Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 79
77
Hún er dóttir Geirs Finns söðlasmiðs, síðast bónda
á Harðbak á Sléttu, Gunnarssonar prests í Lauf-
ási, Gunnarssonar prests á Upsum, síðar í Laufási,
Hallgrímssonar bónda á Kjarna í Eyjafirði, Jóns-
sonar bónda á Naustum, Hallgrímssonar bónda s.
st., Sigurðssonar, Sæmundssonar. Móðir Guðnýjar
Magneu var Valgerður Jónsdóttir prests og alþing-
ismanns á Þóroddsstað í Kinn, síðast á Breiðabóls-
stað í Vesturhópi, Kristjánssonar lireppstjóra á
Illugastöðum í Fnjóskadal, Jónssonar, Kolbeins-
sonar, Sigmundssonar, bænda í Mývatnssveit. Móð-
ir Valgerðar var Guðný Sigurðardóttir bónda á
Grímsstöðum við Mývatn. En móðir hennar var
Kristín Þorsteinsdóttir Stúdents í Reykjahlíð. Móð-
ir séra Jóns Kristjánssonar var Guðrún Halldórs-
dóttir bónda í Tungu í Fnjóskadal, Jónssonar
(bændaætt þar). Móðir Geirs Finns var Jóhanna
Kristjana, dóttir Gunnlaugs Briem sýslumanns,
Guðbrandssonar prests á Brjámslæk, Sigurðsson-
ar. Móðir Jóhönnu var Valgerður Árnadóttir pró-
fasts í Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar pró-
fasts s. st. Móðir Gunnlaugs Briem var Sigríður
Jónsdóttir prests á Gilsbakka, Jónssonar prests s.
st., Eyjólfssonar prests í Lundi. Móðir séra Gunn-
ars yngra í Laufási var Þórunn, dóttir séra Jóns
á Hálsi, er þar var prestur í 59 ár, Þorgrímssonar
prests s. st. En móðir séra Gunnars eldra var
Halldóra Þorláksdóttir bónda á Ásgeirsbrekku (það
er Ásgeirsbrekkuætt. — Börn þeirra Þorgríms og
Guðnýjar Magneu eru níu, sem nafngreind eru áð-
ur, þar sem þeirra er getið í landnámstali Árdals-
og Framnesbygða (lot 4). Þykja þau einn liinn
prýðilegasti systkinahópur. Enda þóttu foreldrarn-
ir vera hin myndarlegustu hjón. — Þorgrímur lézt
úr hastarlegri lungnabólgu þann 27. apríl 1931, á
bezta aldursskeiði. Fæddur 29. ágúst 1886. Við frá-
fall hans var þungur harmur kveðinn að hans
heimili, því hann var ágætur heimilisfaðir. Var og
við það stórt skarð höggvið í bændaflokk bygðar-
innar, því að hann var ótvírætt talinn meðal hinna