Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 112
110
sonar, Kolbeinssonar, Sigmundssonar, bænda í Mývatns-
sveit. Móðir Asmundar á Þverá var Halldóra Jónsdóttir
prests á Hálsi, Þorgrímssonar prests s. st.. En móðir Frið-
geirs föður Ásgeirs var Ingibjörg Einarsdótiir bónda á
Krossi í Ljósavatnsskarði. — Svo má kalla að Asgeiri leiki
flest í höndum, er hann snertir við að gera. Og fróðari
er hann mörgum alþýðumönnum í sögu og ættvísi.
I þætti Jóns Jónssonar (bls. 43) stendur Jón “bekk”,
en átti að vera Jón “blakk”.
I þætti Bjarna Bjarnasonar (bls. 87) stendur Þor-
leikssonar, en átti að vera Þorleifssonar.
LEIÐRJETTINGAB VIÐ LANDNÁMSÞÆTTI
GEYSISBYGÐAR I NYJA ÍSLANDI.
Það er ekki rétt, sem stendur I Landnámsþætti as-
mundar Ölafssonar og Kristínar konu hans (bls. 35), að
þau hafi verið barnlaus. Þau eignuðust fjórar myndar-
legar og vel gefnar dætur: 1. Sigurbjörg Steinunn, er
skólakennari; 2. Margrét Vilhelmína, er fyrir rúmu ári
siðan útskrifuð af hjúkrunarskóla og stundar nú þau
mannúðarstörf; 3. Kristlaug Jófriður, kona Franklins, son-
ar Kristjáns járnsmiðs ölafssonar, búsett í Riverton; 4.
Asbjörg Halldóra, kona Odds, sonar Kristjáns járnsmiðs,
einnig búsett í Riverton.
Ekki er það rétt, sem stendur í þætti Oddleifs frá
Haga (bls. 61), að móðir Sigrúnar konu hans hafi verið
Ingibjörg ,seinasta kona Guðmundar föður hennar. Móðir
Sigrúnar var Kristín Gunnlaugsdóttir frá Flögu í Breið-
dal, sem var önnur kona Guðmundar.
Beðnir eru hlutaðeigendur að virða á betra veg fram-
angreindar missagnir.
Þau Magnús J. Mýrdal og Þorbjörg kona hans gleymdu
að geta eldri dóttur sinnar, Jakobínu, þá teknar voru upp-
lýsingar hjá þeim í þeirra landtökuþátt (S. V. 6, bls. 40—
41). Fyrir það voru dótturdætur þeirra, sem hjá þeim
hafa alist upp, taldar dætur Sesselju, sem var rangt, þvi
þær eru báðar dætur Jakobínu. Hér með leiðrétt sú
missögn.