Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 64
62
bjuggu á Finnbogastöðum. Þau Marteinn og Þor-
björg giftu sig 21. sept. 1902. Þau eiga eina dóttur
á lífi. Florence, aðra mistu þau unga, er bét Agnes.
En fósturdóttir þeirra er Guðfinna Þorbjörg, systur-
dóttir Þorbjargar, er þau tóku 2 ára. Á þetta land
fluttu þau 1909. Hér hafði Marteinn bæði búskap
og verzlun og þótti góður viðskiftis. Enda er hann
drengskaparmaður í hvívetna, velviljaður og ráð-
hollur er til lians úrræða er leitað, reynist þá jafn-
an hinn ábyggilegasti. Til Árborgar fluttu þau lijón
1919, og þar eru þau nú búsett. Skrifarastörfin fyr-
ir sveitina hefur nú Marteinn á hendi, og póstaf-
greiðsluna í Árborg. Hann er prýðilega mentaður
og trúr sínum störfum. Hann er sannur Islending-
ur og hefur stórt bókasafan af merkum íslenzkum
bókum.
Alfred Marten hefur keypt landið af Marteini.
Hann er sonur Gunnlaugs bónda á Laugalandi, Guð-
mundssonar landnema í Garði í Fljótsbygð, Mar-
teinssonar bónda á Skriðustekk í Breiðdal . Kona
lians er Agnes Beatrice, dóttir Þorsteins Ingvars og
Guðfinnu Finnbogadóttur fyrri konu hans. Þau
búa nú á landinu.
Landnemi S. E. 20.
Gísli Guðmundsson Arasonar, ættaður úr Mið-
firði. Hann tók hér annan rétt á þessu landi, áður
í Breiðuvík og við hann eru Gíslastaðir kendir.
Móðir Gísla var Magðalena dóttir Nikulásar Buck
hins norska. Hennar móðir var Karen Björnsdótt-
ir Halldórssonar biskup á Hólum. Þeir voru bræð-
ur sammæðra Björn Vatnsdal og Gísli. Kona Gísla
var Steinunn Hjálmarsdóttir Guðmundssonar og
Rósu Gunnlaugsdóttur. Rósa kona Sigurðar Eyj-
ólfssonar var dóttir þeirra; (S. V. 16.) en þeirra
synir Trygvi og Unnsteinn hafa eignast landið.
Landnemi N. V. 20.
Lárus Sölvason. — Foreldrar hans voru Sölvi
Bjarnason og Sigurbjörg Gísladóttir frá Hrauni í
Tungusveit, er bjuggu í Hvammi á Skagaströnd.