Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 25
ALMANAK 25 Og fagurlega er lífsskoðun höfundar skráð í þessum léttstígu vísum: “Ef eg gæti gleðirós grætt á lífsins hjarni, eða tendrað lítið ljós að lýsa viltu barni. Eða vakið öðrum hjá ást til bræðra sinna, kjarna hlotið hef’ eg þá hjartans óska minna.” Þetta er undirstraumurinn í mjög mörgum kvæðum hans, heit og djúp samúð með mönnum og málleysingj- um. Hann sækir tíðum yrkisefni sín beint í mannlífið sjálft; hann finnur sárt til þjóðfélagsböls samtíðarinnar, og þessvegna verða kvæði hans oft óvæg ádeila á hræsni og misrétti, á hverskonar kúgun og veilur þjóðfélagsins. Hann er í einu orði sagt: eldheitur umbóta og siðbóta- maður. Kemur það fram í fjöldamörgum kvæðum hans í Kvistum, t.d. í ágætiskvæðinu “Hvar er verk til að vin- na?”, sem er mælsk og máttug framsóknarhvöt,ogþágætir hins sama ekki síður í kraftakvæðum hans, frumsömdum og þýddum, í þágu bindindismálsins. Islenzk bindindis- mál hafa átt og eiga einn sinn djarfmæltasta og áhrifa- mesta formælanda, þar sem Sigurður er, og hann hefir altaf verið jafn djarfmæltur málsvari lítilmagnans, látið sér mest um það hugað að rétta hlut hans. Lækningar hafa því verið ævistarf hans í fleiri en einni merkingu; hann hefir viljað skera fyrir, mýkja og græða mein þjóð- félagsins eigi síður en sár einstaklingsins. Hitt vita allir, að umbótamaðurinn, sem sækir djarft og með eldmóði að

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.