Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 30
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
mánaðar, árið 1875, gáfu þau sveininum nafn séra Hall-
dórs. Prestur kunni það vel að meta. Hann kvað við nafna
sinn þrévetran vísu þessa:
Halldór verði heillabarn,
hollur, vinsæll, þægur,
siðprúður og sómagjarn,
solli heims fjarlægur.
Vísuna geymdi Haldor í minni æfilangt; og það er alls
ekki ólílegt, að þessar heillaóskh hafi mótað hugarfar
hans að einhverju leyti þegar í barnæsku.
Um þessar mundir fór Björn að hugsa til Ameríku-
ferðar eins og landar hans margir fleiri. Ekki verður þó
sagt að fátæktin hafi synjað honum vistar á ættjörðinni.
Björn var í góðum efnum. En árferði var stirt. Hann
misti hundrað fjár í hríðarbyl árið 1878. Auk þess hafði
eldgos og öskufall farið illa með jarðargróður sumstaðar
á Austurlandi. Illeypti það í marga óhug sem meiru mun
hafa valdið um vesturfarh en tjónið sjálft. En fyrir Birni
mun það hafa ráðið mestu, að hann bjóst við að geta
trygt börnum sínum betri framtíð í Vesturheimi.
Árið 1879, í ágústmánuði, fluttu þau Björn og Aðal-
björg með barnahópinn vestur um haf til Minnesota og
settust að í hreppnum Westerheim í Lyon héraði. Gjafa-
lönd voru þá upptekin á því svæði, en Björn keypti af
Eiríki Bergmann heimilisréttinn að landi hans fyrir 900
dali. Þótti það vel borgað í þá daga. Eignarréttinn fékk
hann vitaskuld hjá Bandaríkjastjórn eftir þrjú ár.
Á landinu var bjálkahús lítið; en Björn lét þegar um
haustið reisa timburhús. Það var vandað og rúmgott eftir
því sem þá tíðkaðist, og kom í góðar þarfir byggðarmönn-
um ekki síður en fjölskyldunni. Tveim árum áður höfðu
frumbúarnir íslenzku í Westerheim stofnað skólahérað að