Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 29

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 29
27 framkoma í þessu erfiða og viöfangsmikla embætti varð nú til þess að ýmsir fóru að gefa honum hýrt auga, sem forsetaefni framtíðarinnar. En auðvaldssinnar létu sér fátt um finnast. Þótt Roosevelt væri “einn af þeim” fæddur og uppalinn í auðlegð og allsnægtum, hafði hann sýnt sig lík- legan til að verða talsmaður alþýðunnar, einkum hinna kúguðu og bágstöddu. Maður með slíka stefnu gat ekki átt von á stuðning frá auðvaldinu. Óttuðust þeir að hann mundi verða of róttækur. Þrátt fyrir það, er til kastanna kom, og kjósa skyldi þann er Jíklegastur væri til sigurs á útnefningar- þingi' sérveldismanna í Chicago í sumar leið, varð Franklin D. Roosevelt fyrir valinu, sem forsetaefni flokksins. Um 19 klukkustundum síðar var hann staddur í hinni miklu fundarhöll í Chicago til að taka útnefningunni. Hafði hann tekið sér far með flugvél frá Albany, N. Y. Er þetta óvanaleg að- ferð í sögu Amerískra forsetaefna, og gagnstæð viðtekinni venju. Skyldi það verða fyrirboði þess að embættisrekstur Roosevelts sem forseta verði óvenjulegur og örlagaríkur fyrir Ameríkumenn og heiminn í heild? * * * Þegar kunnugt varð að Roosevelt var útnefndur merkisberi sérveldismanna, fóru pólitískir spá- sagnarandar að láta til sín heyra frá báðum hlið- um. Töldu báðir sér sigurinn vísan. Höfðu sam- veldismenn sér það til stuðnings, í ræðum sínum, að flokkur þeirra hefði, undir venjulegum kringum- stæðum, fylgi meiri hluta þjóðarinnar. Bar sagan þeim líka vitni að síðan 1865 hefðu forsetar isér- veldismanna setið að völdum að eins 16 ár, og nú síðast liðin 12 ár höfðu forsetar samveldis- manna ráðið ríkjum. Fanst þeim þeir geta bent á undanfarin afreksverk stjórnarinnar sem trygging fyrir því að málum þjóðarinnar væri best borgið í þeirra höndum. Fanst þeim Herbert Hoov- er sjálfkjörinn til forustu. Leist þeim, sem rétt var, að ósanngjarnt væri að láta hann gjalda þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.