Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 32
30
og börn voru honum samferða, kynti hann þau eins
og hann mundi hafa gert fyrir kunningjum sínum
heima hjá sér.
Forsetinn hafði borið áliyggjur embættis síns
næstum fjögur ár. Hann hafði verið misskihnn, og
margar tilraunir hans til endurbóta lagðar út á
versta veg. Var honum svo lýst á einum af hinum
pólitfeku samkomum að hann hafi verið “fölur og
fár.’’ Hann hafði gert alt sem í hans valdi stóð til
að endurreisa viðskiftalíf þjóðarinnar. Nú átti
þjóðin að dæma hann og verk hans. Var það sízt
að undra að jafn samvizkusamur maður og Hoover
forseti bæri vott um hinar þungu áhyggiur og miklu
ábyrgð sem á lionum hvíldi, og að honum stæði
ekki á sama hvernig þjóðin virti viðleitni hans. Hinn
pólitíski ferill Roosevelts var honum ekki til fyrir-
stöðu. Hann hafði starfað innan vébanda New
York fylkis alla æfi, að undanteknum þeirn tíma
sem liann dvaldi í Evrópu. Enda þótt hann ætti
marga pólitíska andstæðinga í fylkismálum kom
samt öllum saman um að ríkisstjórn hans hefði tek-
ist vel. Hann bar engan vott um það, í útliti sínu,
að embættisannirnar hefðu haft áhrif á hann. Hins-
vegar virtist hann hlakka til að takast á hendur
enn meiri ábyrgð og margvíslegri skyldur sem for-
setaembættið mundi leggja honum á herðar.
Einna þýðingarmesta atriðið í þessum stórfeng-
lega leik, að dómi Hoovers forseta, og það sem
mestu réð um úrslitin, var áhugaleysi flokksmanna
hans, sjálfstraust og öryggi fyrst framan af, og
svo síðar algjör örvænting er þeir þóttust sjá hvað
verða vildi. í fyrstu leit svo út sem Hoover forseti
áliti það ósamboðið stöðu sinni að gerast atkvæða-
smali. Reiddi hann sig í því efni á undirmenn sína,
einkum Everett Sanders, sem var forstöðumaður í
kosningabaráttu hans. Hann virtist í fyrstu örugg-
ur og hafðist ekki að. Loks er úrslit fylkis kosn-
inganna í Maine urðu kunn, virtist það renna upp
fyrir samveldismönnum að mótspyrnan væri alvar-
legri en þeir höfðu ætlað. Hoover forseti lét þá