Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 33

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 33
ALMANAK 33 ann. Eitt af störfum hans var að búa studentahóp undir þátttöku í kappræðum milli háskólanna. Eftir tólf ár í starfi þessu tók Haldor þungan sjúkdóm og gekk undir uppskurð í Rochester; átti hann í þeim veikindum meiri hluta árs og var nokkuð lengi að ná sér aftur. Fengu há- skólavöldin honum annað starf sem léttara var talið. Mentastarfsemin er margþætt og umfangsmikil á há- skólum þessa lands, stærri skólunum ekki sízt, en Minne- sota háskólinn er einn af þeim allra stærstu. Það er ekki unnið allt í kenslustofum. Þessar miklu stofnanir veita mentunar-straumum út á meðal almennings og aðstoða smærri skóla með ýmsu móti. I þessu víðvarpi lærdóms og menningar var Haldor fengið verk. Hann annaðist fyrstu árin útvegun á hæfum ræðumönnum í fyrirlestraferðir út um byggðir og bæi. Átti það að vera léttara starf en kenslan; en Haldor var lítt vanur að hlífa sér. Hann stundaði sitt verk vel, hér eins og áður, enda fór svo árið 1926, að hann var settur yfir þessa deild í starfinu. Hún var kölluð Department of Community Service. Því embætti hélt Haldor í 18 ár, unz hann lét af störfum árið 1944. Starfsemi þeirrar deildar var aðallega í tveim þáttum þegar hann tók við—útvegun fyrirlesara og aðstoð í leik- listar—viðleitni skólanna víðsvegar um ríkið. Haldor tók þar við þriðja þættinum; það var að safna fræðandi kvik- myndum og lána ræmurnar (films) öðrum smærri skólum. Deildin öll stækkaði unnvörpum í umsjónartíð Haldors. Ræmusafnið (Film Library) er nú talið eitt af þeim allra bestu í háskólum þessa lands. Hátt á sjötta hundrað skól- ar og mentafélög fá þaðan myndir að láni árlega. Auk þessa var Haldor einn of umsjónarmönnum há- skólaútvarpsins í tólf ár, og árum saman í ritstjóm háskóla blaðsins. Hann lagði mikla stund á bókmentir og ræðu- list alla æfi; var og upphafs-meðlimur (Charter Member) í tveim félögum ræðumanna, og lagði hönd á margskon- ar störf önnur.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.