Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 29
HALDOR PRÓFESSOR GÍSLASON
Eftir séra Guttorxn Guttorrasson
Á síðasta sumri andaðist í borginni Minneapolis ágæt-
ur maður af íslenzku bergi brotinn, Haldor B. Gíslason,
lengi prófessor við háskóla Minnesotaríkis. Haldor hafði
getið sér hinn bezta orðstír og aflað þjóð sinni heiðurs
á raeðal háskólamannaíþessulandi;
en Vestur-íslendingar munu lítið
hafa til hans þekkt—allt of lítið,
finnst mér. Eg tel það ekki nema
skvlduverk, og helzt í ótíma unnið,
ef mér tækist nú að kynna hann
löndum mínum.
Haldor kom barnungur til þessa
lands með foreldrum sínum, Bimi
Gíslasvni og seinni konu hans Aðal-
björgu Jónsdóttur, frá Haugsstöðum
í Vopnafirði. Björn var í fremstu
bænda röð austan lands; bjó fyrst
að Grímsstöðum á Fjöllum; flutti
þaðan í Haugstaði og gjörðist brátt
leiðandi maður með Vopnfirðingum. Hann var danne-
brogsmaður. Aðalbjörg var mesta heiðurskona, greind,
göfug og trygg í lund og manni sínum í öllu samboðin.
Sóknarpresturinn, séra Halldór Jónsson, prófastur að
Hofi, var í góðu vinfengi við hjónin á Haugsstöðum.
Þegar þeim bættist sonur í barnahópinn, 12. dag ágúst-
Haldor Gíslason