Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Qupperneq 34
34
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Haldor var höfundur að tveim bókum. Báðar fjalla
um ræðulist. Sú fyrri heitir Effective Debating og er leið-
arvísii' í kappræðum. Þá bók hefi eg því miður ekki séð.
Seinni bókina gáfu út Heath & Company árið 1934. Heitir
hún The Art of Effective Speaking, og er víða höfð að
kenslubók í háskólum. Ræðir hún um mælskuíþróttina frá
öllum hliðum. Bókin ber vott um feiknamikinn lærdóm
og frábæra kunnáttu í þessari grein; flytur urmul af sýnis
homum úr ræðum eftir alha-frægustu mælskumenn
þessa lands; vitnar í ótal bækur, fomar og nýjar, og sýnir
í öllu, að Haldor hefir verið þaullesinn á þessu sviði. Með
þennan lærdóm allan fer höfundurinn eins og meistara
sæmir. Fylgir hvergi kenningum eldri bóka eins og í
blindni, en brýtur þær til mergjar og styður eigin álykt-
anir með ljósum rökum.
Þessi bók er frábærlega þýð aflestrar og víða skemti-
leg, þrátt fyrir allan lærdóminn. Alþýðumenn geta haft
hennar full not ekki síður en háskólanemendur. Hún
mun geyma minningu Haldors um langa tíð.
Allir sem þekktu Haldor, bera honum sama vitnis-
burð: hann var afbragðsmaður; ötull í verki, hreinskilinn
í orði, ljúfur í umgengni; hógvær og samvinnuþýður.
sóktist aldrei eftir frægð eða gróða, en ávann sér hylli
starfsbræðra sinna. Hann var framsóknarmaður, hafði
nokkuð róttækar skoðanir í stjómmálum, en fylgdi þó
Demokrötum, eða vinstra armi þess flokks. 1 trúmálum
fór hann nokkuð út af förnum vegum; fann það helzt að
kirkjunni að hún væri sein í svifum og fáskiftin um al-
menn velferðarmál. Hann var í þrjátíu ár meðlimur Uni-
tarafélags í Minneapolis.
Haldor andaðist í Minneapolis 13. dag júlímánaðar
1947, tæpra 72 ára. Banamein hans var magakrabbi. Hann
hafði þjáðst af því meini í tvö ár eða lengur, þolað hvað
eftú annað uppskurði, sem ekki bættu nema í bili. Sjúk-
dóm sinn bar hann frábærlega vel; var og með fullu ráði
fram til síðasta dags.