Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 101
99
frænda síns. Þar býr hann. Kona hans er Margrét
Guörún. Þau giftu sig 12. maí 1932. Foreldrar lienn-
ar eru þau Jóhannes Albert Wilson og Jóhanna
Guðmundsdóttir frá Litla-Vatnsskarði.
LANDNEMAR GEYSISBYGÐAR, T. 23, R. 3 E.
Landnemi S. V. 2.
Jón Sigurðsson. — Foreldrar hans voru Sigurð-
ur Ólafsson bónda á Saurum í Hraunhreppi, Ólafs-
sonar,, og Vigdís Jónsdóttir bónda á Heggsstöðum
í Kolbeinsstaðahreppi. Þau bjuggu á Ánastöðum
í Hraunhreppi, en fluttu til Vesturheims og tóku
land í Árnesbygð. — Jón tók þetta land, er kallast
Rauðkollsstaðir. — Kona hans er María Friðfinns-
dóttir, systir þeirra Sigurðar í Fagradal og Lilju
í Djúpadal. Þau giftu sig 1888. Börn þeirra eru:
1. Sigurdís, kona Jóns á Helgavatni, Jónssonar:
2. Helgi, býr á Gunnarsstöðum í Hnausabygð, gift-
ur Sigurlaugu dóttur Gunnars þar, Helgasonar; 3.
Friðfinnur, giftur skozkri konu, búsett í Winni-
peg; 4. Sigurður; 5. Vigdís; 6. Gestur, dó 25 ára.
Synir Maríu er hún átti áður en liún giftist Jóni,
eru þeir Kristinssynir, Sigurður og Kristinn, er hér
vérður getið í landnematali.
Landnemi N. V. 2.
Sigurður Kristinsson. — Faðir hans er Kristinn
Tómasson, Skagfirðingur. En móðir hans er María
Friðfinnsdóttir, sem hér er getið að framan. Kona
Sigurðar er Indíana Sigfúsdóttir frá Blómsturvöll-
um í Geysisbygð (S. V. 23). Þau giftu sig 5. marz
1917. Börn þeirra eru: 1. Páll Björgvin; 2. Sigfús
Jóhann: 3. Gestur Eyþór; 4. Sólveig. Þeim hjónum
hefir farnast vel; hafa góða forsjá með búskapn-
um; eru glaðlynd og gestrisin.
Landnemi N. E. 2.
ólaf^r Árnason. — Ættaður úr Hornafirði. —
Kona hans var Sólrún Árnadóttir bónda á Eldleysu