Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 23

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 23
ALMANAK 23 bama, vel gefnar og mannvænlegar, Svanhvíti Guðbjörgu (Mrs. Gordon Josie), sem er lögfræðingur að menntun, og Málfríði Sigríði, er stundað hefir kennslustörf. Samhliða því sem Sigurður hefir verið forvígismaður í bindindismálum Islendinga vestan hafs, hefir hann látið sig mörg önnur félags- og menningarmál þeirra xniklu skipta. Hann var fvrr á árum (1901) einii af stofnendum Jafnaðarmannafélagsins í Winnipeg, enda hefir hann jafn- an hallast á þá sveif í þjóðmálum, eins og blaðaútgáfa hans og blaðagreinar ber órækast vitni. Þá var hann ein- nig snemma á árum (1903) aðal-forgöngumaður stofn- unar Hagyrðingafélagsins í Winnipeg og helzti stuðnings- maður þess, unz hann hvarf úr borginni til læknisfræði- náms í Chicago. Hann var ennfremur einn af stofnend- um Þjóðræknisfélagsins og fyrsti ritari þess (1919-21) og skipaði aftur þann sess 1942-43. Auk þess hefir hann átt sæti í fjöldamörgum meiriháttar nefndum varðandi fél- agsmál Islendinga vestan hafs og menningarmál þeirra. Þá hefir blaðamennskan verið snar þáttur í ævistarfi Sigurðai'. Auk Æskunnar hafði hann, áður en hann fór af Islandi, verið ritstjóri Dagskrár (1898-99), en vestan hafs hefir hann verið ritstjóri þessara blaða: Dagskrár II. (1901-03), Lögbergs (1914-17) og Voraldar (1918-21). Hann er gæddur mörgum ágætum blaðamanns-hæfileik- um, greinar hans ljóst og fjörlega skrifaðar, lifandi og auðlesnar, hvort heldur þær eru frumsamdar eða þýddar. Og alstaðar í blaðaskrifum hans em frelsisást hans, hug- sjóna- og mannást, ljósu letri skráðar, samhliða fyrir- litningu hans á hverskonar kúgun og lítilmennsku. Um langt skeið annaðist Sigurður einnig bama- og unglingadeildina “Sólskin” í Lögbergi, og síðar deildina “Sólöld” í Voröld; einnig þýddi hann fyrir Heimskringlu (1935) hina víðkunnu og vinsælu bamabók, Myndalaus myndabók, eftir H. C. Andersen, danska ævintýraskáldið heimsfræga. Sigurður var og ritstjóri bamablaðsins

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.