Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 65
63
Kona hans var Lilja Einarsdóttir, er ólst upp hjá
Unu á Örlygsstöðum. Þau hjón eru bæði dáin. Þau
áttu þrjá sonu, sem allir eru dánir: Jóhannes, er
nam hér land; Sigurður, er féll á vígstöðvum
Frakklands í stríðinu mikla, og Edward, er dó ung-
ur. En dætur þeirra eru: Sigríöur, seinni kona Þor-
steins Ingvars, og Sigurbjörg, gift manni af Þýzk-
um ættum. Sonur Lárusar með Júlíönu, er var
ráðskona hans síðustu árin, er Kári Skarphéðinn.
Júlíana býr nú á landinu með Franklín syni sín-
um, er hún átti með manni sínum, er þá var dáinn,
er hún kom til Lárusar. Faðir hennar var Bjarni
Júlíanusson, hálfbróðir, sammæðra, Jóns í Odda
og Guðmundar sterka landnema, í Geysisbygð. En
móðir hennar var Steinunn Gísladóttir og Steinunn-
ar, áður getið (S. E. 20).
Landnemi N. E. 20.
Benedikt Gugmundsson. — Hann var seinni mað-
ur Sigurbjargar móður Lárusar Sölvasonar.
Landnemi S. V. 24.
Benedikt Valdimar Sigvaldason. — Hann er son-
ur Sigvalda í Framnesi í Geysisbygð. Hann starf-
rækir þetta land til heyfanga, en hýr á föðurleyfð
sinni — Framnesi (Lot V.V. 22).
Kaupandi S. V. 29, skólasec. !4-
Sigurður Sigvaldason. — Hann er bróðir Björns
Ingvars, sem áður er getið (N. V. 18). Kona hans
er Eggertína dóttir Þorleifs Sveinssonar, landnema,
er síðar verður getið (II, N. V. 24). Þau giftu sig
29. maí 1924. Fjögur börn eru þeim fædd: 1. Ingi-
björg; 2. Arleif; 3. Lilja; 4. Sveinn, á fyrsta ári.
Bæði eru þau hjón greinileg og skýr, en láta lítið
á sér bera út á við; eru samhent við búskapinn,
er þau stunda af áhuga samfara hyggindum; er
og heimilislíf þeirra hið ánægjulegasta, er byggist
á dagfarsprýði þeirra hjóna.
Kaupandi N. V. 29, skólasec. 14-
Kristjón Kr. Finnsson. — Foreldrar hans voru
Kristjón Finnsson landnemi, er síðar verður getið
og Þórunn Eiríksdóttir (II, N. E. 36). Kristjón er