Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1933, Blaðsíða 72
70
Landnemi S. E. 31.
Tryggvi Halldórsson. — Hann var bróðir Jóns
Halldórssonar, sem fyr var getið (S. V. 30), og
Páls á Geysir: drengur góður og greindur, sem
þeir bræður. — Kona hans var Guðný, dóttir Jó-
hannesar á Jaðri, en systir Ásgerðar konu Ár-
manns. Þau Guðný og Tryggvi eru bæði dáin. —
Börn þeirra eru Jóhannes og Kristín Halla. Eftir
lát móður sinnar ólust þau upp á Jaðri hjá Höllu
ömmu sinni.
Landnemi S. V. 31.
Ágúst Einarsson. — Faðir hans var Einar bóndi
á Hvappi í Þistilfirði, Benjamínsson, Kjartanssonar
í Kollsvík. En móðir hans var Ása Benjamínsdótt-
ir, Ágústínussonar bónda í Krossavíkurseli í Þistil-
firði. Til Vesturheims flutti Ágúst árið 1904, þá 28
ára. Landið tók hann 1910. Þar hefir hann haft
heimili síðan. Hann er ókvæntur og barnlaus. —
Ágúst er góðum hæfileikum gæddur, skýrleiks-
maður og vel ritfær, prýðis vel lagtækur og ágæt-
ur málari, enda hefir hann mest lagt þá iðn fyrir
sig um dagana.
Landnemi N. V. 31.
Valdimar J. ^igurðsson. — Hann er sonur Jóns
Sigurðssonar á Víðir. Kona hans er Sigríður, dótt-
ir Steingríms Sigurðssonar. Þau giftu sig 30. júní
1920. Synir þeirra eru tveir: Valdimar Norman og
Allan Roy. Þau hafa selt landið, en búa nú skamt
frá Scandinavia.
Albert S. Wilson. — Hann keypti landnámsjörð
Valdimars. Þar býr hann. Kona hans er Jóhanna
Guðriundsdóttir frá Litla-Vatnsskarði. Greind eru
þau hjón og skemtileg, er og ánægjulegt að heim-
sækia þau. — Þeirra verður og getið síðar (II,
N. V. 35.)
Landnemi N. E. 31.
Haraldur Sigurðsson Hólm.—Faðir hans var Sig-
urður bóndi á Æsustöðum í Eyjafirði, Bárðarson
bónda á Kerhóli, Ásmundssonar. Móðir lians var
Arnbjörg Jónsdóttir bónda á Kambahóli í Arnar-