöfnuðu þeir, og gekk þetta svona áfram þar til leik lauk. Þá lék ég í horninu, en nú er ég mið- herji. Einna minnistæðastur er mér leik- ur við Víking í fyrra. Við vorum búnir að skora 6 mörk en þeir að- eins tvö, og 3—4 mínútur eftir af leiknum, en það fór svo að það varð jafntefli 6:6. Við vorum orðnir of vissir með að vinna, gleymdum að koma á móti þeim þegar þeir ógn- uðu. Við fórum að skjóta af von- lausu færi, og glopruðum þá boltan- um, þegar við sáum að hverju stefndi. Persónulega er mér minni- stæður leikurinn við Ármann i síð- asta leik íslandsmótsins að mig minnir, því þá var ég látinn taka vítakast, en ég skaut framhjá! Við töpuðum 6:3, en Ármann varð ís- landsmeistari. Þjálfarar hjá okkur í 4. flokki voru þeir Stefán Jóhannsson og Jakob Benediktsson, og féll okkur vel við þá. Ekki var mikið um fundi hjá okk- ur en þó voru fjórir töflufundir eft- ir æfingar, og fannst mér að við lærðum mikið á þeim. Strákarnir mæta yfirleitt vel á æfingar, og mér finnst samstarfið og samhugurinn góður í liðinu. Annars finnst mér æfingarnar of
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.