Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 69
G7
dóttir, landnema á Ekru í Hnausabygð, en systir
Jóns á Víðir, Sigurðssonar. — Börn þeirra eru:
1. María Violet: 2. Ingibjörg; 3. Kristján; 4. Sig-
ríður; 5. Þorbergur; 6. Guðfinna. Á þetta land sett-
ust þau hjón 1905 og bjuggu hér 14 ár góðu búi.
En 1919 fluttu þau af landinu til Riverton. Þar
eru þau nú búsett. Jón er dugnaðarmaður: bráð-
greindur er liann og skemtilegur. Saknað var
þeirra hjóna, er þau fluttu úr bygðinni.
Valdimar Jóhannesson keypti landnámsjörð Jóns
Halldórssonar. Hér býr hann, sem áður var
getið (S. V. 3). Faðir hans var Jóhannes bóndi á
Varðgjá við Eyjafjörð, Grímssonar bónda í Garðs-
vík á Svalbarðsströnd, Jóhannessonar bónda í
Fjörðum. Móðir Valdimars er Ragnheiður Davíðs-
dóttir bónda í Glaumbæ í Reykjadal, Jónssonar
bónda á Þeistareykjum, Guðmundssonar bónda
þar. En móðir Ragnheiðar var Guðrún Eiríksdótt-
ir bónda í Meðalíieimi á Svalbarðsströnd, Hall-
dórssonar. Hennar móðir var Guðrún Hallsdóttir.
Móðir Jóhannesar föður Valdimars var Sæunn
Jónsdóttir bónda á Látrum á Látraströnd. En móð-
ir hennar var Jóhanna Jóhannesdóttir bónda í
Grenivík, Árnasonar hreppstjóra á Halldórsstöðum
í Laxárdal, Gíslasonar. Móðir Jóhannesar í Greni-
vík var Sigríður Sörensdóttir ens danska. Móðir
hennar var Guðrún Þorvaldsdóttir prests á Hofi
í Vopnafirði, Stefánssonar prests í Vallanesi,
skáldsins alkunna. — Kona Valdimars Jóhannes-
sonar er Kristveig Metúsalemsdóttir landnema í
Árdalsbygð. En móðir hennar var Ása Einarsdóttir
landnema þar, Eymundssonar bónda á Skálum á
Langanesi. Móðir Ásu var Þorbjörg Þorvarðar-
dóttir. En móðirEinars var Ása Pétursdóttir, systir
Jakobs umboðsmanns, föður Sigurgeirs prests til
Grundar og Möðruvalla. Bróðir Einars Eymunds-
sonar var Sigfús bóndi á Hróðlaugsstöðum, faðir
Sigurborgar móður Þóreyjar Stefánsdóttur, konu
Gests í Haga. — Þau Valdimar og Kristveig giftu
sig 12. júní 1909. Börn þeirra eru talin í þætti