Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 68
GG
Valtýs Guöroundssonar. Bróðir Kristjáns var Sig-
urður liómópati, faðir Eiríks á Lálandi í Geysis-
bygð. — Þorsteinn Ingvar er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðfinan Finnbogadóttir á Finn-
bogastöðum, en systir Þorbjargar, konu Marteins
sveitarskrifara í Árborg. Hún lézt eftir fáiTa ára
sambúð. Þau eignuðust fjórar dætur: 1. Agnes
Beatrice, kona Alfreds Martens; 2. Ingveldur Mar-
grét, við pósthúsið í Árborg; 3. Guöfinna Þorbjörg,
gift manni af enskum ættum, Gordon að nafni; 4.
Irene Olga. Síðari kona Þorsteins er Sigríöur, dótt-
ir Lárusar Sölvasonar og Lilju Einarsdóttur, sem
áður er getið. Þau giftu sig 21. júní 1919. Fimm
börn eru þeim fædd: 1. Magnús; 2. Lára; 3. Guð-
björg Jóhanna; 4. Kristján: '5. Ingvar, á fyrsta ári.
Þorsteinn Ingvar er búmaður góður og stundar
vel sitt heimili og hefir bygt það vel upp. Hann er
maður prýðilega greindur, stiltur og gætinn, sjálf-
stæður í skoðunum sínum, fáskiftinn um annara
skoðanir eða athafnir og lætur lítið á sér bera.
En hann getur verið reiðubúinn að koma fram með
kjarnyrtar og liðlega kveðnar vísur án nokkurs
umhugsunartíma, en þeirri gáfu flíkar hann heldur
ekki mikið framan í almenning. — Sigríður kona
hans ólst upp hjá þeim Magnúsi og Guðbjörgu. Og
nú hefir hún gengið sinni öldruðu fósturmóður í
dóttur stað — sem dvelur nú hjá henni — og fær
notið þeirrar ánægju, að endurgjalda þá ástúð
og umhyggjusemi, er hin göfuga velgerðamóðir
hennar sýndi henni áður, og gerir líka mikið til
þess að heimilislífið geti orðið henni ánægjulegt á
hennar ellidögum, því Sigríður er góð húsfreyja
og myndarleg í sinni hússtjórn.
Landnemi S. V. 30.
Jón Halldórsson. — Faðir hans var Halldór Jóns-
son, landnemi í Fljótsbygð, sem þar er getið í land-
nematali. Bræður Halldórs eru þeir Páll á Kjarna
í Geysisbygð, og hinn listfengi gáfumaður Þorgrím-
ur á Akri í Fljótsbygð, báðir háaldraðir menn, enn
á lífi. Kona Jóns Halldórssonar er Anna Sigurðar-