Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 70
68
Metúsalems, í landnematali Árdals og Framness
(Lot. 12). — Ragnheiður móðir Valdimars dvelur
nú hjá þeim, ennþá ung og skemtileg í tali; er nú
komin yfir áttrætt, frábærlega minnug og greini-
leg. Eftir henni er skrifuð ætt Valdimars.
Landnemi N. V. 30.
Jón Sigurðsson. — Faðir hans var Sigurður
bóndi á Ekru í Hnausa-
bygð, Björnssonar bónda
á Borg í Skriðdal, Hall-
grímssonar bónda á
Stóra-Sandfelli, Ásmunds
sonar bónda á Borg,
Helgasonar bónda á
Svertingsstöðum í Kaup-
angssveit, Ólafssonar, er
ættaður var af Suður-
landi, en flutti norður í
Eyjafjörð. Bróðir Hall-
gríms á Stóra-Sandfelli
var Indriði á Borg, faðir
séra Ólafs á Kolfreyju-
stað, föður Jóns ritstjóra
og alþingismanns í Rvík.
Móðir Jóns Sigurðssonar
var Guðfinna Oddsdóttir
I
bónda í Borgargerði í Reyðarfirði, Pálssonar bónda
í Dölum í Mjóafirði. Móðir Guðfinnu var Helga Jó-
hannesdóttir bónda í Fjallsseli, Jónssonar bónda á
Aðalbcli í Hrafnkelsdal, Jónssonar. Móðir Sigurð-
ar föður Jóns var Margrét Eyjólfsdóttir bónda á
Ásunnarstöðum í Breiðdal, Þórðarsonar bónda á
Finnsstöðum í Eiðaþinghá. — Á þetta land flutti
Jón 1905. Litlu síðar var þar sett pósthús, er hann
nefndi Víðir. Síðan hefir liann haft þar póstaf-
greiðsluna á hendi og póstflutning milli Árborgar
og Víðis og Sylvan. — Jón Sigurðsson má óefað
telia meðal hinna fremstu forystumanna sinnar
sveitar. Hann hefir góða greind og sögulega þekk-
ingu á ýmsum sviðum, er hann getur beitt fyrir