Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 33
31
þau boð út ganga að hann mundi sjálfur hefja um-
ferð um landið til ræðuhalda. Var það þó ekki fyr
en aðeins mánuði fyrir kosningar að hann hóf þessa
umferð sína. Kunnugir segja að svo líti út sem
hann hafi haft miður heppilega ráðunauta í kosn-
ingabaráttunni, og að það sama gildi að einhverju
leyti um forsetastörf hans. Að þessu viðbættu
sýndist hann ekki í ræðum sínum geta vakið þjóð-
ina til meðvitundar um gagnsemi stefnu sinnar, eða
kveikt eldlegan áhuga í hjörtum manna fyrir hugð-
arefnum sínum. Menn virtust hafa slegið því föstu
með sjálfum sér, að hann hefði ekki framar upp á
neitt að bjóða. Kom hér fram sem oftar að það er
erfiðara að verja en sækja.
Roosevelt kom fram í hlutverki sækjanda frá
upphafi. Hann beindi orðum sínum til fjöldans,
sem var atvinnulaus, óánægður og vonsvikinn.
Hann bauð mönnum “nýja tilraun.” Þetta var
grunntónninn í sókn hans: “Á bændabýlum vorum,
í stórborgum, bæjum og þorpum, eru miljónir borg-
ara sem ennþá ala þá von að hinir fyrri lifnaðar-
hættir þeirra og hugsjónir séu ekki að eilífu úr
sögunni. Þessar miljónir mega ekki og skulu ekki
vona árangurslaust. Eg legg mig fram; eg lofa
yður nýrri tilraun fyrir hina Amerísku þjóð. Látum
oss alla koma fram sem spámenn nýrra tíma, sem
einkennist af framsókn og karlmensku. Þetta er
meira en pólitísk barátta. Þetta er herkall. Veitið
mér hjálp yðar, ekki aðeins til að ná atkvæðum,
heldur til að vinna sigur í þessari krossferð til þess
að endurreisa velgengni með þjóð vorri.”
Af því sem að ofan er greint er það ljóst að því
fer fjarri að Roosevelt forsetaefni eða fylgismenn
hans hafi ástæðu til að ofmetnast yfir þessum
sigri, eða telja sig trygga í sessi. Ef það er satt
sem sagt er að kringumstæðurnar skapi manninn,
þá má óhætt segja að það eru atvikin sem hafa
gert Roosevelt að forseta, fremur en sérstakur
verðleiki hans sjálfs, eða yfirburðir. Ennþá erum
vér of nærri þessum viðburðum til að geta dæmt