Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 52
50
dóttur sinni, sem gift er enskum manni vestur í
Saskatchewan. En Stefán er í Minitonas, Man. —
Arnbjörg er mikilhæf kona, gædd miklum gáfum.
Landnemi S. V. 13.
Lárus Pálsson. — Hann er sonur Páls landnema
á Kjarna í Geysibygð (E. V. 22). Hann starfrækti
þetta land þar til hann seldi það, og keypti þá
land í Árdalsbygð (N. E. 25). Þar hefir hann búið
síðan. — Kona hans var Ingibjörg Helgadóttir
Jakobssonar. Hún lézt 20. júní 1931. Við lát hinnar
ágætu ungu konu var þung sorg kveðin að hennar
heimili og bygöinni yfirleitt. Börnin eru fimm, hið
elzta þá tíu ára, hið yngsta fárra mánaða, að nafni
Albína Ingibjörg. (Hin eru nafngreind áður, þar
sem Lárusar er getið í landnematali Árdalsbygð-
ar). Við lát Ingibjargar tók Böðvar bróðir hennar
og Guðlaug kona hans nýfæddu stúlkuna; hjá
þeim hefir hún verið síðan.
Landnemi N. V. 13.
Sigurður Sigvaldason. — Hann er sonur Sigvalda
í Framnesi í Geysibygð. Hann býr á Hvítárvöllum,
er hann keypti af Sigurmundi Sigurðssyni. En
þetta land starfrækir hann til heyfanga.
Landnemi S. V. 14.
Kristján Jónsson, Bjarnasonar frá Fögruvöllum
í Geysibygð. Hann er nú fluttur vestur í Alberta-
fylki. Þar er hann búsettur og giftur.
Landnemi N. V. 14.
Bergur Jónsson. — Hann er bróðir Kristjáns.
Hann hefir starfrækt landið og búið á því, en unn-
ið þess á milil hjá bændum með sínum vinnuvél-
um. Hann er mikilvirkur og verklaginn. Dreng-
ur er hann ágætur. Ókvæntur er hann og ein-
hleypur.
Landnemi N. V. 14.
Benjamín Daníelsson. — IJann er bróðir Guð-
jóns Daníelssonar (S. V. 1). Hann er til heimilis
í Árborg, einhleypur og ókvæntur. Hraustmenni er
hann, sem þeir bræður eru allir.