Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 39

Valsblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 39
VALSBLAÐIÐ 37 þess var, að þetta hafði góð áhrif á mig, komst fyrr í gang, fékk meira þol og mér fór fram í leikni með knöttinn. Þegar ég lít yfir tímabilið, er ég ekki ánægður með annan flokk. Það endurtekur sig alltaf sama sag- an, að flokkurinn fær ekki mann, sem getur einbeitt sér að honum. Það er ekki nóg, að æfingatímarn- ir séu ekki á sama tima og hjá meistaraflokki, það þarf að ætla flokknum tíma til fundahalda og umræðna um okkar mál. í sumar var t. d. aðeins einn fundur haldinn til að ræða um málin, en þá voru allir stórleikir búnir, það var fyrir heppni að við lentum í úrslitum eftir það og töpuðum. Ég álít því, að það þurfi að ráða þjálfara, sem hefur góðan tíma til að sinna þjálfuninni. Það getur meistaraflokksmaður aldrei gert, þótt hann sé ágætur þjálfari og geri sitt bezta. Mér finnst málin séu orðin þannig, að annar flokkur sé orðinn fyrir meistaraflokk eins og fyrsti flokkur var áður, og þess vegna verður al- veg sérstaklega að sinna þeim og undirstrika þá muninn á meistara- flokki og öðrum flokki. Það sýndi sig í sumar, að þegar verið var að leita að mönnum í meist- araflokk var alltaf farið í annan flokk. Áður var fyrsti flokkur vara sjóður meistaraflokks, en núna er hann meira hópur manna, sem vilja leika sér þegar gott er veður. Ég vil álíta, að margir ungir efni- legir menn, sem ganga upp úr öðr- um flokki, týnist á þeim tímamót- um, vegna þess að þetta er ekki tek- ið nógu alvarlega. Ég segi nú ekki að á næsta ári sé mikil hætta á að margir hverfi, því það eru svo fáir, sem ganga upp þá. En árið þar á eftir ganga margir upp eða 8—10 strákar, og allir efnilegir. Þá kemur hættan að menn hverfi, vegna þess að þeir hafa ekkert verkefni. Ég er fylgjandi því að menn séu teknir úr öðrum flokki til að leika með meistaraflokki, og þá sérstak- lega ef til er eðlilegur fyrsti flokkur, sem er þess umkominn að veita ann- ars flokks mönnum eðlilegan þroska, á leið sinni upp í meistaraflokkinn. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé vafasamt að sami þjálfari fylgi sama hópnum ár eftir ár í yngri flokkun- um. Þjálfarar mynda sér oft ákveðn- ar skoðanir á leikmönnum og marka þeim ákveðinn bás, og hnika þeim lítið til eftir það. Sjaldan hafa tveir þjálfarar sama mat á mönnum og reyna því að setja þá á aðra staði í liðinu og sjá hvernig þeir duga þar. Þetta finnst mér eðlilegt, og svo verður það meira gaman fyrir unga manninn að vera ekki alltaf bundinn á sama stað. Ég er einn þeirra fáu, sem ganga upp núna, og er ákveðinn í því að halda áfram, fyrst og fremst vegna þess að mér þykir gaman að leika knattspyrnu. Ég vona sannarlega, að félagar mínir, sem á eftir koma, haldi áfram, þó að við verðum þá allir komnir á „hættusvæðið“ sem ég gat um hér að framan, en vonandi fáum við verkefni. Mér finnst líka, að það ætti að vera fastur liður í starfi annars flokks að fara ferð til útlanda, t. d. þriðja hvert ár. Fæstir hafa á þeim árum farið til útlanda. Það er því mikið ævintýri fyrir unga menn, sem mundi efla æfinga- sókn og gefa aukinn árangur. Slíkar ferðir þjappa mönnum saman félags- lega, og frá þeim eignast menn ógleymanlegar