Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 100
98
Landnemi S. E. 24.
Friðjón Viktor Kr. Finnsson. — Hann er sonur
Kristjóns Finnssonar og Þórunnar síðari konu
hans, sem áður er getið (II, N. E. 36). — Kona
Friðjóns er Guðný, dóttir Daníels Daníelssonar
pósts, Sigurðssonar. Þau giftust 2. sept 1926. Þau
eru búsett á Hnausum. Barnlaus eru þau.
Friðrik S. Finnsson keypti landið af frænda sín-
um og starfrækir það; en hann býr á því landi,
er hann keypti af Birni Jóhannssyni (S. E. 3).
T. 24, R. 2 E.
Landnemi N. V. 6.
Magnús G. Ásmundsson. — Foreldrar hans voru
Guðmundur Ásmundsson og Ragnheiður Jónsdótt-
ir, Finnbogasonar, er tóku land í Geysisbygð og
bjuggu í Fögruhlíð (Lot S. S. 35). Hann er giftur
konu af enskum ættum, mjög myndarlegri, er var
ung honum gefin. Þau eru búsett í Selkirk.
Hjörtur J. Jónasson á Jaðri keypti landið og
starfrækir það.
Landnemi S. V. 7.
Vilfreður Lárenz Kr. Finnsson. — Hann er sonur
Kristjóns Finnssonar og Þórunnar síðari konu
hans (sjá II, N. E. 36). Kona Vilfreðar er Þorgerð-
ur Lýðsdóttir landnema í Hnausabygð, Jónssonar
bónda í Hrafnadal við Hrútafjörð, Lýðssonar.
Móðir hennar var Helga Sveinsdóttir bónda á
Kletti í Reykholtsdal, Árnasonar bónda í Hvammi
í Hvítársíðu, Árnasonar bónda á Bjamastöðum,
Guðmundssonar hreppstjóra á Háafelli í Hvítár-
síðu. Móðir Helgu Sveinsdóttur var Þorgerður
Jónsdóttir bónda á Svarfhóli í Stafholtstungum,
Halldórssonar fræðimanns á Ásbjarnarstöðum. —
Þau Vilfreður og Þorgerður giftu sig 6. sept. 1927.
Dætur þeirra eru Þórunn og Helga. En sonur
þeirra er Sveinn Lárenz. Þau búa nú í Lundi, þar
sem foreldrar Þorgerðar bjuggu áður og tóku land.
Sigfús S. Finnsson er sonur Sigurðar Kristjóns-
sonar, Finnssonar. Hann keypti landnám Vilfriðar