Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 36
34
2. Daníel Ingimar; 3. Sofónías Normann; 4. Gyðríð-
ur Björg Alma; 5. Guðný María; 6. Guðjón Emil.
Landnemi S. E. 2.
Guðni Stefánsson. — Kona hans var Guðný
Högnadóttir. Böm þeirra eru: 1. Friðrika Sofía,
kona Þórarins Gíslasonar landnema í Árdalsbygð;
2. Þorbjörg, gift Guðmundi Björnssyni, Árnasonar,
búsett í Vancouver B. C.; 3. Gyðríður, gift Stefáni
Egilssyni, Árnasonar, búsett við Leslie, Sask.; 4.
Guðrún, hefur matsölu hús í Winnipeg; 5. Baldvin,
landnemi er getið verður. (IV. S. E. 6.) Þrjá
pilta og eina stúlku, öll á barnsaldri mistu þau
hjón heima á íslandi. Þau bjuggu allan sinn
búskap í Kjólsvík í Borgarfjarðarhreppi og þóttu
vel metin í sínu bygðarlagi. Til Vesturheims
fluttu þau 1903, en tveim árum síðar settust þau á
landið. Baldvin sonur þeirra var þar hjá þeim og
aðstoðaði þau við landtökuskyldurnar og búskap-
inn. Árið 1913 fluttu þau til Þórarins og Sofíu
dóttur sinnar. Hjá þeim létust þau bæði á sama ári
1922, komin fast að áttræðum aldri.
Landnemi S. V. 2.
Eyvindur Jónasson Doll. — Faðir hans var Jónas
bóndi í Hrossholti í Hnappadalssýslu, Eyvindsson
bónda s. st., Gíslasonar bónda í Langholti í Anda-
kíl, Jónssonar bónda í Ytri-Skeljabrekku, Gíslason-
ar bónda í Arnþórsholti, Ófeigssonar. Móðir Eyv-
indar Doll var Kristín Jónsdóttir bónda á Höskulds-
stöðum í Laxárdal í Dölum, Jónssonar bónda s. st.
En móðir hennar var Kristín, Jónsdóttir bónda á
Saurum. Hún var systir Jóhannesar föður Jónasar
á Harastöðum, föður Einars læknis á Gimli. Móðir
Jónasar föður Eyvindar Doll var Guðbjörg Guð-
mundsdóttir bónda í Eyðhúsum í Hnappadalssýslu,
af Hjarðarfellsætt. Bróðir Eyvindar er Márus Doll
í Mikley. Til Vesturheims flutti Eyvindur 1881, þá
einhleypur 23. ára, en fjórum árum síðar flutti
hann til Mikleyjar. Þar giftist liann 1886 fyrri
konu sinni, Elinborgu Elíasardóttur, Magnússonar,
er var ættuð úr Húnavatnssýslu. Eitt barn eignuð-