minningar. Helg:i Benediktsson, fyrirliði í 2. fl. B, knattspyrnu. Þetta hefur gengið alveg sæmi- lega hjá okkur í sumar. Við unnum Reykjavíkurmótið, vorum í úrslitum við Fram og unnum 4:2. í þessu móti höfðum við mjög gott lið, en svo var farið að taka menn úr A-liði annars flokks fyrir meistaraflokkinn og þá þurfti að taka úr B-liðinu til þess að styrkja A-liðið og þá voru auðvitað beztu strákarnir teknir. Við þetta veiktist B-liðið allt of mikið, þetta gengur víst alltaf svona, en það er ákaflega leiðinlegt. Frammistaðan í Miðsumarsmótinu var þó sæmileg. í leiknum við Víking vorum við komnir í 3:1, en þegar eftir voru 10 mín. af leiknum, hafði Víkingur tekið forustuna 4:3. En svo skorum við tvö mörk og vinnum 5:4. í leiknum við KR leit þetta lengi vel illa út, því að þeir höfðu skorað 2 mörk en við ekkert, þegar 10 mín. voru eftir af leiknum, en þá skorum við eitt mark 2:1, og rétt fyrir leiks- lok verður einn varnarmaður fyrir því óhappi að spyrna með þrumu- sparki í eigið mark, og endaði leikur- inn því 2:2. En svo töpuðum við fyr- ir Fram, en þar voru strákarnir ekki nógu ákveðnir. 1 Haustmótinu töpuðum við fyrir Víking 9:3, en þá var svo komið, að onginn áhugi virtist í liðinu fyrir leiknum, og þetta gekk allt á aftur- fótunum, kæruleysi var ríkjandi og ekkert gekk. Yfirleitt var félagsandinn góður, og okkur féll vel við þjálfarann, sem var Þorsteinn Friðþjófsson, miðað við það að hann varð að æfa og keppa með meistaraflokki. Annar flokkur ætti að geta orðið góður og sterkur næsta ár, ef þeir halda áfram og standa saman. Þetta er hópur, sem hefur haldið saman síðan þeir voru í 5. flokki, og náð góðum árangri í yngri flokkunum. Helga Bolladóttir fyrirliði í 3. fl., handknattl. Eg held að ég hafi verið 8 ára, þeg- ar ég byrjaði að æfa handknattleik í Val, og þá hjá Þórarni. Mér hefur alltaf þótt gaman að æfa og vera með. 1 fyrra keppti ég í fyrsta sinn, og var það skemmtilegt og unnum við leikinn 7:2, en það var í íslands- mótinu í fyrra. Mér tókst að skora eitt mark í leiknum, og fannst það skemmtilegt. í haust hefur þetta gengið sæmilega, þó urðum við fyrir vonbrigðum, þegar við lékum við Víking. Við höfðum talið víst, að við mundum sigra, en það fór nú á aðra leið, þær unnu með 3 mörkum gegn einu. Ef til vill herðir þetta okkur upp, og svo mikið er víst, að við fór- um á æfingu sama daginn og leikur- inn fór fram! Það mæta margar stúlkur á æf- ingu hjá okkur, en þó misjafnlega eða frá 20—40 stúlkur. Við höfum góða þjálfara, en þeir eru: Jóna, sem er aðalþjálfarinn, og Soffía, og fellur okkur vel við þær. Mér þykir gaman á æfingunum og ekki síður í kapp- leikjunum, ég er því ákveðin í því að halda áfram, þegar ég geng upp í annan flokk. Við höfðum ekki neina fundi s.l. vetur, en ein skemmtun var haldin, sem mér fannst mjög skemmtileg. Ég vildi svo að lokum segja það, að mér finnst mjög gaman að vera í Val og leika mér með góðum félög- um. Sigurbjörg Pétursdóttir, fyrirliði 2. fl. kvenna. Ef ég man rétt byrjaði ég að æfa handknattleik í Val, þegar ég var 12 ára. Um sumarið var Þórarinn þjálf- arinn, en um veturinn voru það þær Ragnheiður og Sigurbjörg, sem æfðu okkur. Atvikin til þess að ég fór í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.