Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 27

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 27
ALMANAK 27 góðhugiir hans í garð samferðasveitarinnar, og er það í fullu samræmi við hina ríku og víðfeðmu mannást, sem honurn er í brjóst borin. Einnig hefir á seinni árum komið út í blöðum og tíma- ritum vorum í Vesturheimi sægur af ágætum þýðingum eftir Sigurð af erlendum kvæðum (einkum enskum og amerískum), enda er hann óvenjulega lipur og orðhagur þýðari; hann á í ríkum mæli hæfileikann til þess að gera þýðingar sínar íslenzkar að blæ og orðavali. Meðal meii i- háttar þýðinga hans frá seinustu árum má, t.d. nefna hið merka og stórbrotna kvæði “Núverandi tímamót” eftir ameríska skáldið James Russell Lowell (Jólablað Heims- kringlu 1945, einnig í Lögbergi) og hið víðfræga og marg- dáða kvæði Rudyards Kipling “Eftir Hátíðahöldin” (í 60 ára afmælisblaði Lögbergs 1947). Lokaerindi hins fyrr- nefnda er gott dæmi þess, liversu fimum höndum og hög- um er um þá vandasömu þýðingu farið: “Brautin liggur upp og áfram, ef þú leitar sannleikans; þeir sem rétti og frelsi fagna, fylkjast undir merki hans. Fylgjum dæmi feðra vorra —fortíð þeim að baki stóð.— Æstan vetrarsjóinn siglum, sannleik kennum vorri þjóð. Framtíð lykill enginn opnar ataður með ryðgað blóð.” Það er því harla umfangsmikið, sem eftir Sigurð Júl- íus Jóhannesson liggur af ritstörfum, og eru þó ótaldar hér að framan hinar fjölmörgu greinar hans um margvís- leg efni, sem birtst hafa, utan ritstjórnartíðar hans, í

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.