Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 26
24
skóla, heldur fengu honum heimakennara, sem
samboðnir þóttu hinu veglega heimili. Um fjórtán
ára aldurinn var hann samt sendur á svonefndan
Graton skóla, sem var sérstofnun fyrir börn hinna
auðugu og aðalbornu. Að loknu námi þar var hann
sendur til Harvard háskólans; útskrifaðist hann
þaðan með góðum vitnisburði árið 1904. Þótti hann
á þessum árum skara fram úr jafnöldrum sínum í
leikfimi og íþróttum. Snemma hneigðist hugur
hans að opinberum störfum, og til frekari undir-
búnings undir lífsstarf sitt innritaðist hann í laga-
deild Columbia háskólans. Þar lauk hann prófi
vorið 1907, og fór þá strax að fást við málafærslu-
störf. Meðan á laganáminu stóð, gekk hann að eiga
frænku sína, Önnu Eleanor Roosevelt, 17. marz
1905. Var hún dóttir Elliotts, bróður Theodórs
Roosevelt fyrv. forseta. Er sagt að forsetinn hafi
tekið þátt í giftingarathöfninni, og að þessi bróður-
dóttir hafi veriö hið mesta uppáhald hans. Þeim
hjónum hefir oröið fimm barna auðið. Eru þau:
James, Anna, Elliott, Franklin D. og John A. Roose.
velt. Fjölskyldan hvað taka ákveðinn þátt í starfsemi
biskupakirkjunnar og tilheyrir þeirri kirkjudeild.
Snemma hóf Roosevelt þessi göngu sína á stjórn-
málabrautinni. Árið 1910 var hann kosinn efri
deildar þingmaður (Senator) í New York fylki. Var
það hinn glæsilegasti sigur fyrir svo ungan mann,
einkum ef þess er gætt að samveldismenn voru þá
ráðandi í fylkinu, en Roosevelt fylgdi ávalt fast
fram stefnu sérveldismanna. Mun ættarnafnið
hafa orðið honum drjúg hjálp þá sem síðar. Roose-
velt forseti var um þær mundir eftirlætisgoð þjóðar-
innar, og margir héldu nafnsins vegna, að Franklin
væri sonur hans. Fjöldi kjósenda er jafnvel á þeirri
skoðun enn í dag.
Árið 1913 sagði Roosevelt af sér þingmensku til
að taka við embætti sem aðstoðar-flotamálartiari í
ráðuneyti Woodrow Wilsons. Hafði hann snemma
orðið hrifinn af stefnu Wilsons og hugsjónum og
stutt að kosningu hans með ráðum og dáð. Þessu