Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 26

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 26
26 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: marki sínu, gengur ekki ávallt blómum stráða sólskins- braut; vopnin standa á honum. En hins er þá jafnframt að minnast, að baráttan fyrir góðum málstað þroskar mann og göfgar. Eða eins og Sigurður orðar það í einu kvæða sinna frá síðari árum: “Það stækkar bæði og styrkir mann að stara um langar vökunætur á bræðra sinna sorg—því hann er sálarlaus, sem aldrei grætur.” En í Kvistum eru, auk frumsömdu kvæðanna, ágætar þýðingar, t.d. “Börnin” eftir Longfellow, hinn voldugi “Skyrtusöngur” eftir Thomas Hood, og hið víðfræga kvæði “Maðurinn með skófluna” eftir ameríska skáldið Edwin Markham; og hefir málstaður verkamannsins eigi verið kröftuglegar túlkaður í ljóði heldur en í því kvæði. Þýðingaval Sigurðar ber því, eigi síður en frumsamin kvæði hans, vitni um samúðarríka lífsskoðun hans og á- huga hans á mannúðarmálunum. En Sigurður hefir drjúgum færst í aukana í ljóðum sínum síðan Kvistir hans komu út, enda eru nærri 40 ár liðin frá þeim tíma. Á síðari ámm hafa verið prentuð í íslenzkum blöðum og tímaritum vestan hafs mjög mörg prýðileg kvæði eftir hann, auðug að rímfegurð og djúpsæi. Sum eru kvæði þessi hugsæilegs og almenns efnis, og eiga þau jafnaðarlegast mest bókmenntagildi, eins ljóðr- æn og þau eru löngum. Einnig hefir Sigurður ort fjöldan allan af tækifæriskvæðum, sem altaf eru leikandi lipur og falleg að hugsun, og hitta oft ágætlega í mark, og fáa á hann sína líka meðal íslenzkra skálda beggja megin hafs- ins urn það að slá á þá strengi hörpunnar, sem til hjartans tala. I hinrun mörgu kvæðum hans, sem ort em til ein- stakra manna, lýsir sér einnig djúpstæður og drenglyndur

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.