Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 32

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 32
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: fór Haldor á skóla í Minneota fyrst einn vetur, og síðan nokkra vetur í Marshall, því að þar var þá eini miðskólinn í því nágrenni. Tók hann þar burtfararpróf vorið 1896, og innritaðist það haust í háskóla Minnesotaríkis. Haldor kom í háskólann með ágætt veganesti, náms- gæfur miklar samfara metnaði og mannkostum. Komst því brátt í vinsældir. Hann lagði sérstaka stund á ræðu- list, og.með góðum árangri; var hann settur til þess með þremur skólabræðrum að kappræða við fjórmenninga frá öðrum skólum í Minnesota og víðar, meðal annars frá ríkjaháskólum tveimur, þeim í Michigan og Iowa. Þeir félagar gátu sér góðan orðstír á þeim vettvangi. Haldor ekki sízt þótti hann einkum ráðspakur í undirbúningi, og var því mikið sókst eftir leiðbeiningum af hans hendi í þeirri grein, þegar á námsárunum. Hann hafði nemenda hóp í kvöldskóla, kenndi þeim meðal annars ritlist og ræðuflutning, en launin komu í góðar þarfir við skóla- námið. ; Til að létta kostnaðinn leigðu þeir liúsnæði saman, háskólanemendur þrír frá Vesturhehnsbyggð, Haldor og Björn bróðir hans og John Holme síðar blaðamaður; en Ólöf systir þeirra Haldórs hélt hús fyrir þá. Haldor tók Bachelor of Arts próf vorið 1900. Var hann síðan skólastjóri í Lake Benton eitt ár, tók þá jafnframt að lesa lög, en slepti þó ekki tökum á ræðulistinni. Haust- ið 1902 hélt hann austur til Boston, stundaði nám við Emerson School of Oratory, og síðan á Harvard Sununer School um sumarið. Á næsta ári, 1904, tók hann Bachelor- próf í lögum við háskólann í Minnesota. Lítið sem ekkert fékkst þó Haldor við lögmannastarf * um æfina. Hann vann hjá vátryggingarsala næstu þrjú árin og mun þá hafa kent í kvöldskóla jöfnum höndum; en árið 1907 var hann ráðinn til kenslu við háskóla Min- nesotaríkis. Við þá stofnun vann Haldor sitt æfistarf. Fyrstu árin var hann prófessor í ræðulist við háskól- 1

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.