Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 34

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 34
34 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Haldor var höfundur að tveim bókum. Báðar fjalla um ræðulist. Sú fyrri heitir Effective Debating og er leið- arvísii' í kappræðum. Þá bók hefi eg því miður ekki séð. Seinni bókina gáfu út Heath & Company árið 1934. Heitir hún The Art of Effective Speaking, og er víða höfð að kenslubók í háskólum. Ræðir hún um mælskuíþróttina frá öllum hliðum. Bókin ber vott um feiknamikinn lærdóm og frábæra kunnáttu í þessari grein; flytur urmul af sýnis homum úr ræðum eftir alha-frægustu mælskumenn þessa lands; vitnar í ótal bækur, fomar og nýjar, og sýnir í öllu, að Haldor hefir verið þaullesinn á þessu sviði. Með þennan lærdóm allan fer höfundurinn eins og meistara sæmir. Fylgir hvergi kenningum eldri bóka eins og í blindni, en brýtur þær til mergjar og styður eigin álykt- anir með ljósum rökum. Þessi bók er frábærlega þýð aflestrar og víða skemti- leg, þrátt fyrir allan lærdóminn. Alþýðumenn geta haft hennar full not ekki síður en háskólanemendur. Hún mun geyma minningu Haldors um langa tíð. Allir sem þekktu Haldor, bera honum sama vitnis- burð: hann var afbragðsmaður; ötull í verki, hreinskilinn í orði, ljúfur í umgengni; hógvær og samvinnuþýður. sóktist aldrei eftir frægð eða gróða, en ávann sér hylli starfsbræðra sinna. Hann var framsóknarmaður, hafði nokkuð róttækar skoðanir í stjómmálum, en fylgdi þó Demokrötum, eða vinstra armi þess flokks. 1 trúmálum fór hann nokkuð út af förnum vegum; fann það helzt að kirkjunni að hún væri sein í svifum og fáskiftin um al- menn velferðarmál. Hann var í þrjátíu ár meðlimur Uni- tarafélags í Minneapolis. Haldor andaðist í Minneapolis 13. dag júlímánaðar 1947, tæpra 72 ára. Banamein hans var magakrabbi. Hann hafði þjáðst af því meini í tvö ár eða lengur, þolað hvað eftú annað uppskurði, sem ekki bættu nema í bili. Sjúk- dóm sinn bar hann frábærlega vel; var og með fullu ráði fram til síðasta dags.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